Læknablaðið - 01.06.1967, Blaðsíða 75
LÆKNABLAÐIÐ
107
efnum, lofttegund og vökva (pneumocystografi). Við þessa rann-
sókn má sjá æxli, sem eru aðeins nokkrir millimetrar í þvermál,
fjölda þeirra og staðsetningu svo sem við papillomatosis vesicae.
Á þennan liátt má einnig venjulega sjá yfirborð og fót æxlis, en
útlil þess gefur þannig oft til kvnna stig þess; sbr. 2. mynd.
Rannsókn þessi fer þannig fram bér á sjúkrahúsinu: Blaðr-
an er tæmd með þvaglegg og því næst dælt inn 8—10 ml af
skuggavökva (Dionosil aqueous) og síðan dælt inn C02, þar
til sjúklingur fær mikla þörf, venjulega 200—300 ml. Til ]>ess
að skuggavökvinn dreifist sem bezt yfir blöðruslímhúð, er
sjúklingnum snúið einn til tvo hringi á borðinu. Mvndir eru
síðan teknar af sjúklingnum í ýmsum stellingum með lá- og
lóðréttri geislastefnu.8
Æðarannsókn í grindarholi (pelvis angiografi) getur veitt
rækilegri upplýsingar um vöxt æxlis utan blöðrunnar. Hefur
þessi rannsókn þó mest fræðilegt gildi, þar eð í þeim tilfellum,
sem þessi rannsókn kemur til greina, er um T-3—T-4 æxli að
ræða, og rannsóknin befur naumast gildi fyrir eftirfarandi
meðferð.
Meðferð
Meginregla við meðferð ÞBK er að komast hjá þvagsýk-
ingu, og er það óskaástand, ef tekst. Þvagsýking getur gjör-
breytt borfum þessara sjúklinga til liins verra, ekki aðeins