Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.12.1970, Side 30

Læknablaðið - 01.12.1970, Side 30
178 LÆKNABLAÐIÐ Þá barst Læknafélaginu bréf frá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, dags. 21.2. 1969. Var það frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 47. 23. júní 1932 um lækningaleyfi o. fl. Frumvarp þetta var samið á vegum landlæknis og ráðuneytisins og óskað umsagnar Læknafélags- ins, áður en það yrði lagt fyrir Alþingi. í frumvarpi þessu er m. a. það nýmæli, að ráðherra er heimilað að veita erlendum ríkisborgurum lækningaleyfi hér á landi, ef þeir fullnægja skilyrðum, sem nefnd eru í 1. málsgr. 3. gr. læknalaga frá 1932, þ. e., að læknadeild og land- læknir samþykki hæfni þeirra og kunnáttu í læknisfræði. Læknafélagi íslands virðist hins vegar nauðsynlegt, að í lögunum sé ákvæði um það, að þeir erlendir ríkisþorgarar, sem hljóti slíka viðurkenningu, hafi lokið læknanámi og prófi við viðurkennda há- skóla. Þá var og einnig óskað eftir því, að í frumvarpi kæmi ákvæði um það, að þeir erlendir ríkisborgarar, sem lækningaleyfi hljóta hér, geti sannað, að þeir hafi nægilega kunnáttu í rituðu og töluðu íslenzku máli að dómi landlæknis. Þá var einnig óskað eftir því, að felld yrði úr frumvarpi atriði, er snerta starf sérfræðinga. Bréf þessa efnis var skrifað til dóms- og kirkjumálaráðuneytisins (fskj. 8 A), og hafði for- maður félagsins samband við ráðuneytið um afgreiðslu þessa máls og fékk þær upplýsingar, að tillögur Læknafélagsins hefðu verið teknar til greina, áður en frumvarpið var afgreitt til Alþingis. Mun þetta frum- varp því ekki frekar koma til afgreiðslu hjá Læknafélaginu. Læknisþjónusta við Stjórn L.í. hefur um alllangt bil, eða allt frá sjúkrahúsið á 1967, fylgzt með fyrirkomulagi á læknisþjónustu Húsavík og starfsháttum lækna á Húsavík, og hafa um mál þetta farið fram allmikil bréfaviðskipti, sem Læknafélagið hefur fylgzt með og tekið þátt í. Ekki þykir ástæða að rekja mál þetta í einstökum atriðum hér, enda saga þess ekki öll. í byrjun árs 1969 barst stjórn L.í. tilmæli frá stjórn Sjúkrahúss Húsavíkur um það, að stjórn Læknafélags íslands sendi fulltrúa til Húsavíkur til þess að ræða deilumál, sem upp hefði komið milli lækna á Húsavík varðandi störf við sjúkrahúsið. Ákveðið var, að eftirtaldir fulltrúar Læknafélags fslands færu til Húsavíkur til bessara við- ræðna: Arinbjörn Kolbeinsson formaður, Friðrik Sveinsson ritari og Örn Bjarnason meðstjórnandi. Voru haldnir fundir með sjúkrahús- stjórninni og læknunum á staðnum. Athugaðar voru starfsreglur að- stoðarlækna við sjúkrahúsið á Húsavík, samdar af Daníel Daníelssyni (fskj. 9). Ákveðið var, að stjórn Læknafélags íslands semdi drög að starfs- tilhögun fyrir lækna á Húsavík, og gera þannig tilraun til að leysa ágreiningsatriði. Sjúkrahússtjórn var síðan tilkynnt um, að L.f. hefði samið þessar starfsreglur og sent bær læknunum (fskj. 9 A). Raunin varð sú, að ekki féllust allir læknarnir á að vinna eftir bessum til- lögum, og leiddu þær því ekki til lausnar deilunnar. 24. febrúar berst síðan skeyti frá sjúkrahússtjórninni á Húsavík, þar sem óskað er eftir því, að Læknafélag fslands aðstoðaði við að

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.