Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.12.1970, Side 66

Læknablaðið - 01.12.1970, Side 66
202 LÆKNABLAÐIÐ ræmdar aðgerðir geta komið í veg fyrir, að settar verði á laggirnar tvær stofnanir, sem hvorug yrði nægilega öflug til þess að geta valdið hlutverki sínu, enda þótt bæði fjárfesting og rekstur yrði dýrari heldur en ef um eina stofnun væri að ræða. Má í þessu sambandl benda á óhagkvæma þróun sjúkrahúsmála í Reykjavík. Læknafélag íslands leggur því mjög eindregið til, að ríkisvaldið og fyrrnefnd bæjarfélög setjist á rökstóla, áður en frumvarp þetta verður að lögum, til að aðgerðir verði samræmdar á þessu sviði. í þessu sambandi bendir L.í. á tillögur frá Páli Sigurðssyni lækni um fyrirkomulag heilbrigðisstjórnar í Reykjavík. Þótt heilbrigðiseftirlit í mesta fjölbýli og mesta dreifbýli eigi fátt sameiginlegt nema nafnið, getur hvergi risið upp eftirlitsstofnun, sem fullnægir lágmarkskröfu, nema á Reykjavíkursvæðinu, og verðúr hún því að samræma allt heilbrigðiseftirlit í landinu. Tengsl heilbrigðiseftirlitsins við heilbrigðisnefndir, sem héraðs- læknar hafa veg og vanda af, gera það mjög brýnt, að forstöðumaðúr- inn sé læknislærður. Starfsemi héraðslækna og allur embættisrekstur heyrir beint undir landlækni. Hins vegar hlýtur yfirlæknir Heilbrigðis- eftirlits ríkisins að leiðbeina héraðslæknum líkt og yfirlæknir skóla- eftii’lits og lyfsölustjóri gera hvor á sínu sviði. Þetta er þó auðveldara í framkvæmd í sambandi við skóla og lyfsölumál en á hinu víðtæka sviði heilbrigð'iseftirlitsins. Reikna verður með þeirri þróun, að fjórð- ungsráðunautarnir verði í framtíðinni læknar með sérmenntun í heil- brigðisfræði (public health). Hillir þannig undir þá breytingu, að hér- aðslæknirinn í sinni núverandi mynd hverfi af sjónarsviðinu og emb- ættisábyrgð þeirra verði að nokkru ieyti falin fjórðungslæknum, sem gegna svipuðu hlutverki og héraðslæknar í stói'um byggðahverfum (t. d. borgarlæknar í Reykjavík). f samræmi við ofanritað telur L.Í., að ekki komi annað til greina en að forstöðumaður heilbrigðiseftirlitsins sé læknir, helzt með fram- haldsmenntun í heilbrigðisfræði og stjórnun (public health and ad- ministration). í athugasemdum við 8. gr. eru á bls. 19 talin ýmis tormerki á því, að læknir með tilskilda sérmenntun fáist í embætti forstöðumanns, og er þess vegna gert ráð fyrir í frumvarpinu, að yfirmaður eftirlitsins þurfi ekki að vera læknir. Það kann að vera erfitt eins og sakir standa að fá læfeni í þetta embætti. Ekki er það þó rétt með farið, að hér á landi séu engir læknar með háskólamenntun í heilbrigðisfræði. Tveir íslenzkir læknar hafa tekið slíkt próf í Bretlandi, annar 1949, en hinn 1961. í þessu sambandi er rétt að minna á, að Bretar hafa mjög skipu- legt heilbrigðiseftirlit í borgum sínum, stórum og smáum, enda hafa þeir langa reynslu í þeim efnum. Hafa þeir ágæta skóla til að þjálfa starfsmenn á öllum stigum, bæði háskóla til að mennta lækna, sem ætla að starfa í stærstu borg- um sem borgarlæknar, og auk þess hafa þeir sérstök námskeið fyrir lækna, sem ætla að starfa í smærri borgum og hafa heilbrigðiseftirlit

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.