Læknablaðið - 01.06.1967, Blaðsíða 76
108
LÆKNABLAÐIÐ
vegna áhrifa á nýrnastarfsemi, heldur virðist æxlisvöxtur
magnast.
Það mun þykja óþörf áhending, en vissulega velja oft al-
mennir skurðlæknar, sem minni reynslu hafa af „transurethral“
aðgerðum, þá leið, sem þeim sýnist auðsóttari, og gera „trans-
vesical“ aðgerðir á sjúklingum, er hafa ÞBK, sem liæglega
mætti nema hurt um þvagrás. Raunar er það svo, að eftir
nokkra æfingu er mun auðveldara að sjá og dæma um út-
hreiðslu breytinga i þvaghlöðru við hlöðruspeglun en opna
aðgerð. Erfiðara er að liamla á móti þvagsýkingu við slíkar
aðgerðir en aðgerðir um þvagrás.
Meðferðin er fólgin í eftirfarandi: Minni papillomata eru
hrennd niður með kúluelektróðu um þvagrás. Stærri æxli af
T-1 og T-2 stigi er oftast á fullnægjandi liátt hægt að skera
niður djúpt í vöðva og ná út um þvagrás með Mc Carthytæki.
Þessir sjúklingar koma síðan til eftirlits og blöðruspeglunar i
fyrstu mánaðarlega og síðar þrisvar til fjórum sinnum á ári
í fimm eða helzt tíu ár. Tæknilegir örðugleikar geta verið fyrir
hendi að komast að æxlum, sem staðsett eru kviðlægt og neðst
í hlöðru hjá körlum, og getur verið nauðsynle.«t að gera opna
aðgerð. Sama gildir um æxli, sem eru í eða við þvagpípumynni,
og griðarstór hlómkálsæxli, sem óvinnandi vegur er að sneiða
niður og ná út um þvagrás.
Sérstakt vandamál eru þau æxli, sem eru i þvagpípumynni.
Oft má skera þau niður með rafskurðartæki, en hætta er á
örmyndun og skorpnun og því oft horfið að opinni aðgerð,
brottnámi mynnisins og aðliggjandi þvagpípuhluta og inn-
græðingu þvagpípunnar á öðrum stað í blöðruna.
Við papillomatosis og lága eða alveg óskilgreinda frumu-
gerð í æxlum af T-1 og T-2 stigi verður læknirinn að taka af-
stöðu til þess, hvort nema eigi hurt blöðruna. Þá á naumast að
koma til greina annað en algjört hlöðruhrottnám (total cy-
stectomi). Þeir eru þó til, sem telja „suhtotal“ aðgerð geta
komið til greina, þar sem eftir eru skilin þvagpípumynnin og
trigonum vesicae, svo að gera megi starfhæfa garnahlöðru. Ef
um æxli er að ræða, er þetta þó sjaldan gert hér á sjúkrahús-
inu, heldur yfirleitt reynt að gera „total“ aðgerð með þvag-
fráleiðslu (deviation). Þegar hér eru gerðar garnahlöðrur, eru
yfirleitt gerðar mjógirnisblöðrur samkvæmt aðferð Kock’s.1*
Þessi aðferð hefur það fram yfir aðrar, að vöðvasamdrátlur