Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1978, Blaðsíða 81

Læknablaðið - 01.04.1978, Blaðsíða 81
LÆKNABLAÐIÐ 93 HBsAg meðal þeirra 588 einstaklinga, sem grunaðir voru um litningagalla. Greind var ad undirgerð Ástraliu-anti- gens hjá 8 einstaklingum. Af þeim voru 6 blóðgjafar, einn sjúklingur með lifrarbólgu og þvottakona á einni rannsóknarstofu Landspítalans. Einn þeirra var blóðgjafi með mótefni í þynningu (titer) 1/4000 og við aðra mælingu á öðrum tíma (H. Heistö) var mótefnaþynning 1/10000. Annar var hjúkrunarfræðingur sem starfað hefur lengi hérlendis og erlendis. Hinn þriðji var í heimahúsi og rannsakaður vegna gruns um litningagalla. Lifrarpróf, (bilirubin, GOT, LDH og al- kaliskir fosfatasar), voru gerð á sex blóð- gjöfum með ABsAg og 14 nánum skyld- mennum þeirra, foreldrum og systkinum. Þessi próf sýndu gildi innan eðlilegra marka. Engin af þessum 14 skyldmennum smitberanna fannst með Ástralíu-antigen, en systir eins þeirra var með mótefni þess, HBsAb. Þeir 8 blóðgjafar, sem fundust með Ástr- alíu-antigen, voru karlmenn á aldrinum 25—30 ára. Af 8 sjúklingum með HBsAg voru 4 konur á aldrinum 17—30 ára og fjórir karlmenn 10—50 ára. Um 95% af blóðgjöfum á rannsóknar- tímabilinu eru karlmenn og 80% eru á aldrinum 18—39 ára (Table 4). NIÐURSTÖÐUR PRÓFESSORS B.S. BLUMBERGS OG SAMSTARFSMANNA í PHILADELPHIA í BANDARÍKJUN- UM (1975) Þeir rannsökuðu bæði með RIA (radio- immunoassay) og CIEP sýni frá 588 ein- staklingum, sem gerðar höfðu verið á litningarannsóknir. Þessir einstaklingar, sem voru bæði frá stofnunum og heima- húsum, voru einnig rannsakaðir í Blóð- bankanum fyrir Ástralíu-antigen. Við þess- ar rannsóknir fannst einn einstaklingur með HBsAg og hafði hann áður verið greindur í Blóðbankanum. Af 13 Ástralíu-antigen jákvæðum sýnum, sem greinst höfðu í Blóðbankanum og send voru til Philadelphia voru öll staðfest sem rétt greind. Af þessum sýnum frá 13 já- kvæðum einstaklingum voru 8 greind í ad undirflokk, en ay undirflokkur greindist ekki (sjá nánar skil). NIÐURSTÖÐUR DR. P. SKINHÖJ í KAUPMANNAHÖFN (1977) Hann rannsakaði 200 sýni frá Blóðbank- anum með RIA tækni. Hann fann tvo ein- staklinga sem voru Ástralíu-antigen já- kvæðir, sem ekki höfðu greinst í Blóðbank- anum, (1%) og 8 einstaklingar reyndust með mótefnið HBsAb (4%). Hann hafði áður rannsakað serum sýni frá 300 einstak- lingum (fengin frá Dr. med. Ib Person) og ekki fundið neitt þeirra jákvætt m.t.t. HBsAg. SKIL Tíðnin HBsAg, sem fundist hefur við rannsókn 11.149 blóðgjafa í Blóðbankan- um (Tafla 1) er lægst af þeim sem fund- ist hafa meðal blóðgjafa þeirra sex þjóða sem teknar eru til samanburðar (Tafla 3). Niðurstöðurnar í Töflu 3 ná til þjóða sem flestar eru íslendingum skyldar, hafa svip- aða heilbrigðishætti og flestar verið rann- sakaðar með sömu rannsóknatækni m.t.t. Ástralíu-antigens. Á fyrstu tveimur árum Ástralíu-antigen rannsókna hér á landi voru rannsakaðar 13.754 einingar blóðs og fannst HBsAg að- eins hjá einum blóðgjafa10. Þetta er 0.007% af heildarfjölda blóðeininga, sem rannsak- aðar vcru á tímabilinu. Sennilegt er að um 8000 blóðgjafar hafi lagt til sýnafjöldann á því 2ja ára tímabili. Telja verður, að sú tíðni af HBsAg hjá blóðgjöfum, sem skráð er í Töflu 1, gefi mun réttari mynd af tíðni lifrarbólguveiru B meðal íslenskra blóðgjafa, en fannst í fyrstu lotu þessara rannsókna10. Niðurstöður rannsókna fá- mennari og valdra hópa er lýst í töflu 1-2. Athyglisvert er, að af 8 sjúklingum sem greindir voru með HBsAg í Blóðbankanum, voru þrír erlendir. Af 3000 sjúklingum á deildarskiptu sjúkrahúsi í Reykjavík greindust fimm með HBsAg (0.167%) eða einn af hverjum 60010. Sú rannsókn náði til 89% af heildarfjölda þeirra sjúklinga sem innlagðir voru á rannsóknartímabilinu. Tveir af þessum 5 sjúklingum höfðu dval- ist á Spáni, annar 2V2 og hinn 3V2 mán- uði áður en þeir voru greindir með HBsAg og gulu10. Engin af þeim nánustu skyldmennum blóðgjafa með veiru B, sem rannsökuð voru, reyndust sýkt. Enn er óútkljáður á-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.