Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.07.1978, Qupperneq 73

Læknablaðið - 01.07.1978, Qupperneq 73
LÆKNABLAÐIÐ 147 Mynd 3. — Hér er sýnt hve stór hundraðs- hluti Staphylococcus aureus er næmur fyrir penicillini með tilliti til hvaðan stofn- arnir koma. Lkot. er Landakotsspítali. Lsp, eru aðrar deildir Landsspítalans en lyf- læknis-, barna- eða handlæknisdeildir. Utan eru stofnar frá sjúklingum utan sjúkra- húsa. Lsp2 eru lyflæknis-, barna- og hand- læknisdeildir Landsspítalans. Bsp. er Borg- arspítalinn. Næmispróf. Niðurstöður úr næmispróf- um (skífuprófum) sjást á mynd 2. Genta- micin er það lyf, sem S. aureus er oftast næmur fyrir samkvæmt næmisprófum (99%), en penicillin sjaldnast (13%). Sex- tíu og fimm af hundraði stofnanna von ónæmir fyrir penicillini, en næmir fyrir öðrum lyfjum, sem prófuð voru. Stofnar, sem næmir voru fyrir penicillini voru oft- ast næmir fyrir öðrum lyfjum, nema hvað einstaka var ónæmur fyrir tetracyclini. Fimm af hundraði stofnanna voru ónæmir fyrir methicillini. Flestir þeirra methicillin- ónæmu stofna, sem hér fundust voru næm- ir fyrir clindamycini og allir voru annað hvort næmir fyrir clindamycini eða chlor- amphenicoli. Einnig voru flestir næmir fyrir cephalothin samkvæmt næmisprófi. Rannsakað var hvort næmi væri mis- munandi eftir því hvaðan stofnarnir komu. Verulegur munur var á fjölda sýna frá sjúkrahúsunum. Frá Landspítala komu 267 sýni, frá Borgarspítala 203, en frá Landakotsspítala 68. Sýni, frá sjúkling- um utan sjúkrahúsa, voru 233. Ekki virtist um marktækan mun á lyfjanæmi stofnanna að ræða, nema að því er varð- ar penicillin. Eins og sjá má á mynd 3 var verulegur munur á penicillin-næmi S. aureus á Landakotsspítala og Borgarspít- ala (p < 0.0005; chi-square). SKIL Þol. Sabath og félagar skilgreindu þol sem ákveðið hlutfall milli MLC og MIC. Sé notuð þeirra skilgreining sést að tíðni er svipuð hér á landi og hjá þeim. Þegar 1 g af methicillini er gefið í vöðva verður styrkleiki í blóði að jafnaði hæstur 18 mcrg /ml,5 en 44% stofnanna höfðu einstaklinga með MLC 25 mcrg/ml eða hærra. En hvers vegna hefur mönnum ekki verið kunn til- vist svo algengs fyrirbæris fyrr en nú? Sú skýring er talin líkleg, að fáa einstaklinga innan sýklahópsins skortir virka sjálfleys- andi (autolytic) hvata (7%).10 Venja hefur verið að sá litlu magni af gróðri í MLC próf t.d. 1/1000 eða 1/100 úr ml. Ef finna á þessa fáu einstaklinga með vissu verður að sá 1/10 ml eins og hér var gert. En hversu mikilvægt er fyrirbærið kliniskt? Sennilegt er, að ónæmiskerfi flestra sjúk- linga ráði niðurlögum þolinna baktería með hjálp heftandi lyfja. Sé ónæmiskerfið ó- virkt eða lamað, má búast við, að einhverj- ar bakteríur lifi og nái að fjölga sér, þegar meðferð er hætt. Þeir þolnu stofnar af S. aureus, sem lýst var í títtnefndri grein Sabaths voru frá sjúklingum, sem fengið höfðu sýklalyfjameðferð án tilætlaðs ár- angurs. Því er nauðsynlegt að óska eftir, að gerð séu MIC- og MLC-próf á staphylo- coccum, sem ræktast úr sjúklingum með alvarlegar sýkingar, svo sem lungnabólgu, osteomyelitis eða endocarditis, eða frá sjúk- lingum með skertar varnir, annað hvort vegna sjúkdóma eða lyfja (immunosup- pression). Ef stofninn reynist vera þolinn má prófa önnur skyld lyf, því ekki er ætíð um víxl-þol að ræða gagnvart öðrum peni- cillin lyfjum. Oftast þarf þó að grípa til óskyldra lyfja. Næmispróf. Gentamicin er það lyf, sem S. aureus virðist oftast næmur fyrir sam- kvæmt næmisprófum. Ekki er komin nægi- leg reynsla á notkun gentamicins við Staphylococca-sýkingar, til þess að því sé fyllilega treystandi í alvarlegum sýkingum. Eftirtalin þrjú lyf, chloramphenicol, clinda- mycin og tetracyclin, hafa verið notuð gegn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.