Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.04.1978, Qupperneq 53

Læknablaðið - 01.04.1978, Qupperneq 53
LÆKNABLAÐIÐ 73 vart þessum umhverfisþáttum. Tengsl mat- aræðis og kólesteróls í blóði hafa verið rækilega könnuð bæði með dýratilraunum, manneldisrannsóknum og faraldsfræðileg- um rannsóknum, eins og áður hefur verið rakið í Læknablaðinu:l7 og viðar.:l(i Þessar tilraunir hafa sýnt, að það er einkum neyzla á mettaðri fitu og í minna mæli neyzlan á kólesterólríkum fæðutegundum, sem hækkar LDL-kólesteról í blóði. Hins- vegar hefur ekki verið sannað óyggjandi að breytt mataræði (þ.e. minnkuð neyzla á mettaðri fitu og kólesteróli) dragi úr tíðni kransæðasjúkdóma, enda þótt slíkt fæði lækki LDL-kólesteról flestra um 15—25%. Svar við þessari spurningu fæst varla á næstu árum, því að flestar þær hóprann- sóknir, sem nú eru í framkvæmd erlendis taka flestallar mið af öðrum áhættuþáttum um leið. Við verðum því að byggja á niður- stöðum þeirra rannsókna, sem nú eru fyrir hendi, bæði tilraunum í dýrum og mönn- um, um líklegt notagildi slíkrar meðferðar. Ráðgjafanefndir fjölmargra vestrænna þjóða sem eiga við svipaða tíðni hjarta- og æðasjúkdóma að stríða og íslendingar, hafa talið rökir fyrir slíkri matarráðgjöf nægilega sterk og hafa gefið út leiðbein- ingar til almennings og yfirvalda hér að lútandi00 eins og margrætt hefur verið á undanförnum mánuðum. Hérlendis virðist meðalgildi miðaldra fólks vera það hátt (255 mg/dl fyrir karla70 og 256 mg/dl fyrir konur)42 og fituneyzlan slík (um eða yfir 40% af hitaein. fæðisins fæst úr fitu)'17 að full ástæða sé til að auka fræðslu til al- mennings um æskilega samsetningu fæðis- ins. Þríglyseríðar Tengsl þríglyseríða og æðakölkunar hafa ekki verið könnuð nándar nærri eins ítai'- lega og kólesteról, m.a. vegna þess, að ná- kvæmar og auðveldar mælingaaðferðir á þríglyseríðum komu fram mun seinna en á kólesteróli. Þríglyseríðar hafa þó verið mældir í nokkrum ferilrannsóknum frá síðustu árum. Tvær þessara hóprannsókna, frá Svíþjóð og Finnlandi, hafa bent til þess að þríglyseríðar séu sjálfstæður á- hættuþáttur. a.m.k. þegar gildið var rneir en 150 mg/dl.11 71 Hinsvegar eru þríglyser- íðar oft hækkaðir samfara hækkun á kól- esteróli og þegar tekið var tillit til áhrifa 222 Controls Mynd 5: Cholesterol t Both f Triglyceride t 192 Patients Cholesterol t Both t Triglyceride t Tíðni hækkaðs kólesteróls og þríglyseríða meðal 192 sjúklinga, sem fengið höfðu kransæðastíflu og í samanburðarhópi (222). Tölur fengnar úr hóprannsókn í Seattle. kólesteróls í nokkrum ferilrannsóknum í Bandaríkjunum, fannst ekki aukin áhætta af hækkuðum þríglyseríðum.84 Þríglyser- íðar finnast aðeins í óverulegu magni í æðaskemmdunum, gagnstætt kólesteróli. Vel má vera að það sé vegna þess, að þríglyseríðar í blóðinu eru aðallega bundn- ir very low density lipopróteini, sem er miklu stærra mólekúl heldur en low den- sity lipoprotein og því minni líkur á að það síist inn í æðavegginn. Retrospectivar rannsóknir á hópum sjúk- linga, sem fengið hafa einkenni æðakölk- unar, hafa 'hinsvegar flestar sýnt, að í þessum sjúklingahópi finnast hækkaðir þríglyseríðar mun oftar en í samanburðar-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.