Læknablaðið - 01.04.1978, Blaðsíða 43
LÆKNABLAÐIÐ
65
4
Gunnar Sigurösson*
ÆÐAKÖLKUN OG ÁHÆTTUÞÆTTIR
Yfirlitsgrein
MEINAFRÆÐI
Æðakölkun (atherosclerosis) er skil-
greint morphologiskt sem flákar, sem
myndast í veggjum slagæða, einkum mið
og stærri æðanna, og einkennast af þykkn-
un í intima, sem samanstendur einkanlega
af fituútfellingum og bandvef. Á síðari stig-
um sjúkdómsþróunarinnar verða kalkanir
og blæðingar i flákunum.
Enn virðist margt á huldu um fyrstu stig
sjúkdómsins og hvað hrindi honum af stað.
Fiturákir („fatty streaks“) sjást oft i
slagæðaveggjum barna sem fullorðinna,
einkum í aðalslagæð. Þær einkennast af
fitufylltum frumum í intima, sem líklegast
eru upprunalega sléttar vöðvafrumur eða
átfrumum af óvissum uppruna.28 í stærri
fituflákum eru fituútfellingar einnig utan
frumnanna einkanlega sem kólesterólester.
Enn er deilt um, hvort þessar fiturákir séu
forstig að æðakölkun eða ekki.
Könnun á tíðni æðakölkunar við krufn-
ingar í mörgum löndum sýndi, að tíðni
„fatty streaks“ var mjög svipuð enda þótt
tíðni á „fibrous plaques“ væri mjög mis-
munanidi í þessum löndum.70 Einnig 'hefur
verið bent á, að talsverður munur er á
samsetningu kólesterólesteranna í „fatty
streaks“ og „fibrous plaques“," sem skýr-
ist þó af nýlegum uppgötvunum á umsetn-
ingu kólesteróls í frumunum.9 Nýleg rann-
sókn sýndi og fram á samfeldni (continu-
um) í efnis- og eðlissamsetningu fitunnar í
„fatty streaks“ og „fibrous plaques*1.35
Flestir eru því þeirrar skoðunar, að fitu-
rákirnar séu undanfari æðakölkunar, en
aðeins sumar þeirra verði að æðaskellum
síðar meir, og einungis ef vissir þættir, svo
sem kólesteról í blóði, séu ofan vissra
marka. Þessi kenning er og studd af til-
raunum í mörgum dýrategundum, þar sem
fiturákirnar hafa verið framkallaðar með
Rannsóknarstöð Hjartaverndar.
Greinin barst ritstjórn 7/1 1978.
því að fæða dýrin á kólesterólríku fæði, en
fiturákirnar hafa horfið, þegar dýrin hafa
að nýju verið sett á kólestersnautt fæði.:!
Haust og fleiri30 álíta, að „intimal
oedema“, sem sést sem gelatinous upp-
hækkun í intima, sé hið raunverulega for-
stig æðakölkunar. Þessu til stuðnings
benda þeir á. að „fibrous plaques“ hafa
oft gelatinous útjaðra, sem virðast vera
vaxtarstaðir skellunnar. Aðrir segja reynd-
ar að „intimal oedema" sé aðeins eitt stig
af fiturákum.
Bandvefsskellurnar („fibrous plaques")
eru höfuðeinkenni æðakölkunar. Þær sam-
anstanda af bandvefshúfu yfir mismiklum
fituútfellingum. í ofanálag geta svo orðið
sármyndanir, kalkanir, blæðingar og blóð-
segamyndun, sem ekki verður nánar rætt
í þessari grein. Fituútfellingarnar eru sam-
settar aðallega af kólesteróli, einkum
kólesterolester og fitusýrusamsetning
þeirra er mjög svipað og í „lowdensitylipo-
protein“ (LDL) í blóði, sem ber megnið af
kólesterólinu í blóðinu.07 Rannsóknir með
geislamerktu kólesteróli benda til að
a.m.k. tveir þriðju af kólesterólinu í þess-
um skellum sé komið frá lipoproteinum í
blóði.27 Með ónæmisfræðilegum aðferðum
hefur og verið sýnt fram á, að próteinhlut-
inn af „low density lipopróteini“ finpst í
skellum þessum til frekari staðfestu á, að
a.m.k. hluti af kólesterólinu er komið frá
blóði.07 114 Þríglyseríðar finnast hinsvegar
aðeins í litlum mæli í æðaskellunum. Þetta
hefur verið skýrt sem afleiðing af virku
hvatakerfi í æðaveggnum, sem brýtur nið-
ur þríglyseríðana.1 Önnur skýring getur og
verið, að þríglyseríðar í blóðinu eru aðal-
lega sem hluti af „very low density lipo-
protein" (VLDL), sem eru miklu stærri
sameindir en LDL og komast því ekki eins
auðveldlega inn í æðavegginn.
Því hefur verið haldið fram, að kólest-
erólsöfnunin í æðaskellunum sé sökum