Læknablaðið - 01.06.1967, Blaðsíða 71
LÆKNABLAÐIÐ
103
Eggert Brekkan og Sverrir Jóhannesson:
ÞEKJUVEFSÆXLI I ÞVAGBLÖÐRU
Ekki er nokkur vafi á, að tíðni krabbameins í þvagblöðru
(hér eftir nefnt ÞBK) hefur á síðustu áratugum aukizt mjög
á Vesturlöndum.
Case (1956) fann við rannsókn á mönnum fæddum 1871,
1881, 1891 og 1901 í Englandi og Wales, að hundraðstala þeirra,
er létust vegna ÞBIv jókst með hverjum áratug. Hún var mun
hærri hjá þeim, sem síðar voru fæddir, en þeim, sem voru
áratug eldri.1
Tíðni ÞBK á Norðurlöndum á 100 þúsund íbúa var 1958
sem hér segir:2
Karlar Ivonur
Danmörk ................... 15.1 4.5
Finnland ................. 8.9 2.2
(Papilloma ekki meðtalin)
Noregur ................... 10.9 4.9
Svíþjóð ................... 10.0 4.4
Ólafur Bjarnason (1966) fann við athugun, að á árun-
um 1955—1964 voru alls á íslandi greind 100 lilfelli, 57 karl-
ar og 43 konur.3
Orsakir
Orsakir þessa æxlissjúkdóms eins og flestra annarra eru
óvissar. Þó eru nokkur atriði, sem vafalaust hafa áhrif á til-
komu ÞBK, sem kunn eru.
Mönnum, er vinna að litariðnaði, er Iiættara en öðrum við
að fá þennan sjúkdóm. Vitað er, að niðurbrotsefni (metaboli-
tar), sein myndast við niðurbrot hinna svonefndu aromatísku
amína, svo sem 2-naftylamin, geta framkallað ÞBIv.
Það, sem einkennir þessa krabbameinsvalda efnafræðilega,
er, að þeir eru samsettir af einum bensólkjarna með viðskevtt-
um bydroxyl og amínóhóp í aðliggjandi tengslum.
Athyglisverð tilfelli af krabbameini í nýrnaskál og þvag-
pípum bafa fundizt hjá sjúklingum, sem misnotað hafa phen-