Læknablaðið - 01.04.1978, Blaðsíða 93
LÆKNABLAÐIÐ
101
MISMUNAGREINING
Við mismunagreiningu verður að meta
möguleg einkenni frá hálshluta mænu, svo
sem slitgigt (osteoarthritis), hryggjarliða-
bólgu (spondylitis), liðþófaskrið eða æxli.
Einnig þarf að meta einkenni frá út-
taugakerfi, svo sem þrýsting á n. medianus
við úlnlið („carpal tunnel“), þrýsting á
n. ulnaris við olnboga, taugasjúkdóma
(neuropathy) og áverka.
Fullkomið mat á sjúklingi, sem er grun-
aður er um „thoracic outlet syndrome“,
þarf að styðjast við röntgenmyndir af lung-
um, öxlum og hálsliðum. Slagæðamyndir,
bláæðamyndir og mænugangsmyndir má
taka ef sérstakar ástæður eru. Umtalsverð-
ur þrýstingur á taugar getur verið án
þrýstings á slagæð-.
SKIL
Sá árangur, sem náðst hefur í þeim litla
hópi, sem hér er fjallað um, verður að telj-
ast mjög viðunandi. í 60% aðgerðanna
fékkst bati og í þeim 40% sem ekki gáfu
árangur var greiningin talin óviss að áliti
taugasérfræðings. Helsti lærdómur af þess-
ari reynslu var sá að beita þarf meiri gagn-
rýni við val sjúklinga í þessa aðgerð.
Samkvæmt reynslu annarra hafa æða-
myndir lítið hjálpað, en electromyo-
grafía“ og taugaleiðnipróf verið gagnleg5.
Aðferðin, sem notuð var við þessar að-
gerðir, hefur mikla kosti umfram „scaleno-
tomy“ og aðrar eldri aðgerðir. Tæknilega
er brottnám á fyrsta rifi um holhönd frem-
ur auðveld og fljótgerð (60 — 80 mín.) og
góð yfirsýn fæst yfir rif, æðar og taug-
ar. Þá má einnig nema brott hálsrif um
þennan skurð. Skurðsár er ekki lýtandi og
aukakvillar eru flestir skammvinnir.
SUMMARY
Experience with 10 first rib reséctions
through transaxillary approach is presented.
Symptoms, signs and etiology is briefly discuss-
ed. The results were exellent in 50%, 10% were
improved, 40% were unimproved. no patient
was made worse by the operation. Complica-
tions were few and none serious.
HEIMILDIR:
1) Clagett. O.T.:
Presidential Address: Research and Pro-
research. J. Thor Cardiov. Surg. 44: 153.
1962.
2) Nelson R.M., Davis RW.:
Thoracic outlet compression syndrome.
Ann. Thorac. Surg. 8: 437, 1969.
3) Peet, R.M., et al:
Thoracic-Outlet Syndrome. Evaluation of a
Therapeutic Exercise Program, Proc. Mayo
Clin. 31: 281-287 (May.) 1956.
4) Roos. D.B.:
Transaxillary Approach for First Rib Resec-
tion to Relieve Thoracic Outlet Syndrome.
Ann. Surg. 163: 354-358 (March) 1966.
5) Sadler, Theodore, et al:
Thoracic Outlet Compression. Application of
Positional Arteriography and Nerve Con-
duction Studies. Am. J. of Surg. 130: 704-
706 Dec. 1975.
6) Thoracic Outlet Syndrome, Ciba Clinical
Symposia. Vol. 23. Nr. 2, 1971.