Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.04.1978, Side 38

Læknablaðið - 01.04.1978, Side 38
64 LÆKNABLAÐIÐ FRÁ LÆKNAFÉLAGI AKUREYRAR Aðalfundur 1978 var haldinn 2. jan. I stjárn voru kjörnir Ólafur Hergill Oddsson, formaður, Magnús Stefáns- son, varaformaður, Brynjólfur Ingvarsson, rit- ari, Kristinn Eyjólfsson, gjaldkeri, og vara- menn Arnar Hauksson og Eggert Briem. Fulltrúi á aðalfund L.I. til tveggja ára var kjörinn Ólafur Hergill Oddsson og til vara Magnús Stefánsson. Fráfarandi stjórn bar upp þá tillögu á fund- inum, að prófessor Jón Steffensen yrði kjörinn heiðursféiagi vegna margra vísindalegra verð- leika og kennslustarfa. Prófessor Jón er annar af tveim núlifandi. stofnendum félagsins, en það. var stofnað.á heimili Steingríms Matthíassonar, læknis, þann 6. nóv. 1934. Var tillaga stjórnar- innar samþykkt einróma. Starfsárið 1977. Aðalfundur var haldinn 10. jan. 1977. Á árinu voru haldnir 5 fundir, einn þeirra fjallaði fyrst og fremst um félagsmái, á þrem- ur voru haldin fræðileg erindi, og á síðasta fundinum, sem haldinn var 9. des. s.l., mætti Páll Þórðarson, framkvæmdastjóri læknafélag- anna, og kynnti nýgerða dómsátt í samningum lausráðinna sjúkrahúslækna. Á þeim fundi var einnig rætt um stöðuna í samningum heimilis- lækna utan Reykjavíkur og kom fram megn óánægja með seinaganginn í þeim samningum. Sjö stjórnarfundir voru haldnir á árinu. HEIÐURSFÉLAGAR L.A. Helgi Skúlason Jcn Steffensen Félagatal. Um áramótin 1977-1978 voru félagar 38, að meðtöldum héiðursfélaga, Helga Skúlasyni, augnlækni í Reykjavik. Einn félagi hefur hætt störfum á árinu sök- um aldurs og lasleika og er Það Árni B. Árna- son, héraðslæknir á Grenivík. Fimm læknar hafa gengið úr félaginu, en þeir hafa allir horfið til starfa annars staðar og í félagið gengu átta læknar, og hafa félag- ar aldrei verið jafn margir og nú. Lagabreyting Fráfarandi stjórn hafði endursamið lög' fé- Irgsins og voru þau lögð fram á aðalfundinum 2. jan. Helztu orsakir þess að nauðsynlegt var talið að endursemja lögin voru þær, að endurskoð- un laga Læknafélags íslands .stendur nú yfir og var því nauðsynlegt að fella lög Læknafé- lags Akureyrar áð hinum nýju lögum L.I. Enn- fremur voru gömlu lögin full óljós og óná- kvæm á ýmsum stöðum, og er reynt að ráða bót á því. Ætlunin er að lagafrumvarpið verði til at- hugunar á yfirstandandi ári og lögin verði bor- in upp á næsta aðalfundi i jan. 1979. Kjaramál Samningar eru allir meira og minna í lausu lofti og virðast nú engir læknar á Akureyri hafa samninga til að fara eftir, nema heilsu- gæzlulæknarnir. Stjórn Læknafélags Akureyrar hefur enga beina aðild átt að samningum lausráðinna sjúkrahúslækna og ekki heldur stjórn Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri. Lögð var fram tillaga um breytingar á gild- andi lögum, þannig að stjórn félagsins verði kleift að vinna að því, að samningar náist um stöðu og rétt félagsmanna, er vinna við Fjórð- ungssjúkrahúsið. Áfengismál. Stjórnin átti í haust fund með forráðamönn- um nýstofnaðra landssamtaka áhugamanna um áfengisvarnir, ásamt nokkrum félögum úr AA deildinni hér á Akureyri. Kom fram á þessum fundi áhugi á stofnun afeitrunarstöðvar á, eða í nágrenni Akureyrar. Kom þar fram sú skoð- un, að vel mætti sameina rekstur slíkrar stöðv- ar annarri starfsemi Kristneshælis, ef nægileg- ur fjárhagslegur grundvöllur fengist. Lýsti stjórn félagsins yfir vilja sínum til þess að stuðla að stofnun slíkrar stöðvar.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.