Læknablaðið - 01.04.1978, Qupperneq 81
LÆKNABLAÐIÐ
93
HBsAg meðal þeirra 588 einstaklinga, sem
grunaðir voru um litningagalla.
Greind var ad undirgerð Ástraliu-anti-
gens hjá 8 einstaklingum. Af þeim voru 6
blóðgjafar, einn sjúklingur með lifrarbólgu
og þvottakona á einni rannsóknarstofu
Landspítalans. Einn þeirra var blóðgjafi
með mótefni í þynningu (titer) 1/4000 og
við aðra mælingu á öðrum tíma (H. Heistö)
var mótefnaþynning 1/10000. Annar var
hjúkrunarfræðingur sem starfað hefur
lengi hérlendis og erlendis. Hinn þriðji var
í heimahúsi og rannsakaður vegna gruns
um litningagalla.
Lifrarpróf, (bilirubin, GOT, LDH og al-
kaliskir fosfatasar), voru gerð á sex blóð-
gjöfum með ABsAg og 14 nánum skyld-
mennum þeirra, foreldrum og systkinum.
Þessi próf sýndu gildi innan eðlilegra
marka. Engin af þessum 14 skyldmennum
smitberanna fannst með Ástralíu-antigen,
en systir eins þeirra var með mótefni þess,
HBsAb.
Þeir 8 blóðgjafar, sem fundust með Ástr-
alíu-antigen, voru karlmenn á aldrinum
25—30 ára. Af 8 sjúklingum með HBsAg
voru 4 konur á aldrinum 17—30 ára og
fjórir karlmenn 10—50 ára.
Um 95% af blóðgjöfum á rannsóknar-
tímabilinu eru karlmenn og 80% eru á
aldrinum 18—39 ára (Table 4).
NIÐURSTÖÐUR PRÓFESSORS B.S.
BLUMBERGS OG SAMSTARFSMANNA
í PHILADELPHIA í BANDARÍKJUN-
UM (1975)
Þeir rannsökuðu bæði með RIA (radio-
immunoassay) og CIEP sýni frá 588 ein-
staklingum, sem gerðar höfðu verið á
litningarannsóknir. Þessir einstaklingar,
sem voru bæði frá stofnunum og heima-
húsum, voru einnig rannsakaðir í Blóð-
bankanum fyrir Ástralíu-antigen. Við þess-
ar rannsóknir fannst einn einstaklingur
með HBsAg og hafði hann áður verið
greindur í Blóðbankanum.
Af 13 Ástralíu-antigen jákvæðum sýnum,
sem greinst höfðu í Blóðbankanum og send
voru til Philadelphia voru öll staðfest sem
rétt greind. Af þessum sýnum frá 13 já-
kvæðum einstaklingum voru 8 greind í ad
undirflokk, en ay undirflokkur greindist
ekki (sjá nánar skil).
NIÐURSTÖÐUR DR. P. SKINHÖJ í
KAUPMANNAHÖFN (1977)
Hann rannsakaði 200 sýni frá Blóðbank-
anum með RIA tækni. Hann fann tvo ein-
staklinga sem voru Ástralíu-antigen já-
kvæðir, sem ekki höfðu greinst í Blóðbank-
anum, (1%) og 8 einstaklingar reyndust
með mótefnið HBsAb (4%). Hann hafði
áður rannsakað serum sýni frá 300 einstak-
lingum (fengin frá Dr. med. Ib Person) og
ekki fundið neitt þeirra jákvætt m.t.t.
HBsAg.
SKIL
Tíðnin HBsAg, sem fundist hefur við
rannsókn 11.149 blóðgjafa í Blóðbankan-
um (Tafla 1) er lægst af þeim sem fund-
ist hafa meðal blóðgjafa þeirra sex þjóða
sem teknar eru til samanburðar (Tafla 3).
Niðurstöðurnar í Töflu 3 ná til þjóða sem
flestar eru íslendingum skyldar, hafa svip-
aða heilbrigðishætti og flestar verið rann-
sakaðar með sömu rannsóknatækni m.t.t.
Ástralíu-antigens.
Á fyrstu tveimur árum Ástralíu-antigen
rannsókna hér á landi voru rannsakaðar
13.754 einingar blóðs og fannst HBsAg að-
eins hjá einum blóðgjafa10. Þetta er 0.007%
af heildarfjölda blóðeininga, sem rannsak-
aðar vcru á tímabilinu. Sennilegt er að um
8000 blóðgjafar hafi lagt til sýnafjöldann
á því 2ja ára tímabili. Telja verður, að sú
tíðni af HBsAg hjá blóðgjöfum, sem skráð
er í Töflu 1, gefi mun réttari mynd af
tíðni lifrarbólguveiru B meðal íslenskra
blóðgjafa, en fannst í fyrstu lotu þessara
rannsókna10. Niðurstöður rannsókna fá-
mennari og valdra hópa er lýst í töflu 1-2.
Athyglisvert er, að af 8 sjúklingum sem
greindir voru með HBsAg í Blóðbankanum,
voru þrír erlendir. Af 3000 sjúklingum á
deildarskiptu sjúkrahúsi í Reykjavík
greindust fimm með HBsAg (0.167%) eða
einn af hverjum 60010. Sú rannsókn náði til
89% af heildarfjölda þeirra sjúklinga sem
innlagðir voru á rannsóknartímabilinu.
Tveir af þessum 5 sjúklingum höfðu dval-
ist á Spáni, annar 2V2 og hinn 3V2 mán-
uði áður en þeir voru greindir með HBsAg
og gulu10.
Engin af þeim nánustu skyldmennum
blóðgjafa með veiru B, sem rannsökuð
voru, reyndust sýkt. Enn er óútkljáður á-