Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1967, Blaðsíða 51

Læknablaðið - 01.06.1967, Blaðsíða 51
LÆKNABLAÐIÐ 91 eftir 1. launastigi þessara samninga, en þegar til kastanna kom, vildi hvorugur þessara aðila við það sjónarmið kannast og töldu lækna- kandídata eiga að taka áfram laun eftir kjarasamningum opinberra starfsmanna. Um mánaðamótin júní—júlí tókust samningar við Reykja- víkurborg, þar sem fallizt var á, að læknakandídatar tækju laun eftir 1. launastigi, en þeir, sem réðu sig skemur en sex mánuði, fengju þó ekki greiðslur í lífeyrissjóð. Mánuði seinna tókust samningar við stjórn- arnefndina á svipuðum grundvelli, þ. e. launin rýrnuðu ,sem svaraði til lífeyrissjóðsgreiðslna. Nokkuð hefur borið á ágreiningi um túlkun fyrrgreinds ákvæðis í báðum launasamningunum um allt að 50 klst. vinnuviku. Samninga- nefnd lækna tók það beinlínis fram við gerð samninganna á sínum tíma, að fallizt væri á þetta atriði, einungis til að gera gagnaðilanum auðveldara fyrir með skilgreiningu eða túlkun samninganna út í frá og i trausti þess, að með bættu vinnuskipulagi á spítölunum, sem full- trúar bæði ríkis og Reykjavíkurborgar töldu sig fylgjandi, kæmi ekki til slíks vinnutíma lækna nema í undantekningartilfellum. Því er samt ekki að leyna, að við höfum séð síðarnefndu forsenduna fyrir samþykkt þessa ákvæðis bregðast við framkvæmd samninganna, og hafa læknar á bundnum vöktum, sem mestmegnis eru kandídatar, orðið sérstaklega fyrir barðinu á þessu ákvæði. Það hefur þó orðið munnlegt samkomu- lag við forstjóra ríkisspítalanna um, að ekki yrðu teknir vinnutímar eftir kl. 17.00, nema sem færu í kvöldstofugang, til að fylla upp í þessa 50 klst. vinnuviku. Þegar samið var við Reykjavíkurborg, hækkuðu laun allra lækna starfandi við Borgarspítalann, hvort sem þeir höfðu sagt upp stöðum ■sínum eða ekki. Hins vegar vildi stjórnarnefnd ríkisspítalanna einungis semja um laun fyrir þau sjúkrahússtörf, sem uppsagnalæknar hefðu gegnt; ekki yrði um ráðningar skv. þessum samningi að ræða, nema læknar fengjust ekki í þær stöður, sem til væru lögum samkvæmt, og eftir kjarasamningum opinberra starfsmanna. Yfirlæknar ríkisspítalanna voru látnir fylgjast með framvindu þessara mála allt frá því, að viðræður hófust við samninganefnd ríkis- stjórnarinnar í febrúarmánuði, þar sem yfirlæknar lýstu sig í megin- atriðum samþykka þeim launakröfum, sem síðar voru bornar fram á grundvelli eyktakerfisins. Eftir að samningar höfðu tekizt við stjórn- arnefnd rikisspítalanna, var spurzt óformlega fyrir um, hvernig farið yrði með launamál yfirlækna, og var því svarað til, að líklega myndu laun þeirra hækka tilsvarandi, þó að eftir öðrum leiðum yrði, þar sem þeir hefðu ekki sagt upp stöðum sínum. í ágúst fengu yfirlæknar tilkynningu um hækkun á bílastyrk og yfirvinnugreiðslum. Vantaði samt mikið á, að þeir næðu mánaðar- launum yfirlækna hjá Reykjavíkurborg. Svaraði mismunurinn til dósentslauna — eða tæplega 8 þús. kr. Neituðu yfirlæknar þessu boði ríkisvaldsins. Leituðu þeir ásjár L. R. um fyrirgreiðslu í kjaramálum sínum, og var launanefndinni falið að hefja samningaumleitanir. I síðari hluta nóvember gengu yfirlæknar að tilboði, sem borizt hafði frá fulltrúa fjármálaráðuneytisins. Birtist það hér á eftir, eins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.