Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.07.1978, Page 81

Læknablaðið - 01.07.1978, Page 81
LÆKNABLAÐIÐ 151 prófi, en leggja í þess stað fram ritgerð með rannsóknarniðurstöðum. 3.-5. ár: Þátttaka í sýnaskoðun og kennslu í þeirri grein, sem stefnt er að sér- hæfingu í. Allir námslæknar á þessu stigi skulu jafnframt vinna að rannsóknarverk- efni og gera grein fyrir niðurstöðum sínum í námslok með ritgerð, sem er hluti af loka- prófi í greininni. Þeir, sem stunda þennan hluta námsins á íslandi, þurfa að sækja námskeið eða stunda nám á erlendum stofnunum samtals í eitt ár, áður en sér- fræðingsviðurkenning fæst. Námslok og sérfræðiviðurkenning Sérfræðipróf eða viðurkenning frá helstu viðskiptalöndum íslands í læknisfræði skal gilda á íslandi. Meinafræðingar, sem ljúka ekki námi erlendis, skulu eiga þess kost að taka lokapróf á íslandi. Sækja má um und- anþágu frá lokaprófi og leggja í þess stað fram safn ritgerða eða doktorsrit auk vott- orðs tveggja meinafræðinga um hæfni um- sækjanda í almennri sýnaskoðun. Meinafræðiráð ákveður tilhögun prófa í samráði við sérfræðiráð og kennara ein- stakra greina. Sömu aðilar skulu sjá um veitingu sérfræðileyfa í samráði við heil- brigðisyfirvöld. Kennslulið Kennsla skal vera hluti af starfi allra meinafræðinga, sem vinna á rannsóknar- stofum, er annast kennslu í meinafræði. Yfirkennari háskólans í hverri grein stjórn- ar framkvæmd kennslunnar í samræmi við gildandi reglur. Stjórnun Námið lýtur yfirstjórn sérfræðiráðs, en meinafræðiráð sér að öðru leyti um skipu- lagningu, samræmingu og stjórnun náms- ins í samráði við kennara. Meinafræðiráð skal skipað 9 fulltrúum, einum frá hverri grein, einum frá Til- raunastöð háskólans að Keldum og tveimur úr hópi námslækna í meinafræði. Hver fulltrúi er tilnefndur til 2ja ára í senn. Meinafræðiráð setur sér starfsreglur, sem eru háðar samþykki sérfræðiráðs. Meinafræðiráð annast: 1. Skipulagningu og samræmingu náms- ins. 2. Eftirlit með lágmarksstaðli rannsóknar- stofa, sem annast kennslu í meinafræði. 3. Stöðuga endurskoðun á fyrirkomulagi námsins. 4. Ákvarðanir um fyrirkomulag prófa og veitingu sérfræðileyfa. 5. Upplýsingasöfnun um fyrirkomulag framhaldsnáms og sérfræðiprófa í öðr- um löndum. 6. Myndun tengsla við vísinda- og kennslustofnanir í öðrum löndum til þess að greiða götu íslendinga til framhaldsnáms erlendis. 7. Öflun viðurkenningar á íslenskum á- fangaprófum erlendis. 8. Tilnefningu dómenda til þess að meta vísindastörf og vísindarit. 9. Mat á nýliðunarþörf einstakra meina- fræðigreina. 10. Upplýsingamiðlun og ráðgjafaþjónustu fyrir heilbrigðisyfirvöld. Byrjunarfjöldi námsstaða Búast má við, að heilbrigðisþjónustan haldi áfram að þróast þannig, að þörf fyrir meinafræðinga aukist verulega. Ennfrem- ur er líklegt að þeim læknum fjölgi, sem stunda jöfnum höndum meinafræði og klín- íska vinnu. Þá þarf að gera ráð fyrir þjálf- un í meinafræði fyrir lækna, sem ætla að vinna að rannsóknarverkefnum. Lagt er til, að vefjafræði, lífefnafræði og bakteríufræði hafi fyrst um sinn stöður fyrir 3 námslækna hver grein, en blóð- frumufræði, veirufræði og ónæmisfræði 2 námsstöður hver grein. Þessi stöðufjöldi skal endurskoðast á 3ja ára fresti m.t.t. breyttra þarfa einstakra greina. Nýliðunarþörf Lönd Evrópu og Norður Ameríku eru lang flest sjálfum sér nóg að því er varðar framhaldsmenntun í læknisfræði. Nær allir unglæknar í þessum löndum stunda þess vegna framhaldsnám í heimalöndum sín- um, og nám erlendis takmarkast venjulega við námskeið eða stuttar kynnisferðir. Við slíkar aðstæður takmarkast nýliðun ein- stakra greina að verulegu leyti af fjölda námsstaða, sem stofnað er til fyrir hverja grein.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.