Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.1979, Blaðsíða 35

Læknablaðið - 01.03.1979, Blaðsíða 35
LÆKNABLAÐIÐ 19 land var 67.4%.22 Árangur endurlífgana má teljast allgóður. Af þeim 30 manns, sem endurlífgaðir voru útskrifuðust 14 (46.4%). í Osló, þar sem skipulag sjúkra- flutninga er svipað og hér, voru 31.7% af endurlífguðum sjúklingum útskrifaðir.23 Árangur er mun betri, þar sem hjartabíl er beitt. Pantridge (1969)18 útskrifaði 66.6%, og Mclntosh (1978)15 í Brighton í Englandi útskrifaði 80%. Tíu sjúklingar af 57, er komu á slysadeild í hjartadái eða fóru í hjartadá á deildinni, voru endur- lífgaðir (17.5%). Hliðstæð tala úr rann- sókn þeirri í Osló er áður er getið,23 er 16.2%, en árangur Pantridge18 er 30.1% og Mclntosh13 11.2%. Þess ber þó að geta, að í sjúklingahópi Mclntosh í Brighton var endurlífgun reynd á mörgum sjúklingum, sem virtust vera í óafturkræfu hjartadái. Ástæða endurlífgunartilrauna var einungis minnsta hreyfing á hjartarafriti. Aldrei verður um það sagt, hve mörgum í þeim hópi sem hér er til umræðu, hefði mátt bjarga við annað skipulag flutninga. Vafa- samt er þó, að flutningstími verði styttur öllu meira í þessum mjög bráðu tilvikum, miðað við þann hátt, sem nú er hafður á, en endanlegur árangur endurlífgana er á- berandi betri þar sem hjartabíl (MCCU) er beitt. Dánartala þeirra 27 sjúklinga, er komu á sjúkrahúsið innan við hálftíma eftir byrjun einkenna var mun hærri (40.7%) en hinna er síðar komu (19.8%). Annars staðar, til dæmis í athugun Simons (19 7 2),22 hefur hinsvegar reynst fylgni milli dánartölu og heildartafar. Ástæðan hér er greinilega sú, að þeir sem veikastir voru, hafa hvatt sér hjálpar strax, enda reyndist miðgildi sjúklingstafar þessa hóps einungis 4 mínútur. Hér skiptir því töf bílsins sköpum, og má segja, að vægi sjúklingstafarinnar sé minna fyrir hópinn í heild en ætla mætti. Heildartöf þeirra veikustu (þar í sjúk- lingstöf) var mun styttri en hinna, sem minna veikir voru. Enn verður aldrei um sagt, hvort einhverjum úr hópi þessum, hefði mátt forða frá dauða, ef meðferð hefði hafist á heimili sjúklings. Vitað er að hjartsláttartruflanir ýmsar, fyrst og fremst hægur hjartsláttur (bradyarrhyth- miur) og aukaslög frá afturhólfum verða venjulega fljótt eftir upphaf einkenna, beri á þeim á annað borð. Eru þær oft undan- fari hjartabilunar og hjartadás, og má aug- ljóst vera að betra er að byrgja brunninn, áður en barnið fellur í hann. Mestu skiptir því, að meðferð sé hafin snemma í því skyni að koma í veg fyrir fylgikvilla sem þessa. Þó að dánartala sé svipuð hér og víðast annars staðar, er ljóst, að enn má úr bæta. Sjúklingstöf má tvímælalítið stytta með aukinni fræðslu um hjartasjúkdóma og bráð einkenni þeirra, eins og reyndar nið- urstaða þessarar greinar bendir til. Það þarf einnig að gera fólki ljóst, hvaða leiðir eru færar til að nálgast læknishjálp við bráðum sjúkdómum. Einstaka sinnum bar á því að fólk væri ekki kunnugt um, hvað gera skyldi, næðist ekki í heimilislækni. Þegar á heildina er litið, er samt auðsætt, að fræðsla hefur mest gildi, sé henni beint að áhættuþáttum og vörnum gegn þeim. Önnur leið, sem virðist tvímælalítið hafa borið árangur erlendis, er breytt fyrir- komulag sjúkraflutninga. Áður hefur verið minnst á það í þessari grein, og verða nú rök færð fyrir því. Vitað er, að um 40% allra dauðsfalla af völdum bráðrar krans- æðastíflu verða á fyrstu klukkustund eftir byrjun einkenna,10 þótt ekki hafi verið sýnt fram á það með athugun hérlendis. Níutíu prósent dauðsfalla þessara eru lík- lega af völdum fibrillatio ventriculorum, sem ekki er alltaf án fyrirvara. Oft er hægur hjartsláttur undanfari eða einstaka aukaslög frá afturhólfum18 og má oft ráða bót af hvoru tveggja. Sem áður segir, hef- ur tekist að lækka dánartölu mjög með notkun hjartabíls (MCCU). Pantridge (1970)1!l áætlar, að með notkun hjarta- gæsludeildar einnar sé hægt að minnka dánartölu um 4—5%, en sé hjartabíll (MCCU) notaður einnig megi minnkað töl- una um 14%. Á mynd 5 sýnir ferill A hundraðshluta dauðsfalla er verða á hverj- um tíma eftir byrjun einkenna, og er byggt á niðurstöðum McNeilly10 og Pemberton (1968).10 Ferill B sýnir heildartöf sjúk- linga Borgarspítalans og ferill C heildartöf sjúklinga, þar sem hjartabíll er notaður. Ferlar þessir eru þeir sömu og á mynd 1B. Gera má ráð fyrir, að með hjartabíl megi fækka dauðsföllum sjúklinga, sem lenda milli ferla B og C á myndinni,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.