Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.12.1970, Page 59

Læknablaðið - 01.12.1970, Page 59
LÆKNABLAÐIÐ 195 Að öðru leyti vísast til bréfs Læknafélags Reykjavíkur, dags. 16.4. 1969, varðandi bifreiðakostnað, námssjóð, siglingakostnað og hóptrygg- ingu lækna. Virðingarfyllst, f. h. stjórnar Læknafélags íslands, Arinbjörn Kolbeinsson. Afrit af bréfi L. R. til ríkisskattstjóra, hr. Sigurbjörns Þorbjörnssonar, dags. 16. apríl 1969. Efni: A. Bifreiðakostnaður lækna. B. Ferðakostnaður lækna. C. Námssjóður lækna. D. Hóptrygging lækna. Stjórn Læknafélags Reykjavíkur hefur borizt útdráttur úr fund- argerð ríkisskattanefndar frá 13. marz 1969 ásamt bréfi, dags. 27. marz 1969. Þar sem umrædd ákvörðun ríkisskattanefndar kemur einnig til með að hafa áhrif á aðra lækna en þá, sem eru meðlimir í Læknafélagi Reykjavíkur, var stjóm Læknafélags íslands sýnd fundargerð ríkis- skattanefndar, og fjölluðu stjórnirnar sameiginlega ásamt með skatta- málanefnd Læknafélags Reykjavíkur um efni fundargerðarinnar. Viljum við taka eftirfarandi fram: A. Bifreiðakostnaður lækna. Stjórnir læknafélaganna leyfa sér að mótmæla ákvörðun ríkis- skattanefndar um frádráttarhæfni bílkostnaðar hjá læknum. Með á- kvörðun þessari er vegið mjög að læknum, en þó ekki jafnt eftir því, hvert starf viðkomandi læknir stundar. Ákvörðun þessi miðar beinlín- is að því að rýra tekjur lækna, sumra meira en annarra, umfram þá tekjurýrnun, sem orðið hefur á undanförnum árum í þjóðfélaginu í heild. Reglur þessar virðast bera með sér mikinn misskilning og van- mat á þörfum sérfræðinga fyrir bifreið í starfi. Verður að ætla, að misskilningur þessi stafi einvörðungu af vanþekkingu á störfum sér- fræðinga, enda þótt stjórn læknafélagsins hafi að nokkru gert grein fyrir bifreiðaþörf lækna, samanber bréf stjórnar Læknafélags Reykja- vikur, dags. 20.12. 1968. Að svo miklu leyti, sem það kann að hafa veitt ófullnægjandi upplýsingar, viljum við taka fram eftirfarandi. Stjórn læknaráðs St. Jósefsspítalans í Reykjavík sendi yður bréf, dags. 7.3. 1969, þar sem mjög ýtarleg grein er gerð fyrir bifreiðaþörf læknanna, sem þar vinna. Þá viljum við benda á, að læknar þeir, sem starfa við St. Jósefsspítalann í Hafnarfirði, verða að sinna öllum köllum, smáum og stórum, hver fyrir sína sjúklinga, þar sem þessi spítali hefur enga námskandídata eða yngri lækna í framhaldsnámi, er dvelja á spítal- anum. Allir læknarnir, sem við þessa spítala starfa, starfa einnig á stófu

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.