Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.03.1979, Side 25

Læknablaðið - 01.03.1979, Side 25
LÆKNABLAÐIÐ 11 Sigurður Guðmundsson, Þórður Harðarson FLUTNINGUR SJÚKLINGA MEÐ BRÁÐA KRANSÆÐA- STÍFLU Á BORGARSPITALANN 1972—1975* * INNGANGUR Undanfarin ár hefur mjög verið á dag- skrá, hvernig unnt sé að draga úr dánar- tíðni sjúklinga með bráða kransæðastíflu. Fyrir tíma svonefndra hjartagæsludeilda var dánartala á sjúkrahúsum víða um 30—- 40%. Með tilkomu hjartagæsludeilda tókst að lækka þessa tölu nokkuð, og birti Lawrie t.d. dánartöluna 17.5% hjá sjúk- lingum undir 70 ára aldri.14 Talið hefur verið ólíklegt, að öllu betri árangur næð- ist.la Líklegt er, að allt að 3/4 allra dauðsfalla kransæðasjúklinga undir sjötugu verði, áð- ur en þeir komast á sjúkrahús.1 Armstrong og fleiri1 sýndu fram á, að 45% dauðsfalla urðu á fyrstu klukkustund eftir upphaf einkenna (sjúklingar undir sjötugsaldri). Við aðrar kannanir hefur komið í ljós, að 63 % dauðsfalla karla undir fimmtugu verða á þessum tíma2 og 61% dauðsfalla beggja kynja 65 ára og yngri.8 Oftast er um að ræða skyndidauða af völdum hjartsláttar- truflana. Mönnum var ljóst, að helsta leiðin til að bjarga fólki þessu var að koma því sem fyrst í nákvæma gæslu. Því hefur víða verið athuguð sú töf, sem verður frá upp- hafi einkenna, þar til sjúklingur kemst á sjúkrahús, einnig að nokkru hérlendis.29 30 Hér verður gerð tilraun til að kanna þetta nokkru nánar og helstu leiðir til bóta ræddar. EFNIVIÐUR Þessi rannsókn tekur til 330 sjúklinga, sem komu á Borgarspítalann í Reykjavík árin 1972—1975, með sjúkdómsgreining- una bráða kransæðastíflu. Ákveðið var að miða könnun þessa við flutning af Stór- Frá lyflækningadeild Borgarspítalans. * Rannsókn þessi var unnin með styrk frá Vísindasjóði Borgarspitalans. Reykjavíkursvæðinu, þ.e. úr Reykjavík, Hafnarfirði, Kópavogi, Seltjarnarnesi, Garðabæ og Mosfellssveit. Þrjátíu og sex af 330 sjúklingum komu frá öðrum lands- hlutum og voru því útilokaðir. Ellefu voru á sjúkrahúsinu, þegar þeir veiktust, og hjá 7 sjúklingum voru engar upplýsingar fyrir hendi um tímabilið frá byrjun einkenna til komu á sjúkrahúsið. Frekari rannsókn tak- markaðist því við 276 sjúklinga, 204 karla og 72 konur. Kynjahlutfall var 2.8:1, en í upprunalega hópnum 3.3:1. Aldursdreifing er hins vegar svipuð (tafla I). Heildardán- artala hópsins var 21.4%, en upprunalega hópsins 21.8%. Hópurinn virðist því ekki valinn úr með tilliti til dánartölu og aldurs. Allir höfðu óyggjandi kransæðastíflu sam- kvæmt skilmerkjum WHO. Snemma árs 1971 tók hjartagæsludeild til starfa á Borgarspítalanum. Á deildinni voru 14 rúm á þeim árum, sem hér um ræðir, og voru hjartarafsjár við þrjú þeirra. Auk þess voru hjartarafsjár á gjör- gæsludeild, sem notaðar voru í þágu krans- æðasjúklinga, þegar þörf var á. Á deild- inni störfuðu 2 sérfræðingar í hjartasjúk- dómum, 1 aðstoðarlæknir og 7 hjúkrunar- konur. Fjórir til fimm sjúkrabílar önnuð- ust flutninga sjúklinga á sjúkrahúsið. Snemma árs 1974 var tekin í notkun svo- nefnd neyðarbifreið búin tækjum til gjör- gæslu og endurlífgunar hjartasjúklinga. Eftir það var sú bifreið að öðru jöfnu notuð til flutninga þessara sjúklinga, en tækin hins vegar sjaldan eða aldrei notuð. Upplýsingum var safnað á þann veg, að færð var sérstaklega svonefnd sjúkraskrá fyrir hjartagæsludeild, þar sem m.a. var spurt um þau atriði, sem tekin verða til umfjöllunar í grein þessari. Sjúkraskrá þessi var sérhönnuð með tilliti til tölvu- vinnslu. Læknar deildarinnar öfluðu upp- lýsinganna, annað hvort frá sjúklingum sjálfum eða ættingjum þeirra skömmu eftir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.