Læknablaðið - 01.04.1978, Blaðsíða 38
64
LÆKNABLAÐIÐ
FRÁ LÆKNAFÉLAGI
AKUREYRAR
Aðalfundur 1978
var haldinn 2. jan. I stjárn voru kjörnir Ólafur
Hergill Oddsson, formaður, Magnús Stefáns-
son, varaformaður, Brynjólfur Ingvarsson, rit-
ari, Kristinn Eyjólfsson, gjaldkeri, og vara-
menn Arnar Hauksson og Eggert Briem.
Fulltrúi á aðalfund L.I. til tveggja ára var
kjörinn Ólafur Hergill Oddsson og til vara
Magnús Stefánsson.
Fráfarandi stjórn bar upp þá tillögu á fund-
inum, að prófessor Jón Steffensen yrði kjörinn
heiðursféiagi vegna margra vísindalegra verð-
leika og kennslustarfa. Prófessor Jón er annar
af tveim núlifandi. stofnendum félagsins, en það.
var stofnað.á heimili Steingríms Matthíassonar,
læknis, þann 6. nóv. 1934. Var tillaga stjórnar-
innar samþykkt einróma.
Starfsárið 1977.
Aðalfundur var haldinn 10. jan. 1977.
Á árinu voru haldnir 5 fundir, einn þeirra
fjallaði fyrst og fremst um félagsmái, á þrem-
ur voru haldin fræðileg erindi, og á síðasta
fundinum, sem haldinn var 9. des. s.l., mætti
Páll Þórðarson, framkvæmdastjóri læknafélag-
anna, og kynnti nýgerða dómsátt í samningum
lausráðinna sjúkrahúslækna. Á þeim fundi var
einnig rætt um stöðuna í samningum heimilis-
lækna utan Reykjavíkur og kom fram megn
óánægja með seinaganginn í þeim samningum.
Sjö stjórnarfundir voru haldnir á árinu.
HEIÐURSFÉLAGAR L.A.
Helgi Skúlason Jcn Steffensen
Félagatal.
Um áramótin 1977-1978 voru félagar 38, að
meðtöldum héiðursfélaga, Helga Skúlasyni,
augnlækni í Reykjavik.
Einn félagi hefur hætt störfum á árinu sök-
um aldurs og lasleika og er Það Árni B. Árna-
son, héraðslæknir á Grenivík.
Fimm læknar hafa gengið úr félaginu, en
þeir hafa allir horfið til starfa annars staðar
og í félagið gengu átta læknar, og hafa félag-
ar aldrei verið jafn margir og nú.
Lagabreyting
Fráfarandi stjórn hafði endursamið lög' fé-
Irgsins og voru þau lögð fram á aðalfundinum
2. jan.
Helztu orsakir þess að nauðsynlegt var talið
að endursemja lögin voru þær, að endurskoð-
un laga Læknafélags íslands .stendur nú yfir
og var því nauðsynlegt að fella lög Læknafé-
lags Akureyrar áð hinum nýju lögum L.I. Enn-
fremur voru gömlu lögin full óljós og óná-
kvæm á ýmsum stöðum, og er reynt að ráða
bót á því.
Ætlunin er að lagafrumvarpið verði til at-
hugunar á yfirstandandi ári og lögin verði bor-
in upp á næsta aðalfundi i jan. 1979.
Kjaramál
Samningar eru allir meira og minna í lausu
lofti og virðast nú engir læknar á Akureyri
hafa samninga til að fara eftir, nema heilsu-
gæzlulæknarnir.
Stjórn Læknafélags Akureyrar hefur enga
beina aðild átt að samningum lausráðinna
sjúkrahúslækna og ekki heldur stjórn Fjórð-
ungssjúkrahússins á Akureyri.
Lögð var fram tillaga um breytingar á gild-
andi lögum, þannig að stjórn félagsins verði
kleift að vinna að því, að samningar náist um
stöðu og rétt félagsmanna, er vinna við Fjórð-
ungssjúkrahúsið.
Áfengismál.
Stjórnin átti í haust fund með forráðamönn-
um nýstofnaðra landssamtaka áhugamanna um
áfengisvarnir, ásamt nokkrum félögum úr AA
deildinni hér á Akureyri. Kom fram á þessum
fundi áhugi á stofnun afeitrunarstöðvar á, eða
í nágrenni Akureyrar. Kom þar fram sú skoð-
un, að vel mætti sameina rekstur slíkrar stöðv-
ar annarri starfsemi Kristneshælis, ef nægileg-
ur fjárhagslegur grundvöllur fengist. Lýsti
stjórn félagsins yfir vilja sínum til þess að
stuðla að stofnun slíkrar stöðvar.