Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.04.1978, Qupperneq 56

Læknablaðið - 01.04.1978, Qupperneq 56
76 LÆKNABLAÐIÐ ára. 'í iþeim hópi er vel líklegt, að áhættan á æðakölkun sé au-kin. Rannsókn, sem gerð var í Bandaríkjun- um yfir 8 ára skeið („the University Group Diabetes Program, U.G.D.P. study“) til að meta gildi blóðsykurlækkandi meðferðar í sykursjúkum leiddi í ljós hærri tíðni kransæðadauðsfalla í þeim hópi, sem með- höndlaður var með lyfjum (tolbutamide eða phenformin), heldur en í þeim hópi, sem meðhöndlaður var með mataræði ein- göngu, en heildar dánartalan í báðum hóp- unum var sú sama.108 28 Þessi niðurstaða hefur leitt til þess, að í Bandaríkjunum hefur verið varað við notkun þessara lyfja. Rannsókn þessi hefur þó verið gagnrýnd af mörgum vegna ýmissa galla í fram- kvæmd hennar, sem of langt mál yrði að rekja hér. Vísa ég til fjölmargra greina um þessi mál.14 15 22 Nokkrar smærri hóprannsóknir, sem gerðar hafa verið í Evrópu á notagildi „oral agents“ hafa ekki staðfest niðurstöðu U.G.D.P. um hærri kransæðadauða meðal þeirra, sem meðhöndlaðir voru með lyfj- um. Sumar þeirra hafa sýnt lægri dánar- tölu í meðhöndlaða hópnum,12 00 en aðrar ekki.48 Notagildi blóðsykurlækkandi með- ferðar í sykursjúkum, einkum notkun lyfja annarra en insulins, er því enn umdeild og mismunandi afstaða sinn hvorum megin Atlantsála. Vegna gífurlegs kostnaðar er ólíklegt, að önnur stærri U.G.D.P. rannsókn verði gerð í náinni framtíð. Niðurstöður þessar- ar umdeildu rannsóknar hafa þó leitt til þess að hvetja frekar til megrunar og mat- aræðis í meðhöndlun sykursjúkra („adult onset“). Jafnframt hefur sú niðurstaða, að dánartalan var ekki lægri í bezt meðhöndl- aða hópnum, (sem að vísu var langt frá því að hafa náð eðlilegum blóðsykri), hvatt lækna til þess að einblína ekki á blóð- sykurlækkandi meðferð eingöngu, heldur meðhöndla aðra áhættuþætti, þegar þeir eru til staðar. Þetta hefur einnig leitt til þess, að í mataræðismeðferðinni verði einn- ig gætt þess að draga úr neyzlu mettaðrar fitu, sem hækkar kólesteról í blóði.40 Offita Reynsla líftryggingafélaga hefur bent til að offita auki líkurnar á hjarta- og æða- sjúkdómum.10 Hóprannsóknir, svo sem í Framingham1’"1 og 7 landa rannsókn Ancel Keys o.fl.,50 hafa leitt í ljós verulega fylgni milli líkamsþyngdar og blóðþrýstings, þrí- glyseríða og kólesteróls og sykursýki er einnig algengari í offeitum. Þegar áhættan af völdum þessara þátta hefur verið dœg- in frá, hefur ekki fundizt tölfræðilega auk- in áhætta af völdum offitu, (mæld sem hlutfallsleg þyngd miðað við hæð eða með húðþykktarmælingum), fyrr en um veru- lega offitu, 35—40%, er að ræða.03 Offita virðist því ekki vera sjálfstæður áhættu- þáttur, en sem fyrr segir, stuðlar hún verulega að öðrum áhættuþáttum og eykur þannig áhættuna óbeint. Samkvæmt Framinghamrannsókninni fer áhættan, sem bundin er offitu, minnk- andi með aldri og 'hverfur að mestu ofan við 65 ára aldur. Sama ferilrannsókn sýndi og að offita eykur alls ekki líkurnar á claudication intermittens, Iheldur koma þessi einkenni æðakölkunar fremur fram í grönnu fólki.:i:! Samkvæmt rannsókn Hjartaverndar eru nær 35% íslenzkra miðaldra karla of þung- ir (meir en 10% ofar kjörþyngd) og borið saman við mælingar Guðmundar Hannes- sonar frá árinu 1923 hefur þyngd ísl. karl- manna aukizt verulega á þessari öld.8 Því má ætla. að aukin líkamsþyngd íslendinga á þessu tímabili eigi talsverðan þátt í auk- inni tíðni kransæðasjúkdóma á íslandi á síðasta aldarfjórðungi. Að forðast offitu er því líklega eitt öflug- asta ráðið til að draga úr áhættu á krans- æðasjúkdómum, enda þótt fullnaðarsönn- un fyrir þessari fullyrðingu fáist vart á næstunni. Framinghamrannsóknin sýndi, að ef unnt væri að útrýma offitu mætti búast við 25% minnkun á kransæðasjúk- dómum.33 Erfðir Flestum rannsóknum ber saman um, að nánum aðstandendum („first degree rela- tives“) sjúklinga, sem fengið hafa krans- æðastíflu, er hættara en öðrum að fá sama sjúkdóm.96 82 Þessi áhætta aðstandenda er fimmföld, þegar viðkomandi sjúklingur er karlmaður undir 55 ára og sjöföld, þegar um konu á sama aldursskeiði er að ræða.00 Áhættan er minni meðal skyldfólks eldri sjúklinga. Slack hefur reiknað út, að erfða-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.