Læknablaðið - 01.04.1978, Blaðsíða 53
LÆKNABLAÐIÐ
73
vart þessum umhverfisþáttum. Tengsl mat-
aræðis og kólesteróls í blóði hafa verið
rækilega könnuð bæði með dýratilraunum,
manneldisrannsóknum og faraldsfræðileg-
um rannsóknum, eins og áður hefur verið
rakið í Læknablaðinu:l7 og viðar.:l(i Þessar
tilraunir hafa sýnt, að það er einkum
neyzla á mettaðri fitu og í minna mæli
neyzlan á kólesterólríkum fæðutegundum,
sem hækkar LDL-kólesteról í blóði. Hins-
vegar hefur ekki verið sannað óyggjandi
að breytt mataræði (þ.e. minnkuð neyzla á
mettaðri fitu og kólesteróli) dragi úr tíðni
kransæðasjúkdóma, enda þótt slíkt fæði
lækki LDL-kólesteról flestra um 15—25%.
Svar við þessari spurningu fæst varla á
næstu árum, því að flestar þær hóprann-
sóknir, sem nú eru í framkvæmd erlendis
taka flestallar mið af öðrum áhættuþáttum
um leið. Við verðum því að byggja á niður-
stöðum þeirra rannsókna, sem nú eru fyrir
hendi, bæði tilraunum í dýrum og mönn-
um, um líklegt notagildi slíkrar meðferðar.
Ráðgjafanefndir fjölmargra vestrænna
þjóða sem eiga við svipaða tíðni hjarta-
og æðasjúkdóma að stríða og íslendingar,
hafa talið rökir fyrir slíkri matarráðgjöf
nægilega sterk og hafa gefið út leiðbein-
ingar til almennings og yfirvalda hér að
lútandi00 eins og margrætt hefur verið á
undanförnum mánuðum. Hérlendis virðist
meðalgildi miðaldra fólks vera það hátt
(255 mg/dl fyrir karla70 og 256 mg/dl fyrir
konur)42 og fituneyzlan slík (um eða yfir
40% af hitaein. fæðisins fæst úr fitu)'17 að
full ástæða sé til að auka fræðslu til al-
mennings um æskilega samsetningu fæðis-
ins.
Þríglyseríðar
Tengsl þríglyseríða og æðakölkunar hafa
ekki verið könnuð nándar nærri eins ítai'-
lega og kólesteról, m.a. vegna þess, að ná-
kvæmar og auðveldar mælingaaðferðir á
þríglyseríðum komu fram mun seinna en
á kólesteróli. Þríglyseríðar hafa þó verið
mældir í nokkrum ferilrannsóknum frá
síðustu árum. Tvær þessara hóprannsókna,
frá Svíþjóð og Finnlandi, hafa bent til
þess að þríglyseríðar séu sjálfstæður á-
hættuþáttur. a.m.k. þegar gildið var rneir
en 150 mg/dl.11 71 Hinsvegar eru þríglyser-
íðar oft hækkaðir samfara hækkun á kól-
esteróli og þegar tekið var tillit til áhrifa
222 Controls
Mynd 5:
Cholesterol t
Both f
Triglyceride t
192 Patients
Cholesterol t
Both t
Triglyceride t
Tíðni hækkaðs kólesteróls og þríglyseríða
meðal 192 sjúklinga, sem fengið höfðu
kransæðastíflu og í samanburðarhópi (222).
Tölur fengnar úr hóprannsókn í Seattle.
kólesteróls í nokkrum ferilrannsóknum í
Bandaríkjunum, fannst ekki aukin áhætta
af hækkuðum þríglyseríðum.84 Þríglyser-
íðar finnast aðeins í óverulegu magni í
æðaskemmdunum, gagnstætt kólesteróli.
Vel má vera að það sé vegna þess, að
þríglyseríðar í blóðinu eru aðallega bundn-
ir very low density lipopróteini, sem er
miklu stærra mólekúl heldur en low den-
sity lipoprotein og því minni líkur á að
það síist inn í æðavegginn.
Retrospectivar rannsóknir á hópum sjúk-
linga, sem fengið hafa einkenni æðakölk-
unar, hafa 'hinsvegar flestar sýnt, að í
þessum sjúklingahópi finnast hækkaðir
þríglyseríðar mun oftar en í samanburðar-