Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1970, Blaðsíða 36

Læknablaðið - 01.12.1970, Blaðsíða 36
184 LÆKNABLAÐIÐ ar þeir óska eftir staðgengli, en Félag læknanema sjái um að útvega þá. Samstarfsnefnd í samstarfsnefnd áttu sæti Sigmundur Magnússon, Stefán Bogason, Ólafur Jensson, Víkingur Arnórsson og Páll Gíslason. Nefndin starfaði ekki á árinu. Gerðardómur í gerðardómi eiga sæti af hálfu L. í. þessir menn: Grímur Jónsson, Páll Sigurðsson, varamenn Guð- mundur Karl Pétursson og Torfi Bjarnason. Eitt mál liggur fyrir gerðardómi frá fyrra ári og hefur eigi hlotið afgreiðslu. Nýlega barst stjórn L. í. beiðni um, að ákveðið mál verði lagt fyrir gerðardóm. Mál þetta er í athugun hjá lögfræðingi félagsins. Erlend Ársfundur World Medical Association 1969 var haldinn læknafélög í París. Voru gerðar tilraunir til þess að fá fulltrúa til að mæta fyrir Læknafélag íslands á fundi þessum, en þær tilraunir báru ekki árangur, og var því enginn fulltrúi fyrir L. í. á þessum fundi. Boð hafði einnig borizt frá ameríska læknafélaginu, norska, sænska, danska og enska læknafélaginu um að senda fulltrúa á aðalfund þess- ara félaga. Fundur norska læknafélagsins var haldinn í Voss 26. til 30. maí, og sótti hann formaður L. í. Arinbjörn Kolbeinsson, en hann var á heim- leið frá læknaþingi í Stokkhólmi um þetta leyti. Á fundinum var ein- göngu rætt um félagsleg málefni, og eru slíkir aðalfundir haldnir ann- að hvert ár. Öllum félagsmönnum norska læknafélagsins er heimilt að sækja fundinn, hlýða á skýrslur og taka þátt í umræðum, en atkvæða- greiðsla og afgreiðsla mála fer fram á fulltrúafundum, en fulltrúar þessir eru kjörnir af aðildarfélögum norska læknafélagsins og félagi yngri lækna. Meðal þeirra mála, sem þarna voru rædd og einna mestu máli skipta fyrir íslenzkar aðstæður, voru vandkvæði á læknisþjónustu í dreifbýli, en erfiðleikar á læknisþjónustu í strjálbýli N.-Noregs eru nokkuð svipaðir og í þessum héruðum hér á landi. Kom þar greini- lega í ljós, að skipulagning læknisþjónustu í þessum héruðum er fyrst og fremst samgönguvandamál. Lögðu ýmsir fulltrúar mikla áherzlu á að nota þyrlur meira til slíkrar þjónustu en gert hefur verið. Þá var einnig lögð áherzla á, að strandgæzluskip gætu aðstoðað í ýmsum tilfellum. Greinilega kom fram, að það væri almenn skoðun að efla hópsamvinnu lækna og án þess yrði trauðla ráðin bót á vandkvæðum læknisþjónustunnar í hinum strjálbýlu héruðum, því að einsetulæknar væru að hverfa úr sögunni og ungir læknar væru tregir til að taka að sér slík störf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.