Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.1979, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 01.03.1979, Blaðsíða 14
4 LÆKNABLAÐIÐ samvinnu margra aðila og stofnana. Með því móti fær hinn aldraði best notið sín, en á langdvalarstofnun vill það oft fara svo, að áhugi hans og þátttaka í lífinu dvínar og ein- staklingurinn hrærist þá eins og skuggi af sjálfum sér. Aldraðir meðal nágrannaþjóða eru viðurkenndir sem vaxandi minnihluta- hópur í þjóðfélaginu. Pað er ólíklegt að aðrir minnihlutahópar létu bjóða sér ýmislegt það sem opinberir aðilar bjóða öldruðum á ís- landi í dag. Ellilífeyrir hér er mun lægri en hjá öðrum og það ölmusukerfi sem opinberir aðilar hafa komið á fót fyrir aldraða bætir lítið úr. Almenningi mundi sennilega þykja það skrýtið ef öðrum minnihlutahópum væri boð- inn afsláttur með strætisvögnum, frítt í leik- hús eða eftirgjöf á afnotagjöldum síma, svo að dæmi séu nefnd á meðan þeir á annan hátt bæru skarðan hlut frá borði. Betta sýnir þó gjörla hversu lítill ,,þrýstihópur“ aldraðir eru. Ennþá smærri minnihlutahópur eru aldr- aðir sjúkir og þykir fæstum það tiltökumál að þessi hópur fólks búi við iakari heil- brigðisþjónustu en aðrir þegnar landsins og er gjarnan einangraður fjarri þeim sjúkra- stofnunum, sem reka fullkomnari endurhæf- ingar- og þjónustudeildir með nauðsynlegum rannsóknartækjum til sjúkdómsgreiningar. Á þetta hefur stjórn og læknanefnd öldrunar- fræðifélags íslands bent opinberlega og jafnframt mælst til, að heilbrigðisyfirvöld landsins ættu aðild að ráðstöfunum vistrýma fyrir aldraða í landinu, svo að sá kostnaður, sem fer í rekstur þeirra, nýtist þeim ein- staklingum, sem mesta þörfina hafa hverju sinni. Dæmin frá nágrannaþjóðunum sanna, að virk, nútíma öldrunarþjónusta, undir forystu sérmenntaðra heilbrigðisstétta, skapa fleir- um betri heilsu og minnka jafnframt þörf fyrir langvistunarstofnanir. Nútíma öldrunar- þjónusta er þannig bæði í senn mannúðlegri og hagkvæmari fyrir samfélagið í heild. Desember 1978 Ársæll Jónsson læknir. AF SAMNINGUM OG EFTIRLITI í velferðarþjóðfélagi því, sem við lifum í, gildir það grundvallaratriði, að allur kostnað- ur sjúkra við að leita sér lækninga, skuli greiddur úr sameiginlegum sjóði lands- manna. Löggjafinn hefur ákveðið hvernig framkvæmdin skuli vera, með lögum um al- mannatryggingar. Þeir, sem vinna við lækn- ingarnar semja um kjör sín við umbjóðendur hinna sjúku, þ.e.a.s. stjórn sjúkratrygginga- kerfisins. Læknasamtökin hafa því með höndum umfangsmikla samningagerð við op- inbera aðila um kaup og kjör lækna. Hér er um að ræða miklar fjárupphæðir, sem greiddar eru læknum fyrir störf þeirra. Oft eru átök við samningaborðið, en við undirskrift samninga er samið vopnahlé samningstímabilið. Á þeim tíma er ekki ólík- legt, að upp komi ágreiningsatriði um túlkun á ákvæðum og gildir einu hvers eðlis samn- ingurinn er, hvort sem um er að ræða greiðslu fyrir tíma eða ákveðin verk. Það er skylda samtaka lækna að fylgjast með fram- kvæmd samninga og sjá til þess, að þeir séu í heiðri hafðir, af báðum aðilum. Til þess að svo geti orðið er nauðsynlegt fyrir lækna- samtökin að hafa góða samvinnu við samn- ingsaðilann um framkvæmd samninganna. Allt frá því að samskipti lækna og sjúkra- trygginga hófust, má segja, að trúnaðartraust hafi ríkt milli þessara aðila um reiknings- gerð. Eftirlit hefur verið tilviljanakennt og lítið virkt. Síðustu árin hefur það gerst æ oftar, að gerðar hafa verið athugasemdir við reikninga og þá komið upp ágreiningur um túlkun gjaldskrár. Dæmi eru um að slík mál hafi verið svo alvarlegs eðlis, að vísað hefur verið til dómstóla til rannsóknar. Stundum hafa starfsmenn sjúkratrygginga talið reikn- inga grunsamleg.a og hafa á eigin spýtur gert kannanir varðandi reikningsgerð einstakra lækna, ýmist með beinum viðtölum við sjúk- Iinga eða með skriflegum fyrirspurnum til þeirra. Læknasamtökin hafa hingað til, ekki getað haft nein áhrif á það, hvernig slíkar kannanir hafa verið framkvæmdar, né heldur tilefni þeirra. Það má því segja, að samtökin hafi hvorki getað verndað þá, sem Iegið hafa undir röngum grun, né komið í veg fyrir mis- túlkun eða misnotkun gjaldskrár. í samningaviðræðum sérfræðinga í Lækna- féiagi Reykjavíkur við Tryggingastofnun ríkis-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.