Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.1979, Blaðsíða 81

Læknablaðið - 01.03.1979, Blaðsíða 81
LÆKNABLAÐIÐ 47 beiðni læknasamtakanna, er enn ólokið 6 árum síðar, þrátt fyrir itrekuð tilmæli um, að rann- sókn verði hraðað.“ „Aðalfundur L.I. haldinn á Akureyri 23.—24. júní 1978 telur tímabært að læknalög verði endurskoðuð og felur stjórn félagsins að vinna að framgöngu þess máls.“ „Aðalfundur L.l. haldinn á Akureyri 23.—24. júní 1978 vekur athygli á aukinni þörf heilsu- gæslu á vinnustöðum og eftirliti og rannsókn- um á atvinnusjúkdómum. Fundurinn felur stjórn L.I. að efna til ráðstefnu um þessi mál, þar sem rædd yrðu læknisfræðileg vandamál atvinnusjúkdóma og jafnframt, á hvern hátt haga beri heilbrigðiseftirliti á vinnustöðum." „Aðalfundur L.I. haldinn á Akureyri 23.—24. júní 1978 felur stjóm L.l. að sjá svo um, að ætið liggi fyrir á hverjum tíma upplýsingar um sérgreinaval íslenzkra lækna i framhalds- námi og áætlun um læknaþörf í hinum ýmsu sérgreinum.“ „Aðalfundur L.l. haldinn á Akureyri 23.—24. júní 1978 hvetur til þess, að ávallt séu gerðir ráðningarsamningar við sjúkrahúslækna í sam- ræmi við kjarasamninga." „Læknafélag Islands vill með tilvísun til þingsályktunartillögu nr. 42/1977 gera Það að tiilögu sinni, að sérfræðiþjónusta í heilsugæzlu- stöðvum verði á hverjum tíma skipulögð af stjórnum viðkomandi heilsugæzlustöðva, en ekki bundin með reglugerð." „Aðalfundur L.I. haldinn á Akureyri 23.—24. júní 1978 felur stjórn félagsins að fylgja fast eftir við heilbrigðisyfirvöld og utanríkisráðu- neytið, að Island gerist þegar í stað aðili að samnorrænum samningi um gagnkvæm lækn- ingaleyfi og sérfræðiréttindi." „Aðalfundur L.I. haldinn á Akureyri 23.—24. júní 1978 felur Námskeiðs- og fræðslunefnd L.I. að hafa samráð við heilbrigðisráðuneytið um að æskja þátttökuleyfis fyrir íslenzka lækna á sérnámsnámskeið, sem haldin eru á Norðurlöndum og öðrum nágrannalöndum. Rit- uð verði bréf til þeirra aðila í ofangreindum löndum, sem skipuleggja slík námskeið, og jafnframt óskað eftir stuðningi frá læknafélög- um viðkomandi landa við erindið." „Aðalfundur L.I. haldinn á Akureyri 23.—24. júní 1978 lýsir yfir stuðningi sinum við þá hug- mynd, að leitað verði eftir samkomulagi við þá aðila, sem auglýsa eftir læknum til starfa, um að allar stöðuauglýsingar séu sendar til skrif- stofu L.í. Jafnframt skuli kannað, hvort ekki sé unnt að koma þvi á, að upplýsingar um laus- ar stöður liggi jafnan frammi á skrifstofu læknafélaganna og séu sendar út reglubundið til félagsmanna, og á þann hátt sé tryggt, að þær berist öllum islenzkum læknum í tæka tið.“ „Aðalfundur L.l. haldinn á Akureyri 23.—24. júní 1978 felur stjórn félagsins að vinna að þvi, að umsagnar stjórnar L.I. sé jafnan leitað, ef gerðar eru breytingar á læknisstöðum, staða lögð niður eða ákvörðun tekin um uppsögn læknis." „Aðalfundur L.l. haldinn á Akureyri 23.—24. júní 1978 vekur athygli á vaxandi heilsutjóni og félagslegum vandamálum vegna ofneyzlu áfengis. Fundurinn telur það skyldu lækna og heilbrigðisyfirvalda að vinna að aukinni fræðslu almennings um skaðlegar afleiðingar áfengisneyzlu." Tillögur um kjör í stjórn og nefndir voru lagöar fram og bárust engin mótframboö. Voru því eftirtalin sjálfkjörin: VaraformaÖur: Guðmundur Oddsson. Ritari: Auðólfur Gunnarsson. Meöstjórnandi: Isleifur Halldórsson. Varamenn: Magnús L. Stefánsson og Ragnar Daníelsen. (Formaður félagsins, Tómas Á. Jónasson og gjaldkerinn, Guðmundur Sigurðsson eiga eftir eitt ár af kjörtímabili sínu). EndurskoÖendur: Kjartan Ólafsson og Sig- urður Sigurðsson. GerÖardómur L.I.: Gunnlaugur Snædal til 2ja ára, Þorsteinn Sigurðsson til 1 árs. Vara- menn: Víkingur Arnórsson til 1 árs, Sigur- steinn Guðmundsson til 2ja ára. SiÖanefnd L.I.: Guðmundur Pétursson og Þorgeir Gestsson. Varamenn: Guðmundur Árnason og Hannes Finnbogason. FulltrúaráÖ B.H.M.: Brynleifur Steingríms- son, Grétar Ólafsson, Guðmundur Pétursson, Jón Þ. Hallgrímsson, Magnús Karl Pétursson. Varamenn: Bjarki Magnússon, Friðrik Sveins- son, Guðmundur Oddsson, Lára Halla Maack, Víkingur Arnórsson. Því nœst voru önnur mál tekin til umræöu: Fyrst var tekin til umræðu tillaga frá stjórn L.I. svohljóðandi: „Aðalfundur Læknafélags Islands haldinn á Akureyri 23.—24. júní 1978 beinir þvi til Kjara- ráðs, að tekið verði upp í alla samninga ákvæði, sem tryggi það, að vinnuveitendur hafi ekki aðra lækna í vinnu en þá, sem eru félagar í L.í.“ Þessi tillaga var samþykkt með 12 atkvæðum gegn engu. Stjórn L.I. lagði síðan fram tillögu sína um kosningu heiðursfélaga. Lagði stjórnin til, að þeir Óskar Þórðarson, Helgi Ing\rarsson, Oddur Ólafsson, Sigurður Sigurðsson, William Cleland og Povl Riis yrðu heiðursfélagar. Gerði Tómas Árni Jónasson grein fyrir störf- um þessara manna, og rökstuddi þessar tillög- ur. Heiðursfélagar voru siðan réttkjörnir með 16 samhljóða atkvæðum. Tómas Árni boðaði siðan til næsta aðalfund- ar i Reykjavík. Gerði hann einnig grein fyrir, að til stæði að reyna að breyta tilhögun lækna- þings, í þá átt að íslenzkir læknar héldu fyrir- lestra um rannsóknir sínar. Þakkaði Tómas Árni mönnum síðan fundar- setuna og þeim Norðanmönnum fyrir móttökur og allan undirbúning. (Fundargerð aðaifundar barst ritstjórn í byrjun desember).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.