Læknablaðið - 01.04.1978, Blaðsíða 56
76
LÆKNABLAÐIÐ
ára. 'í iþeim hópi er vel líklegt, að áhættan
á æðakölkun sé au-kin.
Rannsókn, sem gerð var í Bandaríkjun-
um yfir 8 ára skeið („the University Group
Diabetes Program, U.G.D.P. study“) til að
meta gildi blóðsykurlækkandi meðferðar
í sykursjúkum leiddi í ljós hærri tíðni
kransæðadauðsfalla í þeim hópi, sem með-
höndlaður var með lyfjum (tolbutamide
eða phenformin), heldur en í þeim hópi,
sem meðhöndlaður var með mataræði ein-
göngu, en heildar dánartalan í báðum hóp-
unum var sú sama.108 28 Þessi niðurstaða
hefur leitt til þess, að í Bandaríkjunum
hefur verið varað við notkun þessara lyfja.
Rannsókn þessi hefur þó verið gagnrýnd
af mörgum vegna ýmissa galla í fram-
kvæmd hennar, sem of langt mál yrði að
rekja hér. Vísa ég til fjölmargra greina
um þessi mál.14 15 22
Nokkrar smærri hóprannsóknir, sem
gerðar hafa verið í Evrópu á notagildi
„oral agents“ hafa ekki staðfest niðurstöðu
U.G.D.P. um hærri kransæðadauða meðal
þeirra, sem meðhöndlaðir voru með lyfj-
um. Sumar þeirra hafa sýnt lægri dánar-
tölu í meðhöndlaða hópnum,12 00 en aðrar
ekki.48 Notagildi blóðsykurlækkandi með-
ferðar í sykursjúkum, einkum notkun lyfja
annarra en insulins, er því enn umdeild og
mismunandi afstaða sinn hvorum megin
Atlantsála.
Vegna gífurlegs kostnaðar er ólíklegt,
að önnur stærri U.G.D.P. rannsókn verði
gerð í náinni framtíð. Niðurstöður þessar-
ar umdeildu rannsóknar hafa þó leitt til
þess að hvetja frekar til megrunar og mat-
aræðis í meðhöndlun sykursjúkra („adult
onset“). Jafnframt hefur sú niðurstaða, að
dánartalan var ekki lægri í bezt meðhöndl-
aða hópnum, (sem að vísu var langt frá
því að hafa náð eðlilegum blóðsykri), hvatt
lækna til þess að einblína ekki á blóð-
sykurlækkandi meðferð eingöngu, heldur
meðhöndla aðra áhættuþætti, þegar þeir
eru til staðar. Þetta hefur einnig leitt til
þess, að í mataræðismeðferðinni verði einn-
ig gætt þess að draga úr neyzlu mettaðrar
fitu, sem hækkar kólesteról í blóði.40
Offita
Reynsla líftryggingafélaga hefur bent til
að offita auki líkurnar á hjarta- og æða-
sjúkdómum.10 Hóprannsóknir, svo sem í
Framingham1’"1 og 7 landa rannsókn Ancel
Keys o.fl.,50 hafa leitt í ljós verulega fylgni
milli líkamsþyngdar og blóðþrýstings, þrí-
glyseríða og kólesteróls og sykursýki er
einnig algengari í offeitum. Þegar áhættan
af völdum þessara þátta hefur verið dœg-
in frá, hefur ekki fundizt tölfræðilega auk-
in áhætta af völdum offitu, (mæld sem
hlutfallsleg þyngd miðað við hæð eða með
húðþykktarmælingum), fyrr en um veru-
lega offitu, 35—40%, er að ræða.03 Offita
virðist því ekki vera sjálfstæður áhættu-
þáttur, en sem fyrr segir, stuðlar hún
verulega að öðrum áhættuþáttum og eykur
þannig áhættuna óbeint.
Samkvæmt Framinghamrannsókninni
fer áhættan, sem bundin er offitu, minnk-
andi með aldri og 'hverfur að mestu ofan
við 65 ára aldur. Sama ferilrannsókn sýndi
og að offita eykur alls ekki líkurnar á
claudication intermittens, Iheldur koma
þessi einkenni æðakölkunar fremur fram í
grönnu fólki.:i:!
Samkvæmt rannsókn Hjartaverndar eru
nær 35% íslenzkra miðaldra karla of þung-
ir (meir en 10% ofar kjörþyngd) og borið
saman við mælingar Guðmundar Hannes-
sonar frá árinu 1923 hefur þyngd ísl. karl-
manna aukizt verulega á þessari öld.8 Því
má ætla. að aukin líkamsþyngd íslendinga
á þessu tímabili eigi talsverðan þátt í auk-
inni tíðni kransæðasjúkdóma á íslandi á
síðasta aldarfjórðungi.
Að forðast offitu er því líklega eitt öflug-
asta ráðið til að draga úr áhættu á krans-
æðasjúkdómum, enda þótt fullnaðarsönn-
un fyrir þessari fullyrðingu fáist vart á
næstunni. Framinghamrannsóknin sýndi,
að ef unnt væri að útrýma offitu mætti
búast við 25% minnkun á kransæðasjúk-
dómum.33
Erfðir
Flestum rannsóknum ber saman um, að
nánum aðstandendum („first degree rela-
tives“) sjúklinga, sem fengið hafa krans-
æðastíflu, er hættara en öðrum að fá sama
sjúkdóm.96 82 Þessi áhætta aðstandenda er
fimmföld, þegar viðkomandi sjúklingur er
karlmaður undir 55 ára og sjöföld, þegar
um konu á sama aldursskeiði er að ræða.00
Áhættan er minni meðal skyldfólks eldri
sjúklinga. Slack hefur reiknað út, að erfða-