Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1970, Síða 37

Læknablaðið - 01.12.1970, Síða 37
LÆKNABLAÐIÐ 185 Sérstök nefnd hefur starfað innan norska læknafélagsins til þess að gera áætlanir og skipuleggja hópsamvinnu lækna (gruppepraksis). Formaður þeirrar nefndar er dr. Frithjof Christie, sem starfar við Institut for almenn medicin i Oslo, en það er háskólastofnun, þar sem fram fer kennsla í almennum heimilislækningum. Þar sem Frithjof Christie er formaður þeirrar nefndar, sem skipuleggur hópsamvinnu norskra lækna, er hann kunnugastur þessum málum, Ræddi formað- ur L. í. við hann um að koma til íslands og flytja þar erindi á næsta læknaþingi L. í., og tók hann því vel. Mál þetta var síðan rætt á fundi í stjórn L. í. og samþykkt að bjóða honum til læknaþings 1969 til að flytja þar erindi. Af öðrum málum, sem þarna voru rædd, voru framhaldsmenntun og viðhaldsmenntun lækna. Kom fram sú skoðun, að sérfræðileyfi ætti aðeins að veita til fimm ára í senn og þau féllu úr gildi, ef sér- fræðingar færu þá ekki á sérstök námskeið, sem ætluð væru til við- ■halds og framhaldsmenntunar í hlutaðeigandi sérgreinum. Þá var einnig talið, að nauðsynlegt væri að setja á stofn víðtækara og fullkomnara framhaldsmenntunarkerfi fyrir almenna lækna. Rætt var um vinnutíma sjúkrahúslækna, kjör þeirra og afstöðu yngri lækna til yifirlækna, en í þeim flokki teljast yfirlæknar og aðstoðarlæknar. Þá var einnig rætt um iæknaskort og læknismenntun almennt í Noregi. Formaður L. í., Arinbjörn Kolbeinsson, sótti einnig aðalfund brezka læknafélagsins í boði stjórnar þess félags, sem fól í sér dvalarkostnað, á meðan fundurinn stóð. Var hann haldinn í Aberdeen í byrjun júlí. Fundi þessum er skipt í tvo hluta, félagsmálahluta og fræðilegan hluta, og er erlendu fulltrúunum boðin þátttaka í fræðilega hluta fundarins, en þeir fá í hendur ágrip af skýrslu um félagsmálahluta fundarins. Á fundi þessum kom í ljós, að kjör heimilislækna (praktíserandi lækna) í Bretlandi hafa verið stórum bætt á undanförnum árum, og eru almennir heimilislæknar yfirleitt ánægðir með sín fjárhagsle'gu kjör. Kjör spítalalækna höfðu einnig verið bætt nú á þessu sumri, en þær bætur töldu flestir ófullnægjandi. Sú skýring, sem gefin var á þessu, var sú, að almennir læknar réðu mestu um stjórnun og starf- semi British Medical Association. Þá var einnig rætt um vinnutíma lækna og bent á nauðsyn þess, að honum væri stillt í hóf og það væri ekki boðlegt fyrir sjúklinga, að læknar gengju þreyttir til starfa, t. d. í sambandi við vandasöm og að- kallandi sjúkrahússtörf. í hinum fræðilega hluta fundarins voru tekin fyrir fjölmörg efni, svo sem um starfsaðstöðu lækna, ýmsa smitnæma sjúkdóma og gikt- sjúkdóma. Eins var allmiklum tíma eytt í að ræða hina nýju fóstureyð- ingarlöggjöf í Bretlandi, enda hafði hún verið mjög til umræðu í dag- blöðunum um það leyti. Þá var einnig mikið rætt um nauðsyn þess að setja strangari reglur um lækningaleyfi og réttindi erlendra lækna til að starfa á brezkum sjúkrahúsum. Einnig var rætt um framhalds- menntun almennra lækna.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.