Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1970, Síða 60

Læknablaðið - 01.12.1970, Síða 60
196 LÆKNABLAÐIÐ flesta virka daga vikunnar, og eru sumir einnig ráðgjafar á ýmsum öðrum spítölum. Tíðir flutningar frá einum vinnustað til annars, sama vinnudag, eru því óhjákvæmilegir og ómótmælanleg staðreynd. Lækn- ar fara ekki fram á bílakostnað frádreginn skatti til að fara í vinn- una að morgni og heirn að kvöldi fremur en aðrir þegnar. En um nauð- synlega flutninga milli vinnustaða innan sama vinnudags hljóta að gilda sömu reglur og um vitjanir, því að flutningar þessir gegna því hlutverki einu, að læknir og sjúklingur nái saman svo sem við vitjanir í heima- hús. Auk þess, sem fram kom í bréfi stjórnar Læknafélags Reykjavík- ur um lækna ríkisspítalanna og Borgarspítalans, viljum við benda á, að ýfirvinna allt að 40 tímar á mánuði er ekki óalgeng. Má af því ráða, að ferðirnar, sem af þessari yfirvinnu stafa, hljóta að vera allmargar. Þá eru sérfræðingar spítalans iðulega kallaðir utan vakta til að gegna vandamálum innan sérgreina sinna vegna sjúklinga á hinum ýmsu deildum spítalans. Ennfremur viljum við benda á, að vakthafandi námskandídatar og sérfræðingar kalla iðulega á lækna, þótt þeir séu ekki á vakt, ef eitthvað er að hjá sjúklingum þeirra. í bréfi stjórnar læknaráðs St. Jósefsspítalans, dags. 7.3., var þess getið, að þessi vinnu- máti tíðkaðist þar aðeins, en það er ekki rétt, eins og auðvelt mun vera að fá staðfest hjá viðko-mandi læknum. Þessar ferðir, svo og marg- ar ferðir, sem læknar fara af eigin hvötum, utan vakta, til að hyggja að sjúklingum sínum, eru yfirleitt ekki tíundaðar semyfirvinna og koma því hvergi fram, en eru eigi að síður staðreynd. Flestir læknanna gegna og stofupraxís og sumir ráðgjafastörfum við önnur sjúkrahús og hæli. Margir lækna þessara spítala eru jafnframt kennarar við læknaskól- ann, tannlæknaskólann, hjúkrunarskólann og meinatækniskólann og leiðir sú kennsla í mörgum tilfellum til flutninga með bíl milli vinnu- staða. Eins nota læknar oft bíla sína í ýmiss konar snatt fyrir stofn- anirnar. Læknar Borgarspitalans gegna og sjúkradeildum í Heilsuverndar- stöðinni og munu einnig þurfa að gegna Hvítabandinu innan skamms tíma. Nokkrir læknar starfa og við Elli- og hjúkrunarheimilið Grund og við Dvalarheimili aldraðra sjómanna, Hrafnistu. Af þeim störfum hljótast sömu flutningar og sömu skyldur við sjúklinga vegna útkalla og við sjúkrahúsin. Ennfremur starfa nokkrir læknar hluta úr degi einu sinni eða oftar við stofnanir eins og Krabbameinsfélagið og Hjartavernd og eru trúnaðarlæknar ýmissa fyrirtækja víðs vegar um bæinn. Af þessari upptalningu má sjá, að meginreglan hlýtur að vera sú, að læknar vinni á fleiri en einum vinnustað auk þess, sem þeir fara al- mennt í vitjanir. Það skal viðurkennt, að heimilislæknar muni fara í fleiri vitjanir en sérfræðingar. Það er þó staðreynd, að flestir fara í einhverjar vitj- anir, sumir oft, en aðrir fáar. Sýnist vart réttlætanlegt að móta meg- inreglur um sérfræðinga að verulegu leyti með hliðsjón af þeim fáu, sem minnst nota bíla í starfi sínu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.