Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.07.1978, Qupperneq 81

Læknablaðið - 01.07.1978, Qupperneq 81
LÆKNABLAÐIÐ 151 prófi, en leggja í þess stað fram ritgerð með rannsóknarniðurstöðum. 3.-5. ár: Þátttaka í sýnaskoðun og kennslu í þeirri grein, sem stefnt er að sér- hæfingu í. Allir námslæknar á þessu stigi skulu jafnframt vinna að rannsóknarverk- efni og gera grein fyrir niðurstöðum sínum í námslok með ritgerð, sem er hluti af loka- prófi í greininni. Þeir, sem stunda þennan hluta námsins á íslandi, þurfa að sækja námskeið eða stunda nám á erlendum stofnunum samtals í eitt ár, áður en sér- fræðingsviðurkenning fæst. Námslok og sérfræðiviðurkenning Sérfræðipróf eða viðurkenning frá helstu viðskiptalöndum íslands í læknisfræði skal gilda á íslandi. Meinafræðingar, sem ljúka ekki námi erlendis, skulu eiga þess kost að taka lokapróf á íslandi. Sækja má um und- anþágu frá lokaprófi og leggja í þess stað fram safn ritgerða eða doktorsrit auk vott- orðs tveggja meinafræðinga um hæfni um- sækjanda í almennri sýnaskoðun. Meinafræðiráð ákveður tilhögun prófa í samráði við sérfræðiráð og kennara ein- stakra greina. Sömu aðilar skulu sjá um veitingu sérfræðileyfa í samráði við heil- brigðisyfirvöld. Kennslulið Kennsla skal vera hluti af starfi allra meinafræðinga, sem vinna á rannsóknar- stofum, er annast kennslu í meinafræði. Yfirkennari háskólans í hverri grein stjórn- ar framkvæmd kennslunnar í samræmi við gildandi reglur. Stjórnun Námið lýtur yfirstjórn sérfræðiráðs, en meinafræðiráð sér að öðru leyti um skipu- lagningu, samræmingu og stjórnun náms- ins í samráði við kennara. Meinafræðiráð skal skipað 9 fulltrúum, einum frá hverri grein, einum frá Til- raunastöð háskólans að Keldum og tveimur úr hópi námslækna í meinafræði. Hver fulltrúi er tilnefndur til 2ja ára í senn. Meinafræðiráð setur sér starfsreglur, sem eru háðar samþykki sérfræðiráðs. Meinafræðiráð annast: 1. Skipulagningu og samræmingu náms- ins. 2. Eftirlit með lágmarksstaðli rannsóknar- stofa, sem annast kennslu í meinafræði. 3. Stöðuga endurskoðun á fyrirkomulagi námsins. 4. Ákvarðanir um fyrirkomulag prófa og veitingu sérfræðileyfa. 5. Upplýsingasöfnun um fyrirkomulag framhaldsnáms og sérfræðiprófa í öðr- um löndum. 6. Myndun tengsla við vísinda- og kennslustofnanir í öðrum löndum til þess að greiða götu íslendinga til framhaldsnáms erlendis. 7. Öflun viðurkenningar á íslenskum á- fangaprófum erlendis. 8. Tilnefningu dómenda til þess að meta vísindastörf og vísindarit. 9. Mat á nýliðunarþörf einstakra meina- fræðigreina. 10. Upplýsingamiðlun og ráðgjafaþjónustu fyrir heilbrigðisyfirvöld. Byrjunarfjöldi námsstaða Búast má við, að heilbrigðisþjónustan haldi áfram að þróast þannig, að þörf fyrir meinafræðinga aukist verulega. Ennfrem- ur er líklegt að þeim læknum fjölgi, sem stunda jöfnum höndum meinafræði og klín- íska vinnu. Þá þarf að gera ráð fyrir þjálf- un í meinafræði fyrir lækna, sem ætla að vinna að rannsóknarverkefnum. Lagt er til, að vefjafræði, lífefnafræði og bakteríufræði hafi fyrst um sinn stöður fyrir 3 námslækna hver grein, en blóð- frumufræði, veirufræði og ónæmisfræði 2 námsstöður hver grein. Þessi stöðufjöldi skal endurskoðast á 3ja ára fresti m.t.t. breyttra þarfa einstakra greina. Nýliðunarþörf Lönd Evrópu og Norður Ameríku eru lang flest sjálfum sér nóg að því er varðar framhaldsmenntun í læknisfræði. Nær allir unglæknar í þessum löndum stunda þess vegna framhaldsnám í heimalöndum sín- um, og nám erlendis takmarkast venjulega við námskeið eða stuttar kynnisferðir. Við slíkar aðstæður takmarkast nýliðun ein- stakra greina að verulegu leyti af fjölda námsstaða, sem stofnað er til fyrir hverja grein.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.