Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1978, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 01.04.1978, Blaðsíða 7
LÆKNABLAÐIÐ 43 Sverrir Bergmann og Kjartan R. GutSmundsson MOTOR NEURON DISEASE (M.N.D.)* ( Hrey fitaugungss j úk dómur) Faraldsfræðileg rannsókn á sjúkdómnum á íslandi á tímabilinu 1951—1970. INNGANGUR. Motor neuron disease (M.N.D.) er kunn- ur um allan heim. Orsök sjúkdómsins, hvort heldur er ein eða fleiri, er hinsvegar jafn óþekkt nú og þegar Aron og Duchenne (1850) lýstu P.M.M.A. og Charcot (1865) ALS.710 4-. M.N.D. hefur frá árinu 1949 verið óviðurkennt samheiti hinna ýmsu og oft ólíku sjúkdómsmynda, er fram koma við sjúkdóma í motor neuron kerfi, allt eftir því hvar í þessu kerfi sjúkdómur- inn byrjar kliniskt og hvernig og hve hratt hann breiðist til annarra hluta þess.9 30 Þessar einstöku sjúkdómsmyndir eru: 1. Amyotrophic lateral sclerosis (ALS). 2. Progressive spinal muscular atrophy eða réttara progressive myelopathic muscular atrophy (hér eftir skamm- stafað PMMA). 3. Progressive bulbar paralysis (hér eft- ir skammstafað PBP). 4. Progressive muscular atrophy (PMA). 5. Progressive lateral sclerosis (hér eft- ir skammstafað PLS). Hér er um kliniska skiptingu að ræða og hún var almennt notuð sem slík eingöngu fram til ársins 1949, er M.N.D. hugtakið bættist við. Ástæðan til þessarar breyting- ar var sú, að athuganir höfðu sýnt að margir sjúklingar, sem réttilega höfðu haft á sér einhverja fyrrnefnda sjúkdómsgrein- ingu (1—5), fengu smám saman einkenni um frekari útbreiðslu sjúkdóms innan motor neuron kerfisins en þessar einstöku sjúkdómsgreiningar samkvæmt ofanskráðu, gáfu nægjanlega til kynna.30. Á síðustu 10 árum, hefur aftur gætt nokkurrar tilhneigingar í þá átt að nota * Frá Taugasjúkdómadeild Landspítalans. einstök greiningarheiti fremur en hugtakið M.N.D. Einkum er þetta svo eftir að Kug- elberg og Welander25 lýstu syndromi því. sem síðar er við þau kennt, og svo aðrir höfundar afbrigðilegum myndum þess5 34- 35 30 47. Þá hefur ekki verið venja að setja Wernig-Hoffmann sjúkdóm undir hugtakið M.N.D., enda þótt þar sé um að ræða sjúk- dóm í motor neuronum.10 30. Rannsókn okkar á M.N.D. á íslandi á tímabilinu 1951—1970 fylgir hefðbundn- um faraldsfræðilegum leiðum í þeim til- gangi að afla upplýsinga um, hvert sé al- gengi og nýgengi þessa sjúkdóms, hvort hann sé ættgengur, hvernig hann skiptist milli kynja, hvenær og hvernig hann byrji og hversu hann þróist, hverjar séu horfur cg hver dánartala. Annar megintilgangur þessarar rann- sóknar okkar var að sannprófa réttmæti þeirra einstöku sjúkdómsheita, er að fram- an greinir. Það eru einkum þeir sjúklingar, sem hafa hægfara þróun á sínum M.N.D., sem ganga undir hinum ýmsu sjúkdóms- heitum (2—5). Hér voru 11 sjúklingar, sem lifað höfðu lengur en í 10 ár og allt upp í 24 ár. EFNl OG AÐFERÐ. Við fundum 42 sjúklinga, 25 karlmenn og 17 kcnur, sem á tímabilinu 1951—1970 höfðu fengið á sig sjúkdómsgreininguna: a) ALS 33 sjúklingar, b) M.N.D. 7 sjúk- lingar, c) PMA 1 sjúklingur, d) PBP 1 sjúklingur. Efnis þessa var aflað með því að fá upplýsingar 1) frá sjúkrahúsum í Reykjavík og stærri sjúkrahúsum úti á landi, 2) með bréfaskriftum við flesta hér- aðslækna, c) með athugunum á krufninga- skýrslum Rannsóknarstofu Háskólans og d) með athugun dánarvottorða. Skilyrði fyrir greiningu á primærum M.N.D. voru þessi:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.