Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.04.1977, Side 62

Læknablaðið - 01.04.1977, Side 62
78 LÆKNABLAÐIÐ Ólalur Ólafsson, Almar Grímsson SALA GEÐLYFJA í FINNLANDI, ÍSLANDI, NOREGI OG SVÍÞJÓÐ 1971-1975 Á s.L ári var unnið að söfnun upplýsinga og úrvinnslu til samanburðar á sölu hinna ýmsu hópa geðlyfja á Norðurlöndum, nema í Danmörku. Ástæða þess að Danir tóku ekki þátt í þessu verki var sú, að tölur um heildarsölu þessara lyfja liggja ekki fyrir þar í landi. NIÐURSTÖÐUR Heildarsala geðlyfja umrædd 5 ár hefur verið fremur jöfn, en þó farið heldur minnkandi nema í Noregi. Verulegur mun- ur er á sölunni milli landa (mynd 1). SALES OF PSYCHOTROPIC DRUGS SAMANBURÐ AREININ G OG FLOKKUN Við þennan samanburð var notað hið svonefnda DDD skammtakerfi og EPhMRA lykill. DDD stendur fyrir „Defined Daily Dose“ og er föst viðmiðunartala, en ber alls ekki að taka sem þá skammtastærð, sem helst er mælt með. DDD er t. d. 10 mg fyrir díazepam, 30 mg fyrir klórdíazepoxíð og 0,1 g fyrir mebumal. EPhMRA lykillinn er anatómísk flokkun á lyfjum, sem að stofni til er unnin af European Pharmaceutical Marketing Re- search Association. Þessi lykill hefur svo verið útfærður fyrir frumkvæði Norsk Medisinal Depot með tveim efnafræðileg- um undirflokkum. Sem dæmi má nefna kódann fyrir díazepam: N Central nervous system N 05 Psycholeptics N 05 B Tranquillizers N 05 BA Benzodiazepin derivatives N 05 BA 01 Diazepam Til samanburðar var svo notuð einingin DDD/1000 íbúa/dag. LYFJAFLOKKAR Rannsókn þessi nær til svefnlyfja, ró- andi lyfja, sefandi lyfja (psychosedativa) og geðdeyfðarlyfja (antidepressiva). Örv- andi lyf (psychostimulantia) voru ekki tekin með, þar eð ákvæði um sölu og meðferð þeirra eru svo gerólík frá landi til lands. SF - Fnland I - lceland N - Norway S - Sweden 1971 1972 1973 1974 1975 Year í Noregi, Svíþjóð og íslandi er sala svefnlyfja og róandi lyfja (benzódíazepin ekki meðtalin) mjög svipuð, en mun minni í Finnlandi (mynd 2). Hin stöðuga sölu- minnkun á Islandi á m. a. rætur að rekja til eftirritunarskyldu og hámarksmagns á lyfseðli fyrir barbítúrsýrulyf og mepróba- SALES OF HYPNOTICS AND SEDATIVES

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.