Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1978, Blaðsíða 43

Læknablaðið - 01.04.1978, Blaðsíða 43
LÆKNABLAÐIÐ 65 4 Gunnar Sigurösson* ÆÐAKÖLKUN OG ÁHÆTTUÞÆTTIR Yfirlitsgrein MEINAFRÆÐI Æðakölkun (atherosclerosis) er skil- greint morphologiskt sem flákar, sem myndast í veggjum slagæða, einkum mið og stærri æðanna, og einkennast af þykkn- un í intima, sem samanstendur einkanlega af fituútfellingum og bandvef. Á síðari stig- um sjúkdómsþróunarinnar verða kalkanir og blæðingar i flákunum. Enn virðist margt á huldu um fyrstu stig sjúkdómsins og hvað hrindi honum af stað. Fiturákir („fatty streaks“) sjást oft i slagæðaveggjum barna sem fullorðinna, einkum í aðalslagæð. Þær einkennast af fitufylltum frumum í intima, sem líklegast eru upprunalega sléttar vöðvafrumur eða átfrumum af óvissum uppruna.28 í stærri fituflákum eru fituútfellingar einnig utan frumnanna einkanlega sem kólesterólester. Enn er deilt um, hvort þessar fiturákir séu forstig að æðakölkun eða ekki. Könnun á tíðni æðakölkunar við krufn- ingar í mörgum löndum sýndi, að tíðni „fatty streaks“ var mjög svipuð enda þótt tíðni á „fibrous plaques“ væri mjög mis- munanidi í þessum löndum.70 Einnig 'hefur verið bent á, að talsverður munur er á samsetningu kólesterólesteranna í „fatty streaks“ og „fibrous plaques“," sem skýr- ist þó af nýlegum uppgötvunum á umsetn- ingu kólesteróls í frumunum.9 Nýleg rann- sókn sýndi og fram á samfeldni (continu- um) í efnis- og eðlissamsetningu fitunnar í „fatty streaks“ og „fibrous plaques*1.35 Flestir eru því þeirrar skoðunar, að fitu- rákirnar séu undanfari æðakölkunar, en aðeins sumar þeirra verði að æðaskellum síðar meir, og einungis ef vissir þættir, svo sem kólesteról í blóði, séu ofan vissra marka. Þessi kenning er og studd af til- raunum í mörgum dýrategundum, þar sem fiturákirnar hafa verið framkallaðar með Rannsóknarstöð Hjartaverndar. Greinin barst ritstjórn 7/1 1978. því að fæða dýrin á kólesterólríku fæði, en fiturákirnar hafa horfið, þegar dýrin hafa að nýju verið sett á kólestersnautt fæði.:! Haust og fleiri30 álíta, að „intimal oedema“, sem sést sem gelatinous upp- hækkun í intima, sé hið raunverulega for- stig æðakölkunar. Þessu til stuðnings benda þeir á. að „fibrous plaques“ hafa oft gelatinous útjaðra, sem virðast vera vaxtarstaðir skellunnar. Aðrir segja reynd- ar að „intimal oedema" sé aðeins eitt stig af fiturákum. Bandvefsskellurnar („fibrous plaques") eru höfuðeinkenni æðakölkunar. Þær sam- anstanda af bandvefshúfu yfir mismiklum fituútfellingum. í ofanálag geta svo orðið sármyndanir, kalkanir, blæðingar og blóð- segamyndun, sem ekki verður nánar rætt í þessari grein. Fituútfellingarnar eru sam- settar aðallega af kólesteróli, einkum kólesterolester og fitusýrusamsetning þeirra er mjög svipað og í „lowdensitylipo- protein“ (LDL) í blóði, sem ber megnið af kólesterólinu í blóðinu.07 Rannsóknir með geislamerktu kólesteróli benda til að a.m.k. tveir þriðju af kólesterólinu í þess- um skellum sé komið frá lipoproteinum í blóði.27 Með ónæmisfræðilegum aðferðum hefur og verið sýnt fram á, að próteinhlut- inn af „low density lipopróteini“ finpst í skellum þessum til frekari staðfestu á, að a.m.k. hluti af kólesterólinu er komið frá blóði.07 114 Þríglyseríðar finnast hinsvegar aðeins í litlum mæli í æðaskellunum. Þetta hefur verið skýrt sem afleiðing af virku hvatakerfi í æðaveggnum, sem brýtur nið- ur þríglyseríðana.1 Önnur skýring getur og verið, að þríglyseríðar í blóðinu eru aðal- lega sem hluti af „very low density lipo- protein" (VLDL), sem eru miklu stærri sameindir en LDL og komast því ekki eins auðveldlega inn í æðavegginn. Því hefur verið haldið fram, að kólest- erólsöfnunin í æðaskellunum sé sökum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.