Læknablaðið - 01.04.1978, Blaðsíða 78
90
LÆKNABLAÐIÐ
FRÁ STJÓRN L. 1.
Stjórn L. í. hefur óskað eftir að eftirfar-
andi verði birt í blaðinu:
Stjórn Læknafél. Islands,
Gerðardómur Læknafél. Islands,
DOMUS MEDICA, REYKJAVlK.
Reykjavik 10. desember 1977.
I framhaldi af bréfi lögmanns mins, Inga R.
Helgasonar hrl. til stjórnar Læknafélags ís-
lands, dags. 15. sept. 1977 og með hliðsjón af
því, sem síðar hefur gerst leyfi ég mér hér
með að skrifa stjórn Læknafélagsins og Gerð-
ardómi Læknafélagsins þetta bréf.
Það var mér að sönnu gleðiefni hvernig nú-
verandi stjórn Læknafélags Islands brást við
bréfi lögmannsins og ekki síður afgreiðsla að-
alfundur Læknafélagsins, sem stóð yfir í sept-
ember s.l., á málinu, sem stjórnin lagði fyrir
fundinn.
Af þessum viðbrögðum tel ég ljóst, að lækn-
ar harmi almennt þau atvik, er leiddu til
þessara málaferla og þann óskiljaniega drátt,
sem hefur orðið á þessum málarekstri fyrir
Gerðardómi félagsins nú um 7 ára skeið.
Þar sem nú hefur verið ákveðið að birta í
Læknablaðinu forsendur og dómsorð í Gerð-
ardómsmáiinu nr. 1/1970: Daníel Danielsson
gegn Gísla G. Auðunssyni og Ingimari S. Hjálm-
arssyni þá vil ég lýsa yfir, að þar með er
lokið af minni hálfu öllum máisýfingum á
hendur þeim læknum Gísla og Ingimari út af
hinum leiðu atvikum á Húsavík.
Kærumál mín gagnvart þáverandi stjórn
Læknafélags Islands, sem ekki hafa verið tek.
in fyrir í Gerðardóminum í rúm sex ár voru
þó mun alvarlegri en málin gegn læknunum,
bæði fyrir mig persóhulega og aimennt fyrir
læknastéttina í heild. Nú hefur nýskipaður
Gerðardómur í framhaldi af ályktun aðalfund-
ar Læknafélagsins ákveðið þinghöld í þeim
málum og er tekinn til að búa sig undir lög-
lega meðferð þeirra.
Þar eð ég hins vegar með skírskotun til
eftirgreindra atriða:
1) Ályktun aðalfundar Læknafélags Islands:
„Aðalfundur Læknafélags Islands, haldinn
í Reykjavík 15.—17. sept. 1977 harmar þann
ótrúlega drátt, sem orðinn er á afgreiðslu
máls Daníeis Daníelssonar og skorar á
stjórnina að sjá til þess, að málinu verði
lokið nú þegar".
2) Álit Gerðardóms L. 1. gerðardómsmálsins
nr. 1/1970: „Hér hefur stjórn L.I. ekki
sýnt nægilega árvekni í sambandi við 1.
málsgrein 11. gr. laga L. I., sem felur henni
að „vera á verði um hag íslenzku lækna-
stéttarinnar, félaga hennar og einstaklinga“.
3) Álitsgerð stjórnar L. í. hinn 20. jan. 1971:
„Telur stjórn L. I. svo skipuð, að fyrrver-
andi stjórn hafi að veruiegu leyti brugðist
skyldum sinum skv 11. gr. laga L. 1. að veita
Daníel félagslegan og fjárhagslegan stuðn-
ing til að ná rétti sínum gagnvart atvinnu-
veitanda".
4) Stnðfesting Helga Þ. Valdimarssonar í grein-
argerð hans 24. júlí 1971 um hlut stjórnar
L. í. að brottvikningu minni: „Öll þessi
atriði voru rækilega könnuð af stjórn L. í„
og eins og í pottinn var búið hefði verið ó-
verjandi að halda þessari vitneskju leyndri
fvrir ábyrgum aðiljum á Húsavík, sem vildu
fá upplýsingar um þessi atriði"......Þessi
vitneskja hefur vitaskuld verið þung á met-
unum. þegar sjúkrahússtjórn ákvað að segja
D'lníel upp“.
tel að fyrir liggi skjalfest staðfesting á megin-
atriðum kæru minnar, hefi ég. að ráði lög-
manns míns ákveðið að falla frá kröfu um
frekari rekstur málsins fyrir Gerðardómi, en
mun láta nægja, að bréf þetta verði birt í
Læknablaðinu hið fyrsta.
Þegar ég nú iýsi mig fúsan til að fella nið-
ur mál þessi, er mér það að sjálfsögðu efst í
huga. að sú von mín megi rætast, að atvik
sem þau, er þar greinir komi ekki aftur fyrir
hjá íslenzkri læknastétt.
Virðingarfyllst,
Damíel Daníelsson.
(Sign.)