Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.07.1978, Side 73

Læknablaðið - 01.07.1978, Side 73
LÆKNABLAÐIÐ 147 Mynd 3. — Hér er sýnt hve stór hundraðs- hluti Staphylococcus aureus er næmur fyrir penicillini með tilliti til hvaðan stofn- arnir koma. Lkot. er Landakotsspítali. Lsp, eru aðrar deildir Landsspítalans en lyf- læknis-, barna- eða handlæknisdeildir. Utan eru stofnar frá sjúklingum utan sjúkra- húsa. Lsp2 eru lyflæknis-, barna- og hand- læknisdeildir Landsspítalans. Bsp. er Borg- arspítalinn. Næmispróf. Niðurstöður úr næmispróf- um (skífuprófum) sjást á mynd 2. Genta- micin er það lyf, sem S. aureus er oftast næmur fyrir samkvæmt næmisprófum (99%), en penicillin sjaldnast (13%). Sex- tíu og fimm af hundraði stofnanna von ónæmir fyrir penicillini, en næmir fyrir öðrum lyfjum, sem prófuð voru. Stofnar, sem næmir voru fyrir penicillini voru oft- ast næmir fyrir öðrum lyfjum, nema hvað einstaka var ónæmur fyrir tetracyclini. Fimm af hundraði stofnanna voru ónæmir fyrir methicillini. Flestir þeirra methicillin- ónæmu stofna, sem hér fundust voru næm- ir fyrir clindamycini og allir voru annað hvort næmir fyrir clindamycini eða chlor- amphenicoli. Einnig voru flestir næmir fyrir cephalothin samkvæmt næmisprófi. Rannsakað var hvort næmi væri mis- munandi eftir því hvaðan stofnarnir komu. Verulegur munur var á fjölda sýna frá sjúkrahúsunum. Frá Landspítala komu 267 sýni, frá Borgarspítala 203, en frá Landakotsspítala 68. Sýni, frá sjúkling- um utan sjúkrahúsa, voru 233. Ekki virtist um marktækan mun á lyfjanæmi stofnanna að ræða, nema að því er varð- ar penicillin. Eins og sjá má á mynd 3 var verulegur munur á penicillin-næmi S. aureus á Landakotsspítala og Borgarspít- ala (p < 0.0005; chi-square). SKIL Þol. Sabath og félagar skilgreindu þol sem ákveðið hlutfall milli MLC og MIC. Sé notuð þeirra skilgreining sést að tíðni er svipuð hér á landi og hjá þeim. Þegar 1 g af methicillini er gefið í vöðva verður styrkleiki í blóði að jafnaði hæstur 18 mcrg /ml,5 en 44% stofnanna höfðu einstaklinga með MLC 25 mcrg/ml eða hærra. En hvers vegna hefur mönnum ekki verið kunn til- vist svo algengs fyrirbæris fyrr en nú? Sú skýring er talin líkleg, að fáa einstaklinga innan sýklahópsins skortir virka sjálfleys- andi (autolytic) hvata (7%).10 Venja hefur verið að sá litlu magni af gróðri í MLC próf t.d. 1/1000 eða 1/100 úr ml. Ef finna á þessa fáu einstaklinga með vissu verður að sá 1/10 ml eins og hér var gert. En hversu mikilvægt er fyrirbærið kliniskt? Sennilegt er, að ónæmiskerfi flestra sjúk- linga ráði niðurlögum þolinna baktería með hjálp heftandi lyfja. Sé ónæmiskerfið ó- virkt eða lamað, má búast við, að einhverj- ar bakteríur lifi og nái að fjölga sér, þegar meðferð er hætt. Þeir þolnu stofnar af S. aureus, sem lýst var í títtnefndri grein Sabaths voru frá sjúklingum, sem fengið höfðu sýklalyfjameðferð án tilætlaðs ár- angurs. Því er nauðsynlegt að óska eftir, að gerð séu MIC- og MLC-próf á staphylo- coccum, sem ræktast úr sjúklingum með alvarlegar sýkingar, svo sem lungnabólgu, osteomyelitis eða endocarditis, eða frá sjúk- lingum með skertar varnir, annað hvort vegna sjúkdóma eða lyfja (immunosup- pression). Ef stofninn reynist vera þolinn má prófa önnur skyld lyf, því ekki er ætíð um víxl-þol að ræða gagnvart öðrum peni- cillin lyfjum. Oftast þarf þó að grípa til óskyldra lyfja. Næmispróf. Gentamicin er það lyf, sem S. aureus virðist oftast næmur fyrir sam- kvæmt næmisprófum. Ekki er komin nægi- leg reynsla á notkun gentamicins við Staphylococca-sýkingar, til þess að því sé fyllilega treystandi í alvarlegum sýkingum. Eftirtalin þrjú lyf, chloramphenicol, clinda- mycin og tetracyclin, hafa verið notuð gegn

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.