Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1967, Blaðsíða 43

Læknablaðið - 01.06.1967, Blaðsíða 43
LÆKNABLAÐIÐ 83 Þar sem samningum var ekki lokið 1. maí, var veittur frestur í nokkra daga, en 9. maí var haldinn almennur fundur í L. R., þar sem lagt var fram .samningsuppkast. Var stjórninni þar gefin heimild til að semja á grundvelli þess. Samningar hafa verið prentaðir og sendir félagsmönnum, svo að ekki er ástæða til að lýsa þeim nákvæmlega, en geta má helztu breyt- inga. Meðaltal grunnkaupshækkana ýmissa starfshópa, sem Hagstofan annast útreikning á, reyndist vera 14.6%. Samkomulag var um, að það bættist ofan á alla liði samningsins. Ákveðið var, að þeir læknar, sem stunduðu eingöngu heimilislæknisstörf, fengju hærra fastagjald en aðrir heimilislæknar. Samið var um, að fastagjald heimilislækna einvörðungu yrði kr. 280.00, .sem er 19.6% hækkun miðað við síðustu samninga. Fastagjald annarra heimilislækna er kr. 270.00. Fastagjald fyrir næturvakt var fellt niður, en vitjanagjald hækkað í kr. 300.00. Fastagjald á neyðarvakt hækkaði um 32%. Fastagjald til augnlækna hækkaði um 14.6%. Gerður var sérstakur samningur við hálslækna, en ekki samið við þá á grundvelli heimilislæknafyrirkomulags, eins og verið hefur. Nýmæli er stofnun læknisþjónustunefndar, en .starfssviði hennar er lýst í 4. gr. samningsins. Óskað hafði verið eftir við Alþingi, að lögbundið gjald sjúklinga, kr. 10.00 og 25.00, hækkaði um 100%. Þar sem sú málaleitun bar ekki árangur, var samþykkt að hækka uppbót, sem greidd hefur verið vegna þessa, úr kr. 24.00 í kr. 36.00. Þá var samið fyrir Keflavíkurlækna um sama fastagjald og S. R. greiðir heimilislæknum einvörðungu fyrir börn og fullorðna. Vitjana- gjald á kvöldvakt kr. 125.00 og á næturvakt kr. 175.00. Það var áður kr. 110.00. Fastagjald á næturvakt kr. 436.00. Samninganefnd í samninganefnd sérfræðinga voru þessir menn: sérfræðinga L. R. Ólafur Jensson formaður, Guðjón Guðnason rit- ari og Haukur Jónasson. Samningur um sérfræðileg læknisstörf rann út hinn 1. maí 1966. Fjórir reglulegir samningafundir voru haldnir með fulltrúum frá S. R. og T. R. Ekki náðist samkomulag um þann samningsgrundvöll, sem lagður var með taxta L. R. 1966 og fól í sér meiri háttar taxta- breytingar á ákveðnum flokkum sérfræðilegra læknisstarfa, einkum geðlækninga. Að lokum náðist samkomulag milli samningsaðila um al- menna hækkun skv. verðlagsvísitölu á rekstrarkostnaði og launum sérfræðinga. Við þá útreikninga var notuð gjaldskrá L. R. frá 1965, og var sérfræðingum send greinargerð um nýja útreikningsaðferð við gerð reikninga til S. R. Aðrar helztu breytingar voru þessar: 1) Háls-, nef- og eyrnalæknar hætta að vinna sem heimilissér- fræðingar 1. maí 1966 og vinna síðan á tilvísunargrundvelli, nema þegar um er að ræða ákveðin neyðartilfelli, sem heyra undir sérgrein þeirra, og má þá leita beint til þeirra. Fá þessir sérfræðingar borgað fyrir þessa vinnu skv. reikningi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.