Læknablaðið - 01.06.1967, Blaðsíða 79
LÆKNABLAÐIÐ
111
þessum tilfellum. Rej'nslan sýnir, að einmitt þessir sjúklingar
hafa með samræmdri geisla- og handlæknismeðferð betri
horfur en áður.
Árangur
Raunalegt er, hversu lítill árangur hefur náðst í viðureign
við svo illkynjaðan sjúkdóm sem ÞBK er. Árangur hefur olt
sýnzt svo lélegur við hin erfiðari stig sjúkdómsins, að hreinn
„nihilismus" hefur verið ráðandi.
Jewett o. fl. (1964) liafa birt árangur af meðferð innvax-
andi krabbameins í blöðru lijá 665 sjúklingum. Eftir fimm
ár lifa 50% af T-1 og T-2 stigi. Af sjúklingum, sem liöfðu T-3
æxli, lifa 16% eftir fimm ár. Svipað var ástatt um sjúklinga,
sem liöfðu æxli af T-4 stigi. 13
Ekman o. fl. (1967) athuguðu flokk sjúklinga, sem fleslir
voru til meðferðar, áður en milljón volta geislun var komin.
Sjúklingarnir voru frá árunum 1955—1959. Af T-1 og T-2 stigi
voru 22% og 48% sjúklinganna látnir eftir fimm ár. Af T-3
stigi voru 96% látnir, og af T-4 stigi voru allir dánir eftir fimm
ár.14
Of snemmt er að ræða árangur af þeim aðferðum, sem
hér hefur verið lýst, en með varkárri bjartsýni má segja, að
svo virðist, að með róttækum skurðaðgerðum snemma á ferli
sjúkdómsins megi hækka þá tölu sjúklinga, sem lifa eftir fimm
ár af T-1 og T-2 stigi, og horfur sjúklinga með æxli af T-3 stigi
eru betri nú með skipulagðri forgeislun og siðar blöðrubrott-
námi. Eins má búa betra líf þeim sjúklingum, sem eru með
æxli af T-4 stigi og eru ekki skurðtækir, með ATtri geislun og
þvagfráveitu og komast lijá þvagsýkingu og geislabólgum, sem
oft kvelur þessa sjúklinga meir en aðalmeinið.
Summary: Current status in diagnosis and treatment of
Carcinoma of the Urinary Bladder
A short survey of current literature on incidence, etiology and
examinations methods with special reference to the TNM-system cf
staging whereafter the authors deal at some length with current
surgical and radiological treatment, discuss total vs. subtotal cystec-
tomy, various types of bladder substitutes and urinary deviation,
uses of supervoltage irradiation without or in combination witli