Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.12.1970, Side 33

Læknablaðið - 01.12.1970, Side 33
LÆKNABLAÐIÐ 181 Miðnorðurland og Suðurland fór Sigfús Gunnlaugsson, þáverandi framkvæmdastjóri læknafélaganna. Upplýsingar þessar voru síðan notaðar við undirbúning ráðstefnu um heilbrigðismál, sem haldin var haustið 1967. í ljós kom, að starfsaðstaða héraðslækna var sums staðar góð, en víða virðist grundvöllur fyrir að setja upp læknamiðstöðvar. Fullnaðarúrvinnsla úr könnuninni hefur enn ekki verið gerð, þar sem ýmsar upplýsingar vantar, enda þessi könnun gerð til að fá yfir- sýn ýfir ástandið, eins og það var 1967. Þær upplýsingar, sem könnunin hefur veitt, geta m. a. orðið grund- völlur að framtíðaráætlun um skipulagningu og staðsetningu lækna- miðstöðva í landinu. Fyrirvarar í maí sl. voru auglýstar tvær yfirlæknastöður, önn- í stöðuumsóknum ur fyrir sérfræðing í handlækningum við handlækn- isdeild Landspítalans, en hin fyrir sérfræðing í meinvefjafræði við Rannsóknastofu Háskólans við Barónsstíg. Stjórn Læknafélags Reykjavíkur fjallaði um þessar auglýsingar og taldi nauðsynlegt að senda út dreifibréf, þar sem óskað væri eftir, að væntanlegir umsækjendur settu sem fyrirvara í umsóknir sínar, að kjör lækna í hinum auglýstu stöðum yrðu ákveðin með samningum við Læknafélag Reýkjavíkur. Þar sem það er yfirlýst stefna Læknafélags íslands, sbr. fyrri aðal- fundarsamþykktir, að vinna að því, að læknasamtökin verði aðilar að öllum ikjarasamningum lækna, samþykkti stjórn L. í. að verða við þeirri beiðni stjómar L. R. að koma á framfæri tilmælum til væntan- legra umsækjenda um að hafa nefndan fyrirvara í umsóknum sínum. Var ákveðið að hafa þann hátt á, að stjórnir beggja félaga skrifuðu undir sameiginlegt bréf, þar sem læknum væri tilkynnt um þessi efni. Um þessar tvær stöður sóttu fjórir læknar, en aðeins einn þeirra setti fyriirvara, en hinir sóttu um stöðurnar án fyrirvara. Fylgja hér með afrit af bréfum um stöður þessar og dreifibréf læknafélaganna (fskj. 10,). L. R. hafði forgöngu um þetta mál. Eftir að umsóknarfresti lauk, 'héldu stjórnir L. í. og L. R. fund með þeim umsækjendum, sem höfðu ekki sett fyrirvara. Á þessum fundi náðist samkomulag um fyrirvara, sem allir umsækjendur settu varð- andi umsóknir um nefndar stöður. Samráð var haft við formann yfir- læknafélagsins um afgreiðslu málsins. Fundur um heilbrigðis- Samband sveitarfélaga í Austurlandskjör- þjónustu Austurlands dæmi bauð Læknafélagi íslands að senda tvo fulltrúa á aðalfund sambandsins á Vopna- firði dagana 6. og 7. sept. Fulltrúar félagsins á fundinum voru Arin- björn Kolbeinsson og Árni Björnsson. Meðal annarra gesta á fundin- um vora Sigurður Sigurðsson landlæknir, Jón Thors, fulltrúi úr dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, og Bjarni Bragi Jónsson frá Efnahagsmála-

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.