Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1977, Blaðsíða 60

Læknablaðið - 01.08.1977, Blaðsíða 60
164 LÆKNABLAÐIÐ Auk þess fer skilningur og þekking á þeim sjúkdómum, sem við ekki ráðum við enn, stöðugt vaxandi. Þessar tækniframfarir hafa þó ekki eintómar jákvæðar hliðar. Tæknivæðing læknisfræðinnar hefir leitt af sér, að lækningar hafa í æ ríkara mæli flust inn á stofnanir, þar sem samband lækn- is og sjúklings hefur rofnað. Sjúkrastofn- anirnar hafa í æ ríkari mæli líkst verksmiðj- um og meira að segja hér á landi hefir því verið varpað fram, að þær ættu að sýna arð- semi. Við vitum ekki hvað er framundan, en Ijóst er, að þekking á eðli sjúkdóma og þekking á starfsemi mannslíkamans í heild á eftir að aukast og að sama skapi möguleikarnir á að grípa inn í og breyta. Enn ein ástæðan fyrir því, að miklar um- ræður hafa orðið um siðareglur lækna eru gagnrýni og árásir, sem stéttin hefir orðið fyrir. Af því tagi hefur bók Ivan lllich, Medical Nemesis, vakið hvað mestar umræður og deilur. Illich heldur því m.a. fram í bók sinni, að læknar valdi fleiri sjúkdómum með að- gerðum sínum og aðferðum, heldur en að þeir lækni og að bætt heilbrigðisástand sé fyrst og fremst betri kjörum og bættri aðbúð að þakka. Hann heldur því einnig fram, að læknisfræðin hafi tekið að sér hlutverk trú- arbragðanna og að læknar grípi í æ ríkari mæli inn í eðlilegan gang mannlífsins, bæði í lífi og dauða. Margt af því, sem Ivan lllich heldur fram í bók sinni, eru fullyrðingar og hálfsannleik- ur, en hún neyðir lesandann til að hugsa og taka afstöðu og þess vegna er hún læknum holl og gagnleg lesning. Við komumst ekki hjá, að taka afstöðu til hinna stærri vandamála mannkynsins, hung- urs, fáfræði, offjölgunar, mengunar, fram- leiðslu drápstækja o.s.frv. Allt þetta hefir áhrif á störf okkar, jafn vel þó þau séu fyrst og fremst fólain í að fást við sjúka einstaklinga, því þeir eru hluti af mannkyninu öllu og Ifðan hvers einstak- lings hefur á sinn hátt áhrif á líðan okkar allra. Sú gagnrýni, sem íslensk læknastétt hefir sætt að undanförnu, er í meginatriðum ekki frábrugðin því, sem erlendir félagar okkar hafa orðið fyrir. Hins vegar hefir þessi gagn- rýni oft beinst að ákveðnum, þó oftar ó- nefndum aðilum innan stéttarinnar eða á- kveðnum hópum innan hennar. Fjölmiðlar, einkum sum dagblaðanna, hafa varpað fram ýmsum spurningum og útfrá þeim alhæft um stéttina og fellt yfir henni dóm. Ýmsar spurningar í sama anda hafa verið lagðar fyrir höfund þessa greinarkorns af sjúklingum og kunningjum, af viðsemjendum um kaup og kjör: Er það rétt, að læknar séu ágjarnari en aðrir menn og krefjist meiri launa en gildi vinnu þeirra gefur tilefni til? Er það rétt, að læknar ávísi óhóflega miklu af lyfjum í þeim tilgangi aðallega, að koma sér undan því að tala við og skoða sjúklinga sína? Er það rétt að læknar séu öðrum mönnnum metorða- gjarnari og noti sér aðstöðu sína og sjúk- linga sína til þess að klifra hærra og hærra í metorðastiganum? Er það rétt, að læknar séu næsta tómlátir um breytingar og bætt skipulag í heilbrigðismálum, af ótta við að setja niður í stöðu og launum? Er áróður, sem læknar reka í fjölmiðlum, þar sem þeir boða trú á ákveðna lifnaðarhætti, alltaf á nægilega góðum rökum reistur? Hvernig er með viðhaldsmenntunina, rækja menn hana af kostgæfni, í samræmi við gerða samninga og Codex ethicus, eða eru þess dæmi, að þessi réttindi okkar til náms, hafi verið notuð, sem yfirskyn til lengingar á sumarleyfum? Svona mætti lengi telja, en þessar spurningar fólks, endurspegla þær ásakanir, sem komið hafa fram í fjölmiðlum. Auðveldasta aðferðin til að bregðast við árásum er sú, sem íslenskir læknar hafa oftast notað: að svara þeim ekki, en þá er hætt við, að þeir sem ásaka líti svo á að þögn sé sama og samþykki. Ekki virðast stjórnir læknafélaganna held- ur vera sérlega áhugasamar um að hrekja slíkar árásir á opinberum vettvangi. Stéttin er ekki yfir gagnrýni hafin og okk- ur ber skylda til að rannsaka hverja þá full- yrðingu, sem fram kann að koma um mis- ferli lækna og bregðast við á þann hátt, sem lög og siðareglur læknastéttarinnar mæla fyrir. Sé þeim lögum og reglum í einhverju ábótavant þarf umsvifalaust úr að bæta. Þessi vandamál verða rædd á læknaþingi ■1977 og höfundur vill eindregið hvetja þá, sem því geta við komið, að koma og hlusta á fyrirlestrana og taka virkan þátt í mál- fundinum. [23.08. 1977).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.