Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.1979, Blaðsíða 18

Læknablaðið - 01.03.1979, Blaðsíða 18
8 LÆKNABLAÐIÐ á áhættuþætti kransæðasjúkdóma, meðal annars með fræðslu, áróðri og lækningaað- gerðum. Pótt sjálfsagt sé að reyna að feta í fótspor þeirra, sem mest hafa orðið ágengt í barátt- unni við kransæðasjúkdóma með afturhvarfi til heilbrigðari lifnaðarhátta, ber þó að forð- ast óraunsæa bjartsýni. Lítil von er til þess að fullnægjandi árangur náist í þessu efni nema til komi aukin þekking á grundvallar- orsökum sjúkdómsins og árangursríkari að- ferðir gegn áhættuþáttum. Einmitt á þessu sviði berast nú fréttir af stórstígum vísindalegum uppgötvunum, sem sumar hverjar er þegar byrjað að hagnýta gegn áhættuþáttum. Spurningin er því ekki, hvort takast muni að ráða bót á hinni nýju „farsótt", kransæða- sjúkdómunum, heldur hvenær. Snorri P. Snorrason. HEIMILDIR 1. Ásgeir Jónsson: Brjóstverkir og hjartalínu- ritsbreytingar meðal miðaldra íslenskra karlmanna. Symposium um kransæðasjúk- dóma á Islandi, okt. 1978. 2. Bjarni Þjóðleifsson: Dauðsföll af völdum kransæðasjúkdóma á Islandi 1951—1976 Læknablaðið, 64:55, 1978. 3. Gunnar Sigurðsson: Æðakölkun og áhættu- þættir. Læknablaðið, 64:65, 1978. 4. Gunnar Sigurðsson: Áhættuþættir fyrir kransæðadauðsföllum meðal miðaldra ís- lenskra karla. Symposium um kransæða- sjúkdóma á íslandi, okt. 1978. 5. Nikulás Sígfússon: Rannsóknir Hjartavernd- ar. Hjartavernd, 14:23, 1977. FATLAÐ FÓLK Á ÍSLANDI Mikið starf hefur á síðustu áratugum verið unnið í þágu fatlaðs fólks á íslandi. Þar hafa komið til ýmis samtök og einstaklingar með markmiðið að skapa fötluðum réttindi og að- stöðu sambærilega öðrum í þjóðfélaginu. Ekki hefur þó alltaf verið árangur sem erf- iði í þessari baráttu. Þess vegna hefur í seinni tíð verið gripið til ýmissa aðgerða i von um að vekja mætti stjórnvöld til um- hugsunar og framkvæmda um sjálfsagðar og nauðsynlegar endurbætur fötluðum til handa. Þar má tilnefna gigtarár, stofnun gigtarfé- laga, hópferð fatlaðra á Alþingi, kröfugöngu fatlaðra og fleira, ásamt miklum og góðum áróðri í fjölmiðlum ýmsum. Allt er þetta góðra gjalda vert og sjálfsagt. Fátt er fötluð um jafn lítið að skapi sem meðaumkun sam- borgaranna í formi kjökurrómantíkur. Þeir óska yfirleitt ekki eftir öðru en sömu að- stöðu og réttinda sem aðrir, en kjósa að öðru leyti að sjá um sig sjálfir eftir mætti. Nú er þessu því miður oft þannig farið, að fötlunin er á það háu stigi, að ekki verður þar við komið lækningu. í þeim tilvikum verða að tilkoma ýmsar félagslegar aðgerðir. Virðist barátta síðustu ára einkum hafa beinst að framkvæmd slíkra aðgerða. í þeirri sókn í þágu fatlaðra, sem þannig hefur farið fram virðist þó sem einn hópur, og hann stór, hafi gleymst að mestu. Hér er um að ræða þann hóp fatlaðst fólks, sem lækna má að öllu eða að hluta. Undirritaður á hér við þær tegundir fötlunar sem bæta má með eða lækna með bæklunarskurðlækn- ingum. Stundum má með skurðaðgerðum gera sjúklinga sjálfbjarga, sem áður voru ósjálfbjarga og upp á aðra komnir. í öðrum tilvikum geta skurðaðgerðir af þessu tagi, gert fólk, sem eru öryrkjar vegna fötlunar sinnar, að vinnufærum skattborgurum. Á biðlista bæklunarskurðdeilda Landspít- alans voru, í desember sl., 730 fatlaðir sjúk- lingar, sem biðu eftir skurðaðgerð. Frá opnun þessara deilda hafa verið gerðar um 5000 skurðaðgerðir á fötluðu fólki, þar á meðal hafa um 600 nýir mjaðmarliðir verið settir f íslendinga á þessum tíma. Allt byggi fólk þetta við mjög skerta starfsorku í dag, margt af Því fullkomlega óvinnufært, hefði hér ekki til komið aðgerð. Þrátt fyrir þennan aðgerðar- fjölda hafa biðlistar deildanna farið vaxandi °g biðtími fatlaðs fólks eftir lækningu hefur komst upp í 2—3 ár. Orsök þessa langa bið- tíma er að sjálfsögðu skortur á olnbogarými fyrir starfsemina. Fyrir 7 árum síðan benti undirritaður á, að þörf sjúkrarúma fyrir þessa tegund lækninga væri almennt talið 0,5 af hverjum þúsundi íbúa þess svæðis sem deildin þjónaði. Þetta þýðir að lágmarks- þörfin fyrir orthopedisk rúm á íslandi í dag er um 110 og er þá slysaorthopedia ekki talin með. Rúmafjöldinn á bæklunarskurð- deildum Landspítalans er 33 rúm. Það liggur í augum uppi, að sé um ólækn- andi fötlun að ræða, á þjóðfélagið að veita alla mögulega aðstoð þannig að þessu fólki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (01.03.1979)
https://timarit.is/issue/364295

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (01.03.1979)

Aðgerðir: