Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1978, Blaðsíða 74

Læknablaðið - 01.04.1978, Blaðsíða 74
88 LÆKNABLAÐIÐ ferðin á aspirinofnæmi og skyldum fyrir- bærum, sem tiltæk hefur verið, eru svo- kölluð ojnæmisþolprój. Þolprófin eru gerð á þann hátt, að sjúk- lingnum er gefið, sem hylki eða töflur, ákveðið magn af því efni, sem á að rann- saka og viðbrögð hans athuguð eða mæld, t.d. ef um astmaeinkenni er að ræða. Höfð er hliðsjón af ofnæmissögunni, þegar magn efnisins er ákveðið. Sjúklingurinn fær ekki að vita fyrirfram hvaða efni á að prófa, og stundum er notað placebo til að villa um fyrir honum. Einkenni koma oftast í ljós innan tveggja tíma eftir að efnisins er neytt, og ef engin einkenni ihafa komið í ljós eftir eina klukkustund er oftast óhætt að gefa nýjan og stærri skammt af efninu ef ástæða þyk- ir tií. MYND I. asa o'.lmg 1,'omg iomg loomg Mynd 1 sýnir þolpróf á 30 ára karlmanni, semi hefur haft langvinnar nefbólgur í nokkur ár. Bólgusveppir höfðu verið teknir tvisvar og hann hafði haft astma í hálft ár. Hanp hafði tvisvar fengið áköf astmaköst eftir töku magnyls við höfuðverk, og i bæði skiptin fékk hann ákaft nefrennsli, kláða í andlit, verk í efri hluta kviðarhols og uppköst. Með hliðsjón af sjúkrasögunni þótti ráðlegast að byrja með mjög lítinn skammt af ASA. Honum var gefið 0,1 mg, 1,0 mg og 10 mg með tveggja tíma milli- bili án þess að nokkur einkenni kæmu í ljós. Næsta dag fékk hann 100 mg af ASA. Hálfri stundu síðar fékk hann kláða í andlit, nefrennsli og astmaeinkenni, sem jukust jafnt og þétt næstu 90 mínúturnar, eða þar til meðferð var gefin. Á myndinni sést að FEVi,o lækkaði um rúmlega 20%. Ekkert er vitað um tíðni aspirinsofnæmis hér á landi en ef tíðnin væri svipuð og sú, er Settipane16 fann í Bandaríkjunum, ættu 2000 íslendingar að hafa þessi einkenni. Þó er mjög ólíklegt að talan sé svona há. Hér á landi -hef ég séð á annan tug sjúklinga með aspirinofnæmi og í tveimur tilfellum sýnt fram á, að sjúklingar fengju astma af benzosýru. Frá og með 1. mars 1977 tók gildi reglu- gerð um tilbúning og dreifingu matvæla og annarra neyslu- og nauðsynjavara. I reglugerð þessari er að finna lista yfir flokka matvæla, sem í eru rotvarnarefni og litarefni og má hafa þennan lista til hlið- sjónar, þegar sjúklingum eru gefnar ráð- leggingar um fæðuval. Sum matvæli inni- halda dálítið magn af ASA frá náttúrunnar hendi og kemur listi yfir þessi matvæli sjúklingunum einnig að nokkru haldi. Þetta er þó hvergi nærri fullnægjandi. Ná- kvæmar vörumerkingar myndu vera til mikilla bóta. Þá gætu sjúklingarnir lesið á umbúðum hverrar vöru, hvort í henni væri að finna efni, sem þeir ættu að forð- ast. Oft kemur fyrir, að sjúklingar lýsa sjúk- dómseinkennum, sem þeir telja sig hafa fengið af einstökum matvælum eða mat- vælahópum. Getur verið mjög erfitt að grafast fyrir um hvort raunverulega sé um ofnæmisviðbrögð að ræða og hvaða efni eigi þá hlut að máli. Vörumerkingar myndu þá stórlega bæta aðstöðu læknisins við ofnæmisgreininguna og í einstökum til- vikum geta forðað sjúklingum frá bráðum ofnæmisköstum eða jafnvel langvarandi sjúkdómseinkennum. SUMMARY Aspirin intolerance and allergic diseases Eighty six pat.ients with signs of aspirin intole- rance are described, concerninp both history and stcroid tireatment (table I). 54% were females. 63% had previous history of osthma bronchiale, 81% had chronic rhinitis and 37% nasal polyps and 44% had history of urticaria or anprioneurotic oedema. 65% of the asthmatic patients received long-term steroidtreatment. After oral dose of aspirin 51% of the patients developed asthma bronchiale and 40% urticaria or angioneurotic oedema. The causes of aspirin intolerance and its effects on nrostaglandin are discussed. Furthermore other analgetics, food colorants and preservatives which give similar symptoms are discussed, both investi- gations and treatments.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.