Læknablaðið - 01.03.1979, Blaðsíða 88
50
LÆKNABLAÐIÐ
HEIÐURSFÉLAGAR LÆKNAFÉLAGS ÍSLANDS
Á formannaráðstefnu Læknafélags Islands á
liðnu hausti voru sex læknum er kjörnir höfðu
verið heiðursfélagar, afhent skjöl því til stað-
festingar. Formaður L.I., Tómas Á. Jónasson,
ávarpaði heiðursfélagana og gerði jafnframt
nokkra grein fyrir starfsferli þeirra. Verða hér
á eftir raktir helztu þættir æviágrips heiðurs-
félaganna.
Helgi Ingvarsson, er fæddur 10. október 1896.
Helgi varð kandidat 1922 og hóf fljótt störf
við berklalækningar á innlendum og erlendum
sjúkrahúsum, var viðurkenndur sérfræðingur
í berklalækningum 1929. Frá 1939 var Helgi
yfirlæknir á Vífilsstöðum þar til 1966, að hann
lét af störfum fyrir aldurs sakir. Helgi starfaði
einnig við berklavarnir, sinnti ávallt stórum
sjúklingahópi utan spítalavinnunnar og lét sér
annt um kennslu læknanema. Knn þótt starf
Helga væri margþætt, hygg ég, að hann sjálf-
ur telji starf sitt innan veggja berklahælisins
merkasta þáttinn, og reyndi þar verulega á
hæfileika hans og samstarfsmanna hans, þar
sem hælið var ávallt yfirfullt af sjúklingum, oft
mikið veikum. Helgi var mjög dáður af sjúk-
lingum og samstarfsfólki fyrir ljúfmennsku
sína og mannkosti, en þekking hans og vak-
andi áhugi urðu til þess, að allar nýjungar í
meðferð, þar á meðal hin nýju áhriíamiklu lyf
voru þar upp tekin jafnskjótt og þau voru
fáanleg.
Þegar svo var komið, að berklahælisins var
ekki lengur þörf fyrir berklasjúklinga ein-
göngu, hafði Helgi fullan skilning á því og tók
virkan þátt í að breyta starfseminni.
Dr. Sigurður Sigurðsson, fyrrverandi land-
læknir, er fæddur 2. mai 1903. Hann varð
kandidat 1929, en dr. med. við Háskóla Islands
1951 fyrir rit sitt „Berklaveiki á Islandi". Að
loknu sérnámi og störfum erlendis hlaut Sig-
urður viðurkenningu sem sérfræðingur í lyf-
lækningum 1934 og starfaði þá á Landspítalan-
um um hríð. Árið 1935 tók dr. Sigurður við
nýstofnuðu embætti berklayfirlæknis. Starf-
semi hans við berklavarnirnar beindist fljótt
að því í vaxandi mæli að finna sjúkdóminn hjá
einkennalausum sjúklingum, svo að þeir mættu
komast sem fyrst til meðferðar og yrðu siður
til þess að smita út frá sér. Dugnaður hans og
samstarfsmanna hans við þessa starfsemi er
alþjóð kunn, og fara margar sögur af ferða-
lögum þeirra, þar sem þeir létu jafnvel ekki
stórfljót og jökla hamla för sinni með röntgen-
tæki sín.
Dr. Sigurður tók ágætan þátt i félagsstarfi
iækna og gegndi formennsku í Læknafélagi
Reykjavíkur 1936—1940. Hann sat i stjórn
Rauða Krossins og alllengi i bæjarstjórn
Reykjavíkur. Dr. Sigurður var lengi prófdóm-
ari við læknadeild og gegndi þar um skeið
kennslustörfum. Þá var Sigurður Sigurðsson
alloft tilkallaður sem fyrirlesari og ráðgjafi á
erlendum vettvangi bæði fyrir og eftir að hann
tók við embætti landjæknis, en það gerði hann
1960. I öllum störfum Sigurðar kom fram ein-
stakur dugnaður og miklir hæfileikar, enda
naut hann almenns trausts og hefur á marg-
víslegan hátt verið heiðraður innan lands og
utan.
Oddur Ölafsson er fæddur 26. april 1909. Aö
loknu kandidatsprófi 1936 starfaði hann á
Vífilsstöðum og öðrum sjúkrahúsum innan-
lands og utan og hlaut viðurkenningu sem sér-
fræðingur í berklalækningum 1943. Áhugi Odds
beindist snemma að endurhæfingu berklasjúk-
linga, og kynnti hann sér þau mál rækilega.
Frá 1942 sat hann i undirbúningsnefnd og
síðar byggingarnefnd vinnuhælis S.l.B.S. að
Reykjalundi, og var hann skipaður yfirlæknir
og jafnframt forstöðumaður þess, er það hóf
starfsemi sína í febrúar 1945 með 15 sjúkling-
um. Þessi sjúklingafjöldi og umfang starfsem-
innar jókst ótrúlega fljótt, svo að innan
skamms vakti starfsemi Reykjalundar verð-
skuldaða ahygli innan leuids og utan. Þegar að
því kom, að möguleikar voru ekki fullnýttir af
berklasjúklingum, sneri Oddur sér að því af
engu minni krafti að skapa aðstöðu til endur-
hæfingar annarra sjúklinga. Tók hann þá
virkan þátt í starfi Öryrkjabandalagsins sem
formaður þess og leiðbeinandi, og hefur siðan
hann hætti læknisstörfum að Reykjalundi ein-
beitt sér að þessum málum innan Aiþingis og
utan með miklum árangri. Oddur hefur starf-
að í fjölmörgum nefndum og ráðum, sem of
langt er upp að telja. Þó er rétt að minnast á
setu hans í stjórn Domus Medica frá 1962.
Dr. Öskar Þórðarson er fæddur 29. desember
1906. Hann varð kandidat 1934 og sigldi þá
þegar til framhaldsnáms til Noregs og síðar
Danmerkur, þar sem hann starfaði til ársins
1945. Hann hlaut doktorsnafnbót við Hafnar-
háskóla 1941 og var viðurkenndur sérfræðing-
ur í lyflækningum 1945. Eftir heimkomuna
starfaði dr. Óskar sem sérfræðingur í Reykja-
vík, en starfaði jafnframt á Landspítala, síðar
St. Jósefs spitala, en tók við yfirlæknisstöðu á
lyflæknisdeild Borgarspítalans 1955 og gegndi
því starfi til 1976, er hann Iét af störfum fyrir
aldurs sakir. Störfum sínum hefur dr. Óskar
gegnt af sérstökum áhuga og samvizkusemi
og verið nákvæmur og einarður stjórnandi.
Hann hefur birt fjölmargar vísindagreinar í
sérgrein sinni og örvað yngri samstarfsmenn
til hins sama.