Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.1979, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 01.03.1979, Blaðsíða 16
6 LÆKNABLAÐIÐ ber 1978 og þá gefst tækifæri til breytinga í ijósi fenginnar reynslu. Þangað til ber læknum að virða samninga, sem læknastétt- in hefur gert, samanber Codex Ethicus. Ólafur Örn Arnarson. HIN NÝJA „FARSÓTT" Á undanförnum áratugum hefur slík aukn- ing orðið í vestrænum löndum á kransæða- sjúkdómum af völdum æðakölkunar, að því hefur verið líkt við farsótt. Rað er kaldhæðni örlaganna, að þessi „farsótt" skyldi skella á um það leyti, sem tekist hafði, vegna upp- götvana á sviði læknavísinda, að draga úr eða jafnvel útrýma mörgum þeim sjúkdóm- um, sem áður ollu farsóttum í löndum þess- um. íslendingar hafa ekki farið varhluta af þessu fári. Á árinu 1967 ollu hjarta- og æða- sjúkdómar 46% allra dauðsfalla hér á landi, þar af voru 30% af völdum kransæðasjúk- dóma. Reyndust þessar tölur nokkru hærri en meðaltölur frá 50 löndum, sem WHO lét kanna á árinu 1967. Samkvæmt nýgerðum staðtölulegum rann- sóknum,- dóu hér á landi á árunum 1971 — 1976 að meðaltali 250 karlar árlega úr krans- æðastíflu, þar af voru 115 undir sjötugsaldri. Tala kvenna sem dóu á þessu tímabili var 139 á ári, þar af 27 undir sjötugsaldri. Hafa ber í huga að algengi (prevaience) kransæða- sjúkdóma er miklu hærra en nemur dauðs- föllum af völdum kransæðastíflu, því að margir fá sjúkdóminn á vægari stigum. Sjúk- dómurinn er þá ýmist einkennalaus eða gerir vart við sig með sjúkdómseinkenninu angina pectoris, hjartakveisu. Við hópskoðun Hjartaverndar1 reyndist algengi hjartakveisu meðal karla fæddra 1907—1934 vera að meðaltali 5,5 til 5,9% í þrem rannsóknarlotum og svo sem vænta mátti jókst algengi mjög með hækkandi aldri. Hér er um kliniskt mat að ræða, og síðari skoðanir á hópnum benda til, að al- gengi hjartakveisu sé lægra en framan- greindar tölur sýna. Ekki er að efa, að kransæðasjúkdómar hafa frá upphafi verið til staðar hjá þjóðum, með- al annars vegna þess, að vissir áhættuþættir eru arfgengir, svo sem háþrýstingur, að ein- hverju leyti, og hyperkólesterolemia í viss- um ættum. Hins vegar er ekki vitað til, að kransæðasjúkdómar hafi orðið meiriháttar heilbrigðisvandamái á íslandi, fyrr en með núverandi kynslóð og þá fyrst á alvarlegu stigi eftir 1950. Á sama tíma hefur orðið meiriháttar lífsháttabreyting í landinu. Nú fer saman ofneysla á fæðu og kyrrseta, en það var nær óþekkt fyrir 1940. í baráttunni við kransæðasjúkdóma standa menn að vísu höllum fæti, meðan hinar eig- inlegu orsakir sjúkdómsins eru óþekktar. Gott er að hafa í huga, að oft áður hafa sjúkdómar herjað úr „launsátri" en samt verið sigraðir. Niðurstöður víðtækra faralds- fræðilegra rannsókna á þjóðum, þjóðflokk- um, þjóðfélagsstéttum og hópum fólks, sem fluttst hafa búferlum milli landa benda til, svo nær óyggjandi er, að lifnaðarhættir manna ráða miklu um tíðni kransæðasjúk- dóma. Sú vitneskja, er fengist hefur með framangreindum rannsóknum, hefur beint athyglinni að ákveðnum atriðum í lifnaðar- háttum manna, sem einkum gætir hjá þeim, er fá kransæðasjúkdóma, svokallaða áhættu- þætti. Áhættuþáttum þessum hefur nýlega verið gerð ágæt skil í Læknablaðinu3 og vís- ast til þess. Sagt var frá algengi þeirra (prevalence) samkvæmt rannsóknum Hjarta- verndar á ráðstefnu um neysluvenjur oa heilsufar í Reykjavík, í apríl 1977.n Kom þar fram að 26.6% karla á aldrinum 34—61 árs höfðu háþrýsting (^ 160/95 mmHg), en 20% kvenna á sama aldri. Kólesterol í blóði reynd- ist vera hátt hjá körlum á framangreindum aldri, 27% þeirra höfðu um og vfir 280 mg% kólesterol í blóði, sem er með bví hærra, sem gerist meðal vestrænna þjóða. Áhættuþáttum fyrir kransæðadauðsföllum meðal miðaldra íslenskra karla hefur Gunnar Sigurðsson auk þess gert ýtarleg skil.4 Við þessa könnun á efniviði Hjartaverndar kom í Ijós, að blóðþrýstingur og kólesterol í ser- um reyndust vera sjálfstæðir áhættuþættir fyrir kransæðadauða. Svo virðist, að tengja mætti tvö af hverjum þremur dauðsföllum í hÓDnum við hátt kólesterol í serum, háan blóðþrýsting og miklar vindlingarevkingar. Ressum niðurstöðum ber saman við niður- stöður fiölda erlendra rannsókna á undan- förnum 10—20 árum. Þótt áhættuþættir svo sem háþrýstingur, reykingar, hyperkólesterólemia o.fl. feli í sér, samkvæmt skilgreiningu, ákveðna fylgni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.