Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.04.1978, Side 54

Læknablaðið - 01.04.1978, Side 54
74 LÆKNABLAÐIÐ hópi (sjá mynd 5) og jafnvel oftar en haekkað kólesteról.3103 Því má vera, að sumum einstaklingum (undirhóp) með hækkaða þríglyseríða sé hættara en öðrum að fá æðakölkun. Vel má vera að lipo- proteinskipti þessa undirhóps séu afbrigði- leg og þá einkum umbreyting VLDL í LDL, sem á sér stað undir eðlilegum kringumstæðum.01116 Þessar mismunandi niðurstöður frá feril- rannsóknum (prospective) og retrospective hóprannsóknum hafa því ekki verið fylli- lega skýrðar, en eins og vikið var að áður í þessari grein, þá verða áhættuþættir sem slíkir einungis fundnir með prospective ferilrannsóknum og skv. niðurstöðum flestra þeirra geta hækkaðir þríglyseríðar í blQði ekki kallast sjálfstæður áhættuþátt- ur. ílinsvegar er af öðrum ástæðum ráðlegt að meðhöndla verulega hækkun á þri- glyseríðum.35 Sykursýki og skert sykurþol Slagæðaskemmdir í sykursjúkum eru ekki frábrugðnar þeim, sem koma fram hjá öðrum sjúklingum með æðakölkun og engin tengsl virðast vera milli þessara slagæðaskemmda og hinna einkennandi smáæðaskemmda (microangiopathy) í syk- ursýki. Dánartölur frá Joslin sykursýkisdeild- inni í Boston (1964) sýndu, að æ fleiri sykursjúkir dóu úr kransæðasjúkdómum í stað bráðra fyleikvilla sykursýkinnar, eins og áður var. Samanburður við hóp fólks úr sama fylki sýndi, að dánartala af völdum kransæðasjúkdóma var hærri meðal hinna sykursjúku23 og svipuð varð niðurstaða líf- tryglingafélaga.32 Reynsla frá stórri sykur- sýkisdeild í London (Kings College) hefur þó ekki staðfest þessa auknu tíðni krans- æðasiúkdóma í sykursjúkum.73 Krufning- ar hafa einnig gefið til kynna, að merki æðakölkunar fyndust mun oftar í sykur- siúkum en öðrum.8 Einkum var sá munur sláandi í æðum í fótum, sem kemur vel he|m við kliniska reynslu flestra. í Framinghamrannsókninni var blóð- sykur mældur í þátttakendum, þegar þeir komu til skoðunar, þ.e. þeir voru ekki fast- andi, en formlegt sykurþolspróf var ekki gert. I Framingham voru þeir úrskurðaðir sykursjúkir, sem höfðu blóðsykur meir en 160 mg/dl a.m.k. tvisvar eða voru þegar á meðferð vegna sykursýki. Rannsókn þessi sýndi, að sykursjúkum var hættara við að fá einkenni æðakölkunar, einkum claudi- cation intermittens (sjá mynd 6).1028 í ferilrannsóknum í Tecumseh í Banda- ríkjunum og i Bedford í Englandi var sykurþolspróf gert í upphafi rannsóknar. Þessar rannsóknir sýndu einnig, að hópn- um með skert sykurþol var hættara við að fá einkenni æðakölkunar, en hvorug þessara hóprannsókna sannaði að skert sykurþol væri sjálfstæður áhættuþáttur.21 56 Skert sykurþol hefur fundizt i stórum hópi sjúklinga, sem þegar hafa einkenni æðakölkunar.70 Þess ber þó að geta, að skert sykurþol í sjúklingi með nýlega kransæðastíflu getur verið afleiðing hjarta- áfallsins og verður prófið oft eðlilegt sé það endurtekið siðar.21 Þegar rætt er um forspárgildi sykurþols- prófs ber að hafa í huga takmakanir þessa prófs.04 44 Mörkin milli eðlilegs og skerts sykurþols eru tölfræðilega ákvörðuð og mismunandi mörk hafa verið notuð. Lítils- háttar breytingar á mörkunum hafa veru- leg áhrif á tíðni skerts sykurþols. Einnig eru verulegar breytingar á sykurþoli ein- staklinga frá degi til dags. í þremur hóp- rannsóknum, þar sem sykurþolspróf ’hefur verið endurtekið eftir 5—10 ár, hefur kom- ið í Ijós, að 8—40% þeirra, sem höfðu skert sykurþol í upphafi rannsóknarinnar höfðu fengið kliniska sykursýki.44 Um það bil þriðjungur hópsins hafði hinsvegar eðli- legt sykurþol (án þess að hafa notið nokk- urrar meðferðar) og annar þriðjungur hafði skert sykurþol svipað og áður. Á þessu stigi má segja, að flestir séu sammála um, að klinisk sykursýki, þ.e. hækkaður fastandi blóðsykur, auki likurn- ar á að viðkomandi fái æðakölkun. Hins- vegar eru skiptar skoðanir um hvort skert sykurþol með eðlilegum fastandi blóðsykri sé sjálfstæður áhættuþáttur,43 og af fram- ansögðu virðist aðeins minni hluti þessa hóps fá kliniska sykursýki a.m.k. innan 10 Mynd 6: Nýgengi hjarta- og æðasjúkdóma meðal sykursjúkra og annarra í Framingham- rannsókninni, aldur 45—74 ára.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.