Læknablaðið - 01.06.1967, Blaðsíða 59
96
LÆKNABLAÐIÐ
Skemmtinefnd í nefndinni eiga sæti þeir Tryggvi Þorsteinsson,
L.R. Guðjón Guðnason og Ólafur Jensson.
Engin skemmtun var á starfsárinu, enda tvær
haldnar á síðastliðnu starfsári. Til orða kom að halda árshátíð í sam-
komusal Domus Medica, en að athuguðu máli reyndist það ókleift.
Bæði var húsnæði of iítið og aðstaða fyrir veitingar ekki fyrir hendi.
Fulltrúar á aðal- Fulltrúar L.R. á aðalfundi L.í. að Laugum
fund L.í. 29.—30. júlí 1966 voru Ólafur Bjarnason, Ás-
mundur Brekkan, Sigmundur Magnússon, Bjarni
Bjarnason, Páll Sigurðsson, Árni Björnsson og Tómas Á. Jónasson.
Frá sérgreina- Hinn 20. apríl 1966 var stofnað Félag barnalœkna.
félögum. Formaður þess er Geir H. Þorsteinsson, Björn Júlíus-
son ritari og Magnús Þorsteinsson gjaldkeri, en vara-
maður í stjórn Hulda Sveinsson. Þetta nýja félag er boðið velkomið í
hóp sérgreinafélaga innan Læknafélags Reykjavíkur.
Formaður heimilislæknafélagsins, Stefán Bogason, sótti í sumar
alþjóðaráðstefnu heimilislækna í Austurríki. Skýrsla um ferð þessa er
í undirbúningi og mun væntanleg'a birtast í Læknablaðinu.
Þær breytingar urðu á störfum háls-, nef- og eyrnalækna, að þeir
hættu að starfa sem heimilissérfræðingar hjá Sjúkrasamlagi Reykja-
víkur og starfa nú á sama grundvelli og aðrir sérfræðingar. Er nánar
sagt frá samningum þessum í skýrslu hlutaðeigandi samninganefndar.
AUt virðist stefna í þá átt, að aðrir heimilissérfræðingar, þ. e. a. s.
augnlæknar, hljóti að starfa í framtíðinni á sama grundvelli og aðrir
sérfræðingar, þó að enn hafi ekki fengizt samstaða um þá breytingu
með stjórn Félags augnlækna og stjórn L.R.
Lög L.R. Eins og getið var um í skýrslu fyrrverandi stjórnar,
voru gerðar allverulegar breytingar á lögum félagsins, og
var prentun þeirra í undirbúningi, þegar hún lét af störfum. Lögin hafa
nú verið sérprentuð og gefin út í því formi, sem fyrrverandi stjórn
gekk frá þeim.
Núverandi stjórn hefur ekki á prjónunum nein áform um laga-
breytingar, en ástæða virðist til að minna á, að einn af hornsteinum fé-
lagsstarfseminnar er, að félagsmenn virði lög félagsins og fari eftir
þeim í hvívetna.
Læknablaðið. Útgáfustarfsemi blaðsins hefur verið með svipuðu
sniði og undanfarin ár, og hefur ritstjórn blaðsins
unnið vel og dyggilega að henni. Hefur Læknablaðið komið út reglu-
lega á síðastliðnu starfsári.
Á síðasta aðalfundi var Sigurður Þ. Guðmundsson kosinn í rit-
stjórn Læknablaðsins af hálfu L.R., í stað Árna Bjömssonar, sem þá
tók við formennsku félagsins.
*
Fucidin
LEO
FUCIDINSMYRSL LEO
Gegn stafylókokkígerðum
í húð
1. 14 ára gömul stúlka með impetigo
contaginosa (staph. aureus), er staðið
hcfur nokkra daga.
2. Igerðin hefur læknazt eftir 7 daga
meðferð með Fucidinsmyrsli, borið á
tvisar daglega.
Fucidin er mjög virkt lyf gegn stafy-
lókokkígerðum í húð.
Reynsla 2 ára sýnir, að Fucidensmyrsli
læknar abscessus, furunculi, follicultitis,
hydrosoadenitis, impetigo, sycosis bar-
bae, sýkt exem og nagnarótarbólgu í g7
af hundraði allra tilvika án þess, að
stafylokokkar hafi orðið ónæmir gegn
lyfinu eða sjúklingarnir ofnæmir.
Fucidinsmyrsli er borið á 2-3 var sin-
num daglega.
Fucidinsmyrsli inniheldur fusidinna-
trium 2%, í óvirkum, vatnssnauðum
smyrslisgrunni.
Túpur (með sprota) á 10 g.
L0VENS
KEMISKE
FABRIK