Læknablaðið - 01.03.1979, Blaðsíða 47
LÆKNABLAÐIÐ
27
SJÚKDÓMSEINKENNI
Einkenni sjúklinganna, sem höfðu mein-
valdandi Meckels-gúl, voru almenns eðlis
eins og tafla I sýnir. Einkennin fóru að
venju meira eftir tegund s júkdómsins,
heldur en staðsetningu hans í Meckels-gúl.
Magaverkir voru algengasta einkennið, en
athyglisvert er þó, að 7 sjúklingar höfðu
enga verki, að því er virtist.
Skipting eftir sjúkdómum og samanburður
við önnur lönd
Sjúklingarnir 23 með meinvaldandi
Meckels-gúl, skiptust í hópa eftir sjúkdóm-
um eins og sjá má á töflu II. Þar má einnig
sjá til samanburðar tölur frá Englandi,;!
Noregi,16 Canada12 og Svíþjóð.15 Tölur
Weinstein USA17 eru hafðar þarna með,
enda þótt sjúklingar hans væru bæði full-
ornir og börn og því ekki sambærilegir.
Verður nú litið aðeins nánar á hvern hóp
fyrir sig.
Blæðing og/eða sár
í þeim hópi eru 7 drengir (2ja, 6, 8 og 11
mán. og eins, eins og hálfs og 7 ára),
(30,4%). Sá 7 ára gamli hafði ekki blóð í
hægðum, en hafði kvartað um magaverki
eftir máltíðir af og til í 2 ár. Hinir höfðu
blóð í hægðum og voru mikið veikir (með-
teknir) af blæðingu þegar þeir komu á
sjúkrahúsið. í þrem tilfellum sáust sár með
berum augum við aðgerðirnar, og í fjórða
tilfellinu var blóð í görninni neðan við, en
ekki ofan við gúlinn, en ekkert sár sást
með berum augum. Við smásjárskoðunina
fannst aðskotavefur (magaslímhúð) hjá 5
sjúklingum og hjá tveimur þeirra einnig
sár. Magaslímhúð fannst líka hjá sjúklingi
með naflagöng, og bæði magaslímhúð og
briskirtilsvefur fannst hjá sjúklingi með
garnasmokkun. Legu sáranna í gúlnum er
ekki getið, og er því líklegast, að þau hafi
verið í belgnum, sem er algengasti staður-
inn. Af 12 sárum í Meckels-gúl, sem Aitken1
lýsti, var eitt inni í endanum, 6 í belgnum,
4 í hálsinum og eitt í görninni andspænis
TAFLA I.
Sjúkdómseinkenni sjúklinga meö Meckels-gúl
á BarnaspítaTa Hringsins 1957—1976.
________________ A. B. C. D. E. F. G.
Bráðir verkir
Verkjaköst áður
Uppköst
Blóð i hægðum
Ógleði
Hiti
Niðurgangur
Vessandi nafli
A. Blæðing/sár.
B. Bólga.
C. Garnasmokkun.
D. Garnastífla af öðrum ástæðum en garna-
smokkun.
E. Óákveðið (trufluð peristaltic).
F. Sjúkdómur í nafla.
G. Kviðslit.
0
0
0
0
0
0
0
2
TAFLA II.
SamanburÖur á sjúkdómstegund í Meckels-gúl frá ýmsum löndum.
Barnaspitali Hringsins Brookes (Englandi) Vaage (Noregi) Seagram (Canada) Söderlund (Svíþjóð) Weinstein (U.S.A.)
Blæðing og/eða sár 7 13 18 32 36 63
Bólga (diverticulitis) 4+ (1)* 6 7 6 13 29
Garnasmokkun Garnastífla af öðrum ástæðum en 4 3 4 8 19 15
garnasmokkun 2 12 8 15 28 28
Óákveðið (truflaðar þarmahreyfingar) 3 0 0 0 0 0
Nafla-gúll 2 0 2 0 0 8
Kviðslit 1 0 0 1 4 9
Aðskotahlutir (Corpus alienum) (D* 0 2 0 0 0
Holsár (Perforation) 0 0 (3)* 5 0 0
Æxli (Neoplasma) 0 0 0 0 0 10
Alls 23 37 41 81 115 162
* Þeir, sem eru í sviga, eru taldir annars staðar, af því þeir áttu betur heima þar.