Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.04.1977, Page 40

Læknablaðið - 01.04.1977, Page 40
66 LÆKNABLAÐIÐ TABLE2 Sales of anorexics and psychostimulants in four Nordic Countries. Defined daily doses/1000 inhabit./day. Country Amfepramone (75 mg) Amphetamines (15 mg) Methylphenidate (30 mg) Finland 1972 0.7 0.001 0.00003 Norway 1972 0 0.03 0.01 Swedeti 1972 0.6 0.001 0 Iceland 1972 0.6 1.6 0.2 1973 0.4 1.1 0.1 1974 0.5 1.5 0.1 lyfið. Lyf þetta virðist hafa komið í stað barbítúrsambanda og mepróbamats. Óhætt er að fullyrða, að nokkur bót er að þessari breytingu, því að síðarnefndu lyfin hafa meiri hættur í för með sér en nítrazepam. Þess ber að geta, að Reykjavíkurlæknar ávísa meira magni af geðlyfjum en aðrir læknar á Norðurlöndum. Ávísanamagn lækna í Noregi og Reykjavík á benzódía- zepínsambönd hefur þó ekki aukist s.l. tvö ár. Hugsanlegt er, að upplýsingar og áróðursherferðir heilbrigðisyfirvalda og jafnframt takmarkanir á því lyfjamagni, sem heimilt er að ávísa hverju sinni, hafi einhver áhrif haft. Ljóst er, að íslenzkir læknar ávisa meira magni af amfetamíni, dexamfetamíni og metamfetamíni en læknar í nágrannalönd- um. Sem dæmi má nefna, að í Finnlandi var 11 sjúklingum ávísað amfetamínlyfj- um árið 1973.14 Með hliðsjón af þessaii könnun hefur verið gefin út auglýsing, sem takmarkar ávísanir lækna á amfeta- mín og skyld lyf við ákveðnar ábendingar (indicationes). Ábendingarnar eru eftir- farandi: 1. Narcolepsia. 2. Epilepsia. 3. Hyperkinesis. 4. Retardatio mentis. 5. Parkinsonismus. 6. Aðrar veigamiklar ástæður. Sams konar tilhögun hefur þegar verið innleidd annars staðar á Norðurlöndum, nema í Danmörku, og skýrir það að veru- legu leyti þann mismun, sem er á ávísuðu amfetamínmagni. Að lokum ber að geta þess, að sala sterkra ávanalyfja, svo sem heróíns, mor- fíns og skyldra lyfja er minni hér en á öðrum Norðurlöndum. RÁÐSTAFANIR VEGNA FÍKNI- EFNANEYZLU OG SAMSTARF VIÐ ÖNNUR YFIRVÖLD Landlæknisembættinu hafa alloft borist kvartanir um fíknilyfjaneyzlu unglinga. Aðstandendur hafa komið þessum kvört- unum á framfæri. Upplýsingar sama eðlis hafa einnig borist frá læknum. Samkvæmt bréfi lögreglustjórans í Reykjavík1 er sannað, að á vissu veitinga- húsi hefur alllengi farið fram dreifing á fíknilyfjum. Grunur leikur og á, að svo sé farið með fleiri veitingahús. Landlækn isembættið hefur ritað dómsmálaráðuneyt- inu bréf þess efnis, að nauðsynlegt sé að herða eftirlit með rekstri þessa veitinga- húss og augljóslega þurfi að gera eigend- ur veitingahúsa ábyrga, ef sannað er, að ofannefnt athæfi fari fram í húsum þeirra.- Málið mun vera í nánari athugun. Athugun hefur leitt í ijós, að verulegt magn af næsta hreinu amfetamíndufti og kannabisefnum hefur verið í umferð hér.:i Af þessari ástæðu hafa verið haldnir ó- formlegir fundir með fulltrúum sakadóms í ávana- og fíkniefnamálum og fíknilyfja- deild lögreglunnar. Af þeim gögnum, er fyrir liggja, er ljóst, að þessi efni berast til landsins einkum með þrennu móti. 1) Með íslenzkum flugfarþegum.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.