Læknablaðið - 01.03.1979, Blaðsíða 25
LÆKNABLAÐIÐ
11
Sigurður Guðmundsson, Þórður Harðarson
FLUTNINGUR SJÚKLINGA MEÐ BRÁÐA KRANSÆÐA-
STÍFLU Á BORGARSPITALANN 1972—1975* *
INNGANGUR
Undanfarin ár hefur mjög verið á dag-
skrá, hvernig unnt sé að draga úr dánar-
tíðni sjúklinga með bráða kransæðastíflu.
Fyrir tíma svonefndra hjartagæsludeilda
var dánartala á sjúkrahúsum víða um 30—-
40%. Með tilkomu hjartagæsludeilda tókst
að lækka þessa tölu nokkuð, og birti
Lawrie t.d. dánartöluna 17.5% hjá sjúk-
lingum undir 70 ára aldri.14 Talið hefur
verið ólíklegt, að öllu betri árangur næð-
ist.la
Líklegt er, að allt að 3/4 allra dauðsfalla
kransæðasjúklinga undir sjötugu verði, áð-
ur en þeir komast á sjúkrahús.1 Armstrong
og fleiri1 sýndu fram á, að 45% dauðsfalla
urðu á fyrstu klukkustund eftir upphaf
einkenna (sjúklingar undir sjötugsaldri).
Við aðrar kannanir hefur komið í ljós, að
63 % dauðsfalla karla undir fimmtugu verða
á þessum tíma2 og 61% dauðsfalla beggja
kynja 65 ára og yngri.8 Oftast er um að
ræða skyndidauða af völdum hjartsláttar-
truflana.
Mönnum var ljóst, að helsta leiðin til að
bjarga fólki þessu var að koma því sem
fyrst í nákvæma gæslu. Því hefur víða
verið athuguð sú töf, sem verður frá upp-
hafi einkenna, þar til sjúklingur kemst á
sjúkrahús, einnig að nokkru hérlendis.29 30
Hér verður gerð tilraun til að kanna þetta
nokkru nánar og helstu leiðir til bóta
ræddar.
EFNIVIÐUR
Þessi rannsókn tekur til 330 sjúklinga,
sem komu á Borgarspítalann í Reykjavík
árin 1972—1975, með sjúkdómsgreining-
una bráða kransæðastíflu. Ákveðið var að
miða könnun þessa við flutning af Stór-
Frá lyflækningadeild Borgarspítalans.
* Rannsókn þessi var unnin með styrk frá
Vísindasjóði Borgarspitalans.
Reykjavíkursvæðinu, þ.e. úr Reykjavík,
Hafnarfirði, Kópavogi, Seltjarnarnesi,
Garðabæ og Mosfellssveit. Þrjátíu og sex
af 330 sjúklingum komu frá öðrum lands-
hlutum og voru því útilokaðir. Ellefu voru
á sjúkrahúsinu, þegar þeir veiktust, og hjá
7 sjúklingum voru engar upplýsingar fyrir
hendi um tímabilið frá byrjun einkenna til
komu á sjúkrahúsið. Frekari rannsókn tak-
markaðist því við 276 sjúklinga, 204 karla
og 72 konur. Kynjahlutfall var 2.8:1, en í
upprunalega hópnum 3.3:1. Aldursdreifing
er hins vegar svipuð (tafla I). Heildardán-
artala hópsins var 21.4%, en upprunalega
hópsins 21.8%. Hópurinn virðist því ekki
valinn úr með tilliti til dánartölu og aldurs.
Allir höfðu óyggjandi kransæðastíflu sam-
kvæmt skilmerkjum WHO.
Snemma árs 1971 tók hjartagæsludeild
til starfa á Borgarspítalanum. Á deildinni
voru 14 rúm á þeim árum, sem hér um
ræðir, og voru hjartarafsjár við þrjú
þeirra. Auk þess voru hjartarafsjár á gjör-
gæsludeild, sem notaðar voru í þágu krans-
æðasjúklinga, þegar þörf var á. Á deild-
inni störfuðu 2 sérfræðingar í hjartasjúk-
dómum, 1 aðstoðarlæknir og 7 hjúkrunar-
konur. Fjórir til fimm sjúkrabílar önnuð-
ust flutninga sjúklinga á sjúkrahúsið.
Snemma árs 1974 var tekin í notkun svo-
nefnd neyðarbifreið búin tækjum til gjör-
gæslu og endurlífgunar hjartasjúklinga.
Eftir það var sú bifreið að öðru jöfnu notuð
til flutninga þessara sjúklinga, en tækin
hins vegar sjaldan eða aldrei notuð.
Upplýsingum var safnað á þann veg, að
færð var sérstaklega svonefnd sjúkraskrá
fyrir hjartagæsludeild, þar sem m.a. var
spurt um þau atriði, sem tekin verða til
umfjöllunar í grein þessari. Sjúkraskrá
þessi var sérhönnuð með tilliti til tölvu-
vinnslu. Læknar deildarinnar öfluðu upp-
lýsinganna, annað hvort frá sjúklingum
sjálfum eða ættingjum þeirra skömmu eftir