Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.12.1970, Side 69

Læknablaðið - 01.12.1970, Side 69
LÆKNABLAÐIÐ 205 hafa næga kunnáttu í töluðu og' rituðu íslenzku máli að dómi land- læknis og fullnægja ákvæðum 1. málsgr. 3. gr., enda sé um að ræða tiltekið læknisstarf, er enginn íslenzkur læknir hefur fengizt til að g'egna. Setningin ,,eða skorti sérkunnáttu til að gegna að dómi lækna- deildar Háskólans og landlæknis", falli niður. Einnig er lagt til, að athugasemdir við lagafrumvarpið breytist í samræmi við áðumefnda tillögu. Virðingarfyllst, f. h. stjórnar Læknafélags íslands, Arinbjörn Kolbeinsson formaður. FYLGISKJAL 9 STARFSREGLUR AÐSTOÐARLÆKNA VIÐ SJÚKRAHÚSIÐ Á HÚSAVÍK, SAMDAR AF DANÍEL DANÍELSSYNI 1968 Verksvið aðstoðarlækna við S.H. skal í stórum dráttum vera eftir- farandi: 1. að gjöra sjúkraskýrslur (journala) um alla þá sjúklinga, er leggjast inn á sjúkrahúsið, og skulu þær vera fyrirliggjandi, skrifaðar eða vélritaðar, eigi síðar en tveim dögum eftir komu sjúklings; 2. að sinna útskriftum sjúklinga, er legið hafa inni á sjúkrahúsinu, í samráði við yfirlækni sjúkrahússins; 3. að rita læknabréf, svo og sjá um aðrar bréfaskriftir varðandi sjúkl- inga sjúkrahússins í samráði við yfirlækni; 4. að gefa fyrirmæli um fyrstu meðferð sjúklinga, svo fremi að slík fyrirmæli séu ekki fyrirliggjandi af hálfu yfirlæknis eða aðstoðar- læknir telji sig þurfa að leita ráða til hans um meðferð; 5. að ganga stofugang með yfirlækni sem og einir, þegar yfirlæknir svo óskar, eða eftir nánari reglum, er settar kunna að verða; 6. að sinna þeim atriðum í meðferð sjúklinga sjúkrahússins, er yfir- læknir felur þeim hverju sinni; 7. að hafa umsjón með vandasamari rannsóknar- og röntgenstörfum; 8. að aðstoða við uppskurði og sinna svæfingum; 9. að sinna vöktum á sjúkrahúsinu á móti yfirlækni, samkv. nánara samkomulagi við hann og sjúkrahússtjórn; 10. Vakthafandi aðstoðarlæknir hefur rétt til að leggja inn á sjúkra- húsið bráð sjúkdómstilfelli, er hann telur, að þarfnist sjúkrahús- vistar. Skal hann í þeim tilfellum einnig ákveða fyrstu meðferð sjúklinganna, svo fremi hann telji sig ekki þurfa að ráðgast við yfirlækiii þar um. Þó skal aðstoðarlæknir ætíð leita álits yfirlæknis, ef hann telur ástand sjúklingsins geta verið lífshættulegt. 11. Eigi skulu aðstoðarlæknar framkvæma neinar meiri háttar aðgerð- ir á sjúkrahúsinu án samþykkis yfirlæknis. 12. Skylt skal aðstoðarlækni að sinna yfirlæknisstörfum í fjarveru yfirlæknis, ef sjúkrahússtjórn fer þess á leit.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.