Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.04.1977, Side 35

Læknablaðið - 01.04.1977, Side 35
LÆKNABLAÐIÐ 61 TABLE XVI Mental illnesses, drug or/and alcoholic addiction and suicide in family. F % M % Total % 1. Mental illnesses 7 13.5 33 15.8 40 15.3 2. Alcoholic or/and drug addiction 3 5.8 15 7.2 18 6.9 3. Suicide in family 3 5.8 16 7.7 19 7.3 TABLE XVII Warning or letter. F % M % Total % 1. Warning 9 17.3 21 10.1 30 11.5 2. Letter 3 5.8 11 5.3 14 5.4 Total 12 23.1 32 15.4 44 16.9 10. Tilraunir til sjálfsmorðs og tími frá síðustu tilraun. Reynt var að kanna, í hve mörgum til- vikum þeir, sem sjálfsmorð frömdu, hefðu áður reynt að fremja sjálfsmorð og hve langt var um liðið. Af töflu XV sést, að 18 konur eða 34.6% höfðu reynt sjálfsmorð áður og 33 karlar eða 15.7%, eða alls 51 (19.5%). Stengel23 telur, að sjálfsmorðstilraunir séu ca. 8 (6-10) sinnum fleiri en sjálfs- morð. Athuganir á því, hve oft þeir, sem gera sjálfsmorðstilraun, fremja sjálfsmorð síð- ar eða gera tilraun, eru mjög breytilegar. Retterstöl og Strype10 komust að raun um, að 6.8% þeirra, sem tilraun höfðu gert, frömdu síðar sjálfsmorð, en 28% gerðu aðra tilraun. Hér var um hóp frá geðsjúkrahúsi að ræða og fjöldinn (6.8%) mun meiri, en fram hefur komið við aðrar kannanir.10 Engar kannanir liggja fyrir, svo vitað sé, um fjölda sjálfsmorðstilrauna á íslandi. 11. GeSsjúkdómar, ofnotkun áfengis og lyfja og sjálfsmorð í fjölskyldu. Reynt var að afla upplýsinga um geð- veiki og ofnotkun lyfja og áfengis hjá nán- um skyldmennum, þ. e. foreldrum, syst- kinum eða föður- eða móðurforeldrum. Tafla XVI sýnir, að um geðveiki var vitað í fjölskyldu 13.5% kvenna og 15.8% karla, en áfengis- eða lyfjanotkun í 5.8% fjölskyldna kvenna og 7.2% fjölskyldna karla. Um sjálfsmorð í fjölskyldu var vitað hjá 5.8% kvenna og 7.7% karla. 12. Aðvör,un, bréf. Reynt var að afla vitneskju um, hverjir af hópnum hefðu með orðum eða athöfn- um gefið í skyn fyrirætlun sína eða skilið eftir bréf, þar sem þeir staðfestu hana og tiltóku ástæðu. Þar eru ekki meðtaldir þeir, sem tilraun höfðu gert til sjálfs- morðs. Taflan sýnir, að alls hafi 30 gefið slíka aðvörun eða 11.5%. 14 (5,3 %) skildu eftir bréf, þar sem þeir staðfestu fyrirætlun sína og tiltóku ástæðu. NIÐURSTAÐA OG ÁLYKTANIR Tilgangur þessarar könnunar var að skoða þann hóp fólks, sem framdi sjálfs- morð á árunum 1962-1973 á íslandi, bera hann saman við aðra hópa, sem kannaðir hafa verið í öðrum löndum og reyna að kanna sérstaklega fylgni sjálfsmorða og geðsjúkdóma. Hópurinn er raunverulega ekki stór: 261 (52 konur og 209 karlar), en þó nægilega stór til að gera má samanburð um nokkur atriði við aðra. Helstu niðurstöður og áyktanir könnun- arinnar eru þessar:

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.