Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.1979, Blaðsíða 68

Læknablaðið - 01.03.1979, Blaðsíða 68
40 LÆKNABLAÐIÐ Ólafur Ólafsson landlæknir, Margrét Guðnadóttir prófessor, Skúli G. Johnsen borgarlæknir ÁÆTLUN UM AÐ „0TRÝMA“ FÓSTURSKEMMDUM VEGNA RAUÐRA HUNDA Á ÍSLANDI Frá árinu 1941 hafa gengið rubella far- aldrar á 8—10 ára fresti hér. Alls er vitað um 53 börn sem fæðst hafa með heila-, mænu-, hjarta-, sjón- og heyrnargalla vegna þessa sjúkdóms. Samkvæmt upplýsingum Brands Jónssonar, skólastjóra Heyrnleys- ingjaskólans, dveljast nú 60 börn í skólan- um og þar af eru 30 mjög alvarlega heyrnarskert vegna rubellasýkingar. Auk þess eru sum þeirra með skerta sjón og heilastarfsemi. Heimild er í lögum til fóstureyðingar ef kona sýkist á fyrstu 4 mánuðum þungun- ar, enda fjölgar mjög aðgerðum þegar far- aldur gengur yfir. Fóstureyðing kemur þó ekki alltaf að gagni því að í 25—30% kvenna sem sýkjast fá ekki útbrot. Frá því á árinu 1975 höfum við bólusett 12—13 ára stúlkubörn við rauðum hundum og jafnframt þær konur sem fæða og reynast ekki hafa mótefni gegn þessari veiki. Samkvæmt lögum um ónæmisaðgerðir frá 11. maí 1978 greiðir ríkið kostnað vegna bólusetningar gegn rauðum hund- um. Rannsóknastofa Háskólans í veirufræði hefur á undanförnum árum unnið mikið starf við rubella-rannsóknir undir stjórn próf. Margrétar Guðnadóttur. Á vegum stofnunarinnar hafa 17.000 konur af um 33.000 á aldrinum 15—45 ára verið rann- sakaðar með tilliti til ónæmis gegn veik- inni. Til þess að koma í veg fyrir fóstur- skemmdir vegna rauðra hunda í framtíð- inni þarf að gera eftirfarandi. Kanna ónæmi ca. 20.000 kvenna og bólusetja ca. 4.000 þeirra. Kostnaður vegna verksins: Ónæmiskönnun Bólusetning Skráning, tölvulistun og tæknivinna 10.000.000 kr. 4.000.000 — 6.000.000 — Samtals 20.000.000 kr. Jafnframt verður þeim sið viðhaldið að bólusetja allar 12—13 ára stúlkur í land- inu í framtíðinni. Þjóðfélagið leggur í mikinn kostnað vegna uppeldis, endurhæfingar og mennt- unar barna sem hafa skaddast vegna rauðra hunda sýkingar. Þess skal getið að kostn- aður við rekstur Heyrnleysingjaskólans er á fjárlögum 1977 kr. 73.000.000 — og er þá ótalinn allur annar kostnaður. Kostnaður þjóðfélagsins vegna einstak- lings er fæðist heymarlaus eftir rauðra hunda sýkingu. Miðað er við verðlag árið 1978: Barnaörorka 1—15 ára. 446.000 x 15 6.7 millj. Örorka 50% 16—67 ára. 360.000 x 51 18.4 — Styrkur til iðnskólanáms 16—21 ára 2.6 — Kostnaður á nemanda i Heyrn- leysingjaskólanum í 9 ár 7.5 — örorkustyrkur 6.2 — Heyrnartæki ca. 20 1.6 — 43.0 millj. Vitaskuld er ýmis aukakostnaður ótal- inn og þar við bætist þjáning og sorg. Bú- ast má við að kostnaður vegna ofannefndra einstaklinga sé um 2 milljarðar á ári. Samkvæmt upplýsingum Trygginga- stofnunar ríkisins og Brands Jónssonar skólastjóra Heyrnleysingja- skólans. Þess skal getið að íslendingar eru fyrsta þjóðin sem grípur til svo víðtækra aðgerða gegn rauðum hundum sem að framan er lýst. Áætlun þessi hefur verið rædd við Magnús H. Magnússon ráðherra og fjár- veitinganefnd Alþingis, Vonandi fæst fé til þessara aðgerða enda verðugt verkefni á árinu 1979 sem er ár barnsins. í bígerð er og áætlun um fjöldabólusetningu gegn mislingum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.