Læknablaðið - 01.04.1978, Blaðsíða 92
100
LÆKNABLAÐIÐ
um, óvissa, en þó mögulega hjá 5 af þeim
9 sjúklingum sem til aðgerða komu.
Röntgenmyndir af háls- og brjósthrygg
voru teknar hjá öllum sjúklingunum og
hjá nokkrum EMG og taugaleiðnipróf
(nerve conduction). Slagæða- og bláæða-
mynd var gerð hjá 2 sjúklingum.
EINKENNI:
Einkenni byrjuðu af sjálfu sér hjá öll-
um utan ef til vill einum sjúklingi, sem
gaf sögu um að hafa dottið á þá hlið, sem
einkenni síðar komu frá. Sjúklingar þessir
höfðu haft einkenni frá 18 mánuðum upp
í 15 ár.
Þrír sjúklingar höfðu einkenni báðum
megin: Einn hefur þegar gengist undir að-.
gerð báðum megin, einn mun fara í síðari
aðgerðina bráðlega, en sá þriðji fékk eng-
an árangur af aðgerð og verður ekki gerð
önnur aðgerð hjá honum, enda sjúkdóms-
greiningin alltaf talin vafasöm hjá þeim
sjúklingi.
Table I.
Symptoms: 10 preoperative evaluations.
Lower n^ck-shoulder and arm pain....... 80%
Positional effects of arm ............. 60%
Numbness and paresthesias ............. 80%
Motor weakness of arms and hands .... 10%
Symptoms due to vascular compression . . 30%
ÁRANGUR.
Við mat á árangri var stuðst við umsögn
sjúklinga, en einnig við mat á hlutlægum
einkennum.
Við fimm aðgerðir var árangur talinn
ágætur og einkenni hurfu að fullu. Ein að-
gerðin gaf nokkra bót, en einkennin hurfu
ekki að fullu og við fjórar aðgerðir varð
engin breyting á einkennum. (Tafla II).
Engum sjúklinganna versnaði við aðgerð-
irnar.
Paresthesia eða dofi á innanverðum upp-
handlegg kom hjá 5 sjúklingum, líklega
vegna þrýstings á n. intercostobrachialis á
meðan á aðgerð stóð. Þetta gengur til
baka, en getur tekið nokkrar vikur. Þrír
sjúklingar fengu „peri-arthritis humero-
scapularis", en löguðust við stera og lido-
cain-sprautur.
Table II.
Results of 10 operations
(with 14—24 months follow up)
Exellent ....... 50% (2 patients had previous
scalenotomies)
Improved ....... 10%
Unimproved .... 40% (2 patients had previous
scalenotomies)
Worse............ 0%
Table III.
Complications.
Pneumothorax ............................. 3
Paresthesia of intercostobrachial nerve .... 5
Numbness of intercosobrachial nerve....... 1
Periarthritis humeroscapularis ........_. .. 3
UMRÆÐA.
Meðferð á sjúklingum með „thoracic
outlet syndrome" er ýmsum erfiðleikum
bundin og stafar það mest af eðli einkenn-
anna. Hlutlæg einkenni eru fá og erfitt
að meta kvartanir. Flest hlutlæg einkenni
stafa af þrýstingi á æðar, en flestar kvart-
anir eru vegna þrýstings á taugar og að
nokkru vegna þrýstings á slag- og bláæðar
og eru mismunandi eftir því hvar þrýstir á.
Taugaeinkenni:
Taugaeinkenni orsakast af togi eða þrýst-
ingi á lægri stofna eða mið-streng plexus
brachialis, sem er myndaður af fremri
kvíslum (rami anterior) 8. hálstaugar og
fyrstu brjósttaugar. Einkenni þessi eru
dofi, nálardofi (paresthesia) og minnkað-
ur kraftur, venjulega á ulnar-hluta hand-
leggs og handar.
Þrýstingur á slagæðar:
Þrýstingur á slagæðar veldur verkjum,
dofa, kulda, fölva og áreynsluverkjum
(claudicatio). Síðkomin merki um þrýst-
ing á slagæðar geta verið sár og drep
(gangrene).
Þrýstingur á bláæðar:
Þrýstingur á bláæðar veldur æðaþenslu,
bjúg og þreytu. Síðbúin einkenni geta ver-
ið segamyndun (thrombosis) í holhandar-
æð og bjúgur.