Læknablaðið - 01.06.1967, Blaðsíða 65
LÆKNABLAÐIÐ
99
Lokaorð. í ársskýrslu þessari hefur verið getið þeirra mála, sem
mikilvægust mega teljast af þeim, sem fjallað hefur verið
um í félaginu og stjóm þess. Ótalin em mörg minni háttar mál, og
myndi upptalning þeirra verða of langt mál.
Árni Björnsson
formaður.
Guðjón Lárusson Magnús Ólafsson
ritari gjaldkeri.
Fundargerð aðalfundar Læknafélags
Reykjavíkur 15. marz 1967
Aðalfundur L. R. var haldinn í Domus Medica hinn 15. marz 1967.
Formaður setti fundinn og nefndi Sigmund Magnússon sem fundar-
stjóra. Ritari greindi frá fundargerðum síðustu funda.
Formaður minntist lækna, er látizt höfðu á árinu, en það voru:
Sveinn Pétursson, Kjartan B. Kjartansson, Björn Gunnlaugsson og
Jóhannes Björnsson. Fundarmenn vottuðu hinum látnu starfsbræðrum
virðingu sína með því að rísa úr ,sætum.
Þá gerði formaður grein fyrir ársskýrslu stjórnar L. R., en hún
hafði verið fjölrituð, og fengu allir fundarmenn eintak af henni. For-
maður ræddi nánar einstök atriði skýrslunnar. Ekki verður skrifað
nánar um ársskýrsluna hér vegna þess, að hún mun birtast í heild í
Læknablaðinu.
Magnús Ólafsson, gjaldkeri, gerði grein fyrir reikningum félagsins.
Ólafur Einarsson gerði grein fyrir reikningum Ekknasjóðs.
Arinbjörn Kolbeinsson tók til máls. Flutti hann stjórninni þakkir
fyrir unnin störf og taldi, að ekki hefðu í önnur skipti verið unnin
betri störf. Bar hann að nokkru saman ástand nú og fyrir 10 árum og
kvað þessa stjórn hafa verið mildari við .skulduga félagsmenn. Hann
taldi nú vera tímamót í launamálum lækna. Hann taldi, að ekki kæmi
nægilega vel fram í skýrslunni, að stjórnin væri að ná taki á skipu-
lagi heilbrigðismála í landinu, sem og sæist á því, að umræður voru
komnar af stað milli heilbrigðismálaráðherra og lækna.
Formaður þakkaði hólið, en kvað margt hafa komið til annað en
dugnaður núverandi stjórnar og minnti jafnframt á grundvöll þann,
er fyrri stjórn lagði.
Gunnlaugur Snædal hvatti lækna til að nota sér aðstoð skrif.stof-
unnar við starfsemi sína. Þá ræddi hann um ritun sögu Læknafélagsins
og kvað nokkrar gamlar fundargerðabækur vanta. Ólafur Jensson gerði
fyrirspurn um starfsemi Páls Kolka í sambandi við ritun sögu félags-
ins og varpaði fram þeirri hugmynd, hvort ekki væri rétt, að Páll
fengi aðstoð við þetta starf.