Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.1979, Blaðsíða 65

Læknablaðið - 01.03.1979, Blaðsíða 65
LÆKNABLAÐiÐ 37 og sést af þessu eru sennilega báðir þætt- irnir, þ.e. beinn þrýstingur á taugavef og næringarskortur meðvirkandi í báðum sjúklingahópum. Munur er þó sá, að í P- hópi er staða hryggjarins ein nóg til að framkalla einkenni og síðan aflétta þeim, þar sem í I-hópi verður að líta á næringar- skortinn sem fyrstu orsök, þar er einkenni koma fyrst fram við gang. Óþarfi er að taka fram, að hverjar þær breytingar, sem verða í hrygg eða mænu- ganginum sjálfum og sem minnka það rúm, sem til staðar er fyrir taugavef og æðar, auka mjög á öll einkenni. V. Samantekt Lýst er „intermittent claudication" af taugatoga og greint frá 6 sjúklingum með „intermittent claudication“ vegna starf- rænna truflana í mænutagli. Þröngur mænugangur á lendasvæði, ríkjandi milli L III og L V er frumorsök þessara truflana í mænutagli, en þrengingin gerir eitt af tvennu: Stuðlar að beinum þrýstingi á mænutagl frá útbungandi milliliðabrjóski, er eðlilega verður í réttistöðu hryggjarins, eða hún nær að valda beinum þrýstingi á æðar og koma í veg fyrir aukið flæði um þær, sem nauðsynlegt er við gang. Þessir þættir eru annars meðvirkandi í því að framkalla einkenni sjúklinga, en eftir upp- hafsþætti er sjúklingum skipt í 2 hópa, þ.e. P-hóp (postural) og I-hóp (iscemisk). Gerð er nánari grein fyrir þessum þáttum í framköllun einkenna og af sjúklingunum 6 voru 3 í fyrra hópi en 3 í hinum seinni. Allir fullnægja sjúklingarnir eðlilega einkennum um „intermittent claudication“ en einkennum þeirra er síðar nánar lýst og bent sérstaklega á þau þeirra, er auka líkur á því að „intermittent claudication“ sé af taugatoga. Lýst er nauðsynlegum rannsóknum til þess að staðfesta sjúkdóms- greiningu frekar. Þrengri lendarmænu- gangur en 15 mm eftir venjulegri röntgen- mynd getur valdið einkennum en mæling á myelographiu er marktækari. Afgerandi sjúkdómsgreining fæst við skurðaðgerð og hafa 5 sjúklinganna farið í slíka aðgerð. Eftir laminectomiu beggja vegna á þrengslastað hefur árangur af meðferð orðið mjög góður hjá öllum sjúklinganna, sem undir slíka aðgerð hafa gengist. Lýst er mikilvægi þess að hafa sjúkdóms- greiningu þessa í huga þegar blóðstreymis- truflanir finnast ekki sem orsök fyrir „intermittent claudication11 og sömuleiðis þegar brjósklosaðgerðir með hefðbundnum hætti sýnast litlu breyta um líðan sjúk- lings. Lýst er ýtarlega mismun við skoðun og rannsóknir eftir því hvort „intermittent claudication“ er af taugatoga eða tilkomin vegna næringarskorts í vöðvum af völdum blóðstreymishindrana. Sjúklingur nr. U G.I. Karl. Fæddur 1926. Sjúklingur hefur haft hækkaðan blþr. til margra ára og verið á stöðugri meðferð vegna þess. Annars hefur hann verið frískur og engir sjúkdómar í ætt hans. Kvörtun sjúklings er verkur i mjóbaki og leggur út í mjaðmir. Dofi, sem byrjar í iljum og skríður upp eftir aftanverðum ganglimum upp í rasskinnar. Einkenni eru meiri h.megin. Einkenni hafa verið til staðar frá 30 ára aldri. Hann hefur engin óþægindi í hvíld eða stöðu, en þau koma fram, er hann gengur, en lagast jafnan ef hann hvílir sig. Einkenni hafa farið vaxandi. Hann getur nú aðeins orðið gengið 200—300 m., en verður þá að hvíla sig, svo að einkenni líði frá. Honum finnst siðasta árið, að dofinn i iljum sé að verða nokkuð stöðugur og lítilsháttar máttleysi sé komið i h.fót. Ekki versna einkenni þessa sjúklings umtalsvert við neinn rembing. Sjúklingur hefur verið itarlega rannsakaður m.t.t. blóðrásarhindrana í gang- limum. Hjá honum hafa ávallt fundist góð æða- slög og femoral aortografia hefur verið eðlileg. Honum hafa ekki batnað einkenni af æðaút- víkkandi iyfjum. Neurologisk skoðun er gerð á sjúklingi fyrst 1967 svo skráð sé. Hann hefur neikvætt Laseque próf og góðar hreyfingar í baki. Létt rýrnun mælist á h.kálfa og litilsháttar máttleysi af L V útbreiðslu í h.ganglim, hnéviðbrögð eru eðlileg, en öklaviðbrögð eru horfin. Hann hefur ekki Babinski. Aðeins er dregið úr snertiskyni á L V svæði í h.ganglim. Hann hefur engin óhljóð yfir æðum og góður æðasláttur er i ganglim- um. Við neurologiska skoðun 1971 eru einkenni lítt breytt frá þvi, sem að framan greinir, en kvartanir sjúklings eru meiri. Verkir hafa auk- ist og honum finnst einnig meiri dofi til staðar, en hann kemur sem fyrr ávallt fram við göngu og kemst sjúklingur nú ekki nema um 150 m án þess að verða að stansa og hvila sig, en þá iíða einkenni hjá. Sjúklingur er skoðaður eftir áreynslu og hefur þá mikla verki og dofa sem breiðst hefur frá iljum upp eftir aftanverðum ganglimum i rasskinnar. Laseque er jákvæður við 45° beggja vegna. Verkir eru miklir, dofi finnst beggja vegna yfir svæðum L V til og með S II. Mátt- leysi af L V útbreiðslu beggja vegna og öll sinaviðbrögð horfin i ganglimum. Það eru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.